Bæjarráð

2957. fundur 09. maí 2019 kl. 08:15 - 10:32 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1905003 - Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1903482 - Skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Tillaga frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisnar.

Frá bæjarstjóra, dags. 7. maí, lagt fram minnisblað vegna tillögu um skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem vísað var til umsagnar hans í bæjarráði þann 21. mars sl.
Lagt fram.
Bókun:
"Fulltrúar Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar fagna því að Kópavogsbær innleiði þrettánda heimsmarkmiðið um aðgerðir í loftslagsmálum, og ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði þar með að finna í allri stefnumótun og skipulagi.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Pétur Hrafn Sigurðsson og Einar Örn Þorvarðarson."

Bókun:
"Tökum undir ofangreinda bókun.
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ý. Johnson
Birkir J. Jónsson"

Fundargerðir nefnda

3.1904018F - Öldungaráð - 8. fundur frá 02.05.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.1905083 - Fundargerð 181. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1904998 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.03.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1904016F - Skipulagsráð - 51. fundur frá 06.05.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
  • 6.5 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b, dags. 2. maí 2019 þar sem óskað er eftir að tillaga Rafaels Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi framangreindra lóða verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulagsráði. Í tillögunni felst að í stað tveggja lóða fyrir einbýlishús á 1-2 hæðum og nýtingarhlutfalli 0,38 er gert ráð fyrir þremur parhúsum á 2 hæðum. Hver íbúð er áætluð um 180 m2 að samanlögðum gólffleti. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,57. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 51 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 6.8 1803757 Hundagerði í Kópavogi
    Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar nr. 114 dags. 8. apríl 2019 var kynnt tillaga að hundasvæði í Kópavogi, staðsett á svæði við göngustíga neðan Álfatúns. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna og vísaði til umsagnar Skipulagsráðs. Niðurstaða Skipulagsráð - 51 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austurhluta Fossvogsdals sbr. ofangreint. Tillagan verði kynnt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

7.1904019F - Barnaverndarnefnd - 93. fundur frá 30.04.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.
  • 7.7 1903870 Sameiginleg bakvakt vegna barnaverndar
    Lagt fyrir bæjarráð beiðni um staðfestingu á áframhaldandi samstarfi barnaverndar Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar um sameiginlega bakvakt sveitarfélagana.
    Barnaverndarnefnd Kópavogs samþykkti áframhaldandi samstarf fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 30. apríl 2019
    Niðurstaða Barnaverndarnefnd - 93 Barnaverndarnefnd samþykkir endurnýjun samkomulags um sameiginlega Bakvakt Kópavogs, Hafnafjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti.
    Formaður nefndarinnar undirritar umboð til starfsmanna til að sinna sameiginlegri bakvakt dags. 30. apríl 2019.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir samhljóða endurnýjun samkomulags um sameiginlega bakvakt.

Fundargerðir nefnda

8.1904015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 266. fundur frá 17.04.2019

Fundargerð í 17. liðum.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

9.19031056 - Heimsendi 1, ósk um kaup á eignarhluta Kópavogsbæjar.

Frá Jónínu Hólmfríði Haraldsdóttur, dags. 30. apríl, lagt fram erindi um kaup á eignarhluta bæjarins í hesthúsinu að Heimsenda 1.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

10.19041012 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á svið barnaverndar 2019-2022, 771. mál

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022 (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

11.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018

Frá fjármálastjóra, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir nóvember og desember 2018.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:40

Ýmis erindi

12.1905006 - Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 30. apríl, lögð fram tilkynning um að Grænbók um stefnu ríkisinsn í málefnum sveitarfélaga hafi verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

13.18031274 - Sala- Smára- og Hörðuvallaskóli, myndavélakerfi. myndavélar

Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar uppsetningar öryggismyndavéla í Sala, Smára- og Hörðuvallaskóla. Einnig lagt fram að nýju erindi sviðsstjóra umhverfissviðs með tillögu um uppsetningu öryggismyndavélakerfis frá 5. mars.
Bæjarráð samþykkir samhljóða uppsetningu myndavélakerfis utandyra, þar með talið við anddyri, í öryggis- og eignavörsluskyni.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1902301 - Rammasamningur. Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið 2019-2022

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. maí, lagðar fram niðurstöður rammasamningsútboðs vegna þjónustu verktaka fyrir umhverfissvið. Lagt er til að gerður verði rammasamningur við verktaka í samræmi við framlagt erindi.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan rammasamning.

Gestir

  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1903952 - Tóna- og Turnahvarf, staða framkvæmda á lóðum.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. maí, lagt fram erindi um stöðu framkvæmda á lóðum í Tóna- og Turnahvarfi.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1905057 - Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál

Frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, lagt fram erindi um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð eru til kaup húsnæðis að Ögurhvarfi 4a og útleiga til tónlistarskólans í kjölfarið.
Málinu frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1905095 - Álalind 18-20. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 7. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 18-20, Glaðsmíði ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1903381 - Funaholt nr. 8 og nr. 9. Innlausn.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram erindi JSG lögmannsstofu dags. 6. mars varðandi hesthúsin Funaholt 8 og 9. Bæjarlögmaður fór yfir tillