Bæjarráð

2981. fundur 05. desember 2019 kl. 08:15 - 08:50 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1911704 - Reglur um eftirlitsmyndavélar

Frá bæjarstjóra, dags. 26. nóvember 2019, lögð fram drög að reglum um notkun eftirlitsmyndavéla hjá stofnunum bæjarins. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 28. nóvember sl. Einnig lögð fram MÁP greining, dags. 3. desember 2019, og drög að lista um heimild til að skoða upptökur úr öryggismyndavélum.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um notkun eftirlitsmyndavéla.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1809655 - Jafnlaunastefna Kópavogsbæjar

Frá starfsmannastjóra, lögð fram til samþykktar uppfærð jafnlaunastefna Kópavogsbæjar vegna jafnlaunavottunar.
Bæjarráð samþykkir framlagða jafnlaunastefnu fyrir Kópavogsbæ.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1908223 - Styrkbeiðni vegna afrekssviðs við Menntaskólann í Kópavogi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 27. nóvember, lögð fram umsögn um styrkbeiðni Menntaskólans í Kópavogi vegna afrekssviðs námsbrautar.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til umsagnar og vísar málinu til afgreiðslu menntasviðs.

Ýmis erindi

4.1912027 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember, lagt fram erindi þar sem sveitarfélög eru hvött til að laga samþykktir sínar til samræmis við breytingar á lögum og reglugerðum um mat á umhverfisáhrifum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Ýmis erindi

5.1911880 - Beiðni um styrk vegna útgáfu á táknmálsappi

Frá Félagi heyrnalausra, dags. 21. nóvember, lögð fram beiðni um styrk vegna útgáfu á táknmálsappi.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu velferðarsviðs með fjórum atkvæðum og hjásetu Karenar E. Halldórsdóttur.

Bókun:
"Hugmyndin er góð og hvet ég félagið til að sækja styrkja t.a.m. til Nýsköpunarsjóðs"
Karen E. Halldórsdóttir.

Ýmis erindi

6.1911877 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutana úr Jöfnunarsjóði), 391. mál.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 29. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og sveitarstjórnarlögum (forsendur úthlutunar úr Jöfnunarsjóði), stjórnarfrumvarp.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Fundargerð

7.1911025F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 73. fundur frá 28.11.2019

Fundargerð í 5 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

8.1911013F - Skipulagsráð - 64. fundur frá 02.12.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 1907164 Brattatunga 1-9. Stækkun lóða.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var afgreiðslu málsins frestaði og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Fimmtudaginn 26. september 2019 var haldin samráðsfundur með lóðarhöfum Bröttutungu 1-9 þar sem rætt var ósamræmi í lóðablöðum og lóðamörkum. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 dags. 7. október 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 fyrir lóðarhöfum Bröttutungu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, Digranesvegi 78, 80, Hlíðarvegi 57, 61 og 66. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2019. Ábendingar bárust á kynningartímanum og búið er að bregðast við þeim. Niðurstaða Skipulagsráð - 64 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði settar ákveðnar kvaðir í lóðaleigusamning. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 8.6 1909366 Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaks, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur.
    Auk þess er óskað eftir að fá heimild til að breyta núverandi bílgeymslu í studíó íbúð. Alls verða þá þrjár íbúðir í húsinu og íbúafjöldi verða 6-8 manns. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júlí 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 64 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 08:50.