Bæjarráð

2968. fundur 05. september 2019 kl. 08:15 - 12:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Helga Hauksdóttir varamaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varamaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.19081149 - Kaup á tækjum í móttökustöð Sorpu

Framkvæmdastjóri Sorpu mætir til fundar til að ræða kaup á tækjum í móttökustöð Sorpu. Málið var á dagskrá í framlagðri fundargerð Sorpu frá 19. júlí sl. og óskaði bæjarráð í kjölfarið eftir því að framkvæmdastjóri Sorpu kæmi á fund ráðsins.
Fundarhlé hófst kl. 9:00, fundi fram haldið kl. 9:02.
Fundarhlé hófst kl. 9:17, fundi fram haldið kl. 9:18.

Lagt fram.

Gestir

  • Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.19081231 - 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2019

Frá fjármálastjóra, farið yfir 6 mánaða uppgjör Kópavogsbæjar 2019.
6 mánaða uppgjör lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 09:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.1711235 - Samþykkt um öryggismál

Frá starfshópi um öryggismál hjá Kópavogsbæ, dags. 19. júlí lögð fram greinargerð starfshópsins ásamt tillögu að samþykkt um öryggismál fyrir Kópavogsbæ.
Fundarhlé hófst kl. 10:10, fundi fram haldið kl. 10:18.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Harpa Hallsdóttir mannauðssérfræðingur - mæting: 10:19
  • Svavar Ólafur Pétursson, umhverfissviði - mæting: 10:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1907461 - Tenging Hnoðraholtsbrautar við Hnoðraholt við Arnarnesveg. Beiðni um umsögn

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. september, lögð fram umsögn um erindi Skipulagsstofnunar frá 25. júlí um tengingu Hnoðraholtsbrautar í Garðabæ við Arnarnesveg.
Bæjarráð samþykkir umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs og gerir ekki athugasemdr við erindi Skipulagsstofnunnar frá 25. júlí um tengingu Hnoðraholtsbrautar í Garðabæ við Arnarnesveg.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1907173 - Útboð - Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 2. september, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða.
Bæjarráð samþykkir að veita umbeðna heimild til úboðs á akstursþjónustu í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Gestir

  • Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:52
  • Stefán L. Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 10:52

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.19081219 - Nýbýlavegur 20, KK veitingar Kínahofið. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 2. september, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn KK veitinga ehf., kt. 670710-0680, um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Nýbýlavegi 20, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.1907440 - Dalvegur 16a. Tilkynning varðandi eignaspjöll og ólöglegar byggingaframkvæmdir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 2. september, lögð fram umsögn varðandi Dalveg 16.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.1909107 - Samráðsverkefni Kópavogsbæjar

Frá verkefnastjóra íbúatengsla, dags. 3. september, lagt fram minnisblað um samráðsverkefni Kópavogsbæjar.
Lagt fram.

Gestir

  • Sigrún María Kristinsdóttir verkefnastjóri íbúatengsla - mæting: 11:12
  • Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar - mæting: 11:12

Ýmis erindi

9.1908775 - Leigusamningar við Brynju hússjóð ÖBÍ 2019. Útreiknað framlag vegna jöfnunaraðgerða

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 19. ágúst, lagt fram erindi um framlag frá Jöfnunarsjóði vegna leigusamninga sem ríkið hafði gert áður en málefni fatlaðs fólks voru flutt frá ríki til sveitarfélaga.
Lagt fram.

Ýmis erindi

10.1908719 - Notkun á metani. Óskað eftir formlegri afstöðu Kópavogsbæjar

Frá Sorpu, dags. 19. ágúst, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til notkunar á metani.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

11.1909051 - Breyting á fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar Sorpu. Lántaka

Frá Sorpu, dags. 2. september, lagt fram erindi vegna breyttrar fjárfestinga- og fjármögnunaráætlunar SORPU bs.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

12.1909084 - Óskað eftir styrk vegna endurbóta í Kórnum

Frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 2. september, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk vegna endurbóta í Kórnum.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerð

13.1908007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 273. fundur frá 16.08.2019

Fundargerð í 7 liðum
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.19081074 - Fundargerð 248. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.08.2019

Fundargerð í 65 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

15.1908008F - Íþróttaráð - 94. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð íþróttaráðs í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.1908002F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 72. fundur frá 08.08.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.
  • 16.1 1811071 Jafnréttisáætlun Kópavogs 2018-2022
    Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar ásamt aðgerðalista. Niðurstaða Jafnréttis- og mannréttindaráð - 72 Jafnréttis- og mannréttindaráð felur jafnréttisráðgjafa að senda drög að jafnréttisáætlun til umsagnar.

Fundargerðir nefnda

17.1906014F - Lista- og menningarráð - 103. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

18.1908005F - Menntaráð - 45. fundur frá 20.08.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.1908001F - Skipulagsráð - 57. fundur frá 02.09.2019

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 19.6 1904103 Nónhæð. Arnarsmári 36-40. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 undir bílastæðum innan lóðar. Flatarmál fyrirhugaðrar bílageymslu er áætlað um 1.400 m2 og gert er ráð fyrir 24 bílastæðum. Greinargerð og skýringaruppdráttur dags. 19. mars 2019. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu tillögunnar. Á fundi skipulagsráðs 29. apríl 2019 var tillagan lögð fram að nýju. Enn fremur var lögð fram "Álitsgerð vegna bílageymslu í fjölbýli á Nónhæð í Kópavogi" unnin af Sigfúsi Aðalsteinssyni, löggilts fasteignasala, dags. 23. apríl 2019. Var afgreiðslu málsins frestað.

