Bæjarráð

2991. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:15 - 11:13 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704157 - Endurskoðun á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu

Frá starfshópi um félagslegt húsnæði í Kópavogi, lögð fram tillaga um breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:25
  • Ása A. Kristjánsdóttir, lögfræðingur - mæting: 08:25
  • Auðunn F. Ingólfsson, Gnaris - mæting: 08:25
  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1802191 - Sérstakur húsnæðisstuðningur. Breyting á reglum.

Frá starfshópi um félagslegt húsnæði í Kópavogi, lögð fram tillaga að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fundarhlé hófst kl. 8:25, fundi fram haldið kl. 9:17

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1710516 - Lýðheilsustefna: innleiðing

Frá verkefnastjóra lýðheilsumála, dags. 20. febrúar, lagt fram erindi þar sem lagt er til að Hressingarhælið verði tekið undir Geðræktarhús sem þjóni þeim tilgangi að vera mistöð þekkingar og þróunar úrræða til að efla andlega heilsu og vellíðan í samstarfi við fagfólk.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari vinnslu bæjarstjóra.

Gestir

  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála. - mæting: 09:41

Ýmis erindi

4.2002506 - Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar Íslands

Frá Umhverfisstofnun, dags. 18. febrúar, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland hefur verið auglýst til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs, bæjarlögmanns, heilbrigðiseftirlits og Náttúrufræðistofu.

Ýmis erindi

5.2002504 - Leitað leyfis landeiganda vegna notkunar á tjaldvögnum, húsbílum eða sambærilegu utan tjaldsvæða

Frá Félagi húsbílaeigenda, dags. 18. febrúar, lagt fram erindi þar sem leitað er leyfis landeiganda vegna notkunar tjaldvagna, fellihýsa, hjólhýsa og húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða.
Bæjarráð samþykkir að hafna erindinu með þremur atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar.

Ýmis erindi

6.2002577 - Ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku

Frá Sorpu, dags. 24. febrúar, lögð fram ósk um samþykki fyrir tímabundinni lántöku til loka árs 2020 sem stjórn Sorpu samþykkti í formi viðauka við fjárhagsáætlun félagsins á fundi sínum þann 17. febrúar sl. og vísaði til afgreiðslu eigendasveitarfélaga.
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

Ýmis erindi

7.2002505 - Til umsagnar í samráðsgátt: Reglugerð um héraðsskjalasöfn

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 18. febrúar, lögð fram til umsagnar reglugerð um héraðsskjalasöfn sem hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

Fundargerð

8.2002007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 285. fundur frá 13.02.2020

Funargerð í 17 liðum.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerð

9.2001023F - Hafnarstjórn - 113. fundur frá 20.02.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2002010F - Menntaráð - 56. fundur frá 18.02.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lögð fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.2002596 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur varðandi stefnumótun bæjarstjórnar

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Theódóru S. Þorsteinsdóttur varðandi stefnumótun bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur:
"Ég lýsi yfir vonbrigðum að verkefnið skuli vera farið af stað áður en upplýsingar um verkefnið liggja fyrir."

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2002611 - Tillaga frá Pírötum um að hefja átak gegn einelti og ofbeldi meðal ungmenna

Tillaga frá bæjarfulltrúa Pírata um að Kópavogsbær hefji átak gegn einelti og ofbeldi ungmenna. Óskað er eftir greiningu á því hvernig tekið er á eineltis- og ofbeldismálum meðal ungmenna, hvort til staðar sé samræmd áætlun milli skóla og hvernig málum er háttað þegar ofbeldi á sér stað utan skóla, með huganlegri endurskoðun á viðbragðsáætlunum í huga. Í ljósi fréttaflutnings af vinnubrögðum lögreglu í umræddu máli er óskað eftir því að fulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mæti undir liðnum í umræður um verklag þeirra þegar upp koma mál sem varða ofbeldi og mismunun meðal ungmenna.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra menntasviðs með ósk um að komið verði á sambandi við þjónustumiðstöð Breiðholts, sem þegar hefur haldið samráðsfund um ofbeldi meðal unglinga.

Gestir

  • Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn - mæting: 09:27
  • Heimir Ríkharðsson, lögregluþjónn - mæting: 09:27

Fundi slitið - kl. 11:13.