Bæjarráð

2982. fundur 12. desember 2019 kl. 08:15 - 09:29 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1911766 - Dalsmári 5, Fífan. Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 9. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um tímabundið áfengisleyfi vegna Kópavogsblótsins sem verður haldið þann 24. janúar frá kl. 19:00-03:00, í Fífunni, Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1909686 - Engihjalli 8, Matarhjallinn ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Matarhjallans ehf., kt. 690119-1020, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1912068 - Gulaþing 3. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 9. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Gulaþings 3, Auðar Ýrar Sveinsdóttur og Williams S. McDonald Johnstone, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir erindið.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1911767 - Nýbýlavegur 18, LuxApart, Húsaskjól ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 9. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. nóvember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Húsaskjóls ehf., kt. 640300-3450, um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, að Nýbýlavegi 18, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. í reglugerð nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1912146 - Vesturvör 40-48. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 10. desember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Vesturvarar 44-48, Nature Resort ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum veðsetningu í samræmi við framlagt minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1912226 - Vatnsveita Kópavogs, vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og í Bláfjöllum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 9. desember, lagt fram erindi um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu og í Bláfjöllum. Á grundvelli samþykktar samráðshóps um nýjar grunnvatnsrannsóknar á Bláfjallasvæðinu er lagt til við bæjarráð að samþykkt verði þátttaka Vatnsveitu Kópavogs í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum þátttöku í verkefninu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1908719 - Notkun á metani. Óskað eftir formlegri afstöðu Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. desember, lögð fram umsögn f.h. sviðsstjóra umhverfisssviðs um erindi Sorpu um notkun metans hjá sveitarfélaginu, ásamt minnisblaði um tillögur að útskiptingu bílaflota bæjarins fyrir umhverfisvæna orkugjafa.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að fela umhverfissviði að vinna greiningu og gera tillögu að útskiptiáætlun í samræmi við framlagt minnisblað.

Bókun:
"Undirrituð telur mikilvægt að bæjarstjórn móti heildstæða innkaupastefnu þar sem tekið verði tillit til víðtækra umhverfis- og loftslagssjónarmiða áður en útskiptiáætlun til margra ára verði unnin af umhverfissviði."

Ýmis erindi

8.1912158 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir (viðaukar), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

9.1912175 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. desember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, stjórnartillaga.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

10.1912173 - Til umsagnar: Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024, 434. mál

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. desember, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, stjórnartillaga.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

11.1912069 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 4. desember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (öldungaráð), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

12.1912239 - Styrkbeiðni vegna rekstur Aflsins 2020

Frá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 6. desember, lögð fram styrkbeiðni til starfseminnar vegna ársins 2020.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

13.1912051 - Fundargerð 251. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 02.12.2019

Fundargerð í 69 liðum.
Lagt fram.
Fundarhlé hófst kl. 9:06, fundi fram haldið kl. 9:07.

Fundargerð

14.1911028F - Íþróttaráð - 97. fundur frá 03.12.2019

Fundargerð í 9 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

15.1911027F - Menntaráð - 53. fundur frá 03.12.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lögð fram.

Fundargerðir nefnda

16.1912093 - Fundargerð nr.876 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.11.2019

Fundargerð í 43 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.1912041 - Fundargerð 309. fundar stjórnar Strætó frá 30.08.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.1912042 - Fundargerð 310. fundar stjórnar Strætó frá 20.09.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1912043 - Fundargerð 311. fundar stjórnar Strætó frá 11.10.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.1912044 - Fundargerð 312. fundar stjórnar Strætó frá 28.10.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1912045 - Fundargerð 313. fundar stjórnar Strætó frá 22.11.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

22.1912004F - Velferðarráð - 55. fundur frá 09.12.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:29.