    Lögð fram tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nónhæðar, Arnarsmára 36-40. Í breytingunni felst að bílakjallara er komið fyrir við hús A, Arnarsmára 36-40 fyrir 31 bíl og 34 bíla ofanjarðar. Í tillögunni felst jafnframt að lóðarmörk Arnarsmára 36-40 breytast þannig að 10 bílastæði við aðkomugötu að leiksskólanum Arnarsmára verða á bæjarlandi þ.e. er utan lóðarinnar. Hlutfall bílastæða á íbúð við Arnarsmára 36-40 hækkar úr 1,25 í 1,6. Tillaga er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 19. júlí 2019. Einnig lagt fram erindi formanns íbúasamtakanna Betri Nónhæð dags. 15. júlí 2019 og 12. ágúst 2019. Þá lagt fram erindi Ómars R. Valdimarssonar lögmanns fh. lóðarhafa dags. 9. ágúst 2019 ásamt samantekt Basalt arkitekta á bílastæðamálum við lóðir A, B og C í Nónhæð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu Basalt arkitekta dags. 19. júlí 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 19.8 1901656 Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins. Mótvægisaðgerðir vegna Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar.
    Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar, dags. 24. janúar 2019 þar sem óskað er eftir afstöðu Kópavogsbæjar til fyrirhugaðrar lokunar Bláfjallavegar nr. 417-02. Lokunin mun ná frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Afgreiðslu málsins var frestað.

    Lagt fram erindi Ernu Báru Hreinsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Vegagerðarinnar dags. 8. febrúar 2019 þar sem óskað er eftir áliti Kópavogsbæjar um lokun syðri hluta Bláfjallavegar fyrir almennri umferð, frá gatnamótum Bláfjallavegar og Bláfjallaleiðar og suður undir hellinn Leiðarenda. Í erindinu kemur m.a. fram að fyrirhuguð lokun verður framkvæmd með slám og síðan verði áhrif framkvæmdarinnar á umferð metin m.t.t. þess hvort loka eigi umræddum kafla Bláfjallavegar með öðrum hætti. Erindinu fylgir jafnframt tímasett aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar sem er liður í mótvægisaðgerðum vegna umferðar á Bláfjallasvæðinu með tilliti til vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Skipulagsráð fellst á að syðri hluti Bláfjallavegar nr. 417-02 verði lokað fyrir umferð bíla frá stöð 11.600 í vestri (við hellinn Leiðarenda) að vegamótum við Bláfjallaleið. Lokunin er liður í aðgerðum og úrbótum á Bláfjallavegi (þjóðvegur) innan vatnsverndarsvæðisins sem taldar eru æskilegar til að lágmarka áhættu af umferð innan þess. Skipulagsráð tekur undir með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði að þörf sé á frekara umhverfis- og áhættumati á umræddum vegkafla og að það liggi fyrir eigi síðar en í árslok 2021. Að því loknu verði teknar ákvarðanir um framtíð vegarins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 19.16 1710512 Álfnesvík Reykjavík. Tillögur að breyttu svæðisskipulagi og breyttu aðalskipulagi og tillaga að deiliskipulagi. Efnisvinnslusvæði.
    Lagt fram erindi Reykjavíkurborgar, umhverfis- og skipulagssviðs dags. 30. ágúst 2019 um tillögur að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, sbr. 24 gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík sbr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Í tillögu að breyttu svæðisskipulagi felst stækkun svæðisins og færslu vaxtarmarkanna til suðvesturs við Álfsnesvík innan Reykjavíkur þannig að rými verði fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis. Í tillögu að breyttu aðalskipulagi er afmarkaður um 10 ha reitur fyrir iðnaðarsvæði I6 efnisvinnslusvæði og færsla á stofnstíg sbr. uppdrátt og greinargerð. Í tillögu að deiliskipulag kemur fram nánari afmörkun fyrirhugaðs efnisvinnslusvæðis, landfylling og dæmi um hvernig byggingar, setlón, efnishaugar og tæki geta verið staðsett á landfyllingu ásamt viðlegukanti. Athugasemdafrestur er til 11. október 2019.

    Niðurstaða Skipulagsráð - 57 Lagt fram og kynnt.
    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttri afmörku vaxtarmarka svæðisskipulagsins í Álfnesvík sbr. ofangreinda tillögu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. ágúst 2019. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

20.1908753 - Fundargerð 183. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.8.2019

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.1908793 - Fundargerð 473. fundar stjórnar SSH frá 19.8.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

22.1908834 - Fundargerð 308. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.8.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

23.1909052 - Fundargerð 412. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 2.9. 2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

24.1909131 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa BF Viðreisnar varðandi úttektir á starfsemi Sorpu

Frá bæjarfulltrúa BF Viðreisnar, Theódóru Þorsteinsdóttur, dags. 3. september, lögð fram tillaga varðandi úttektir á starfsemi Sorpu.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Sorpu bs.

Fundi slitið - kl. 12:00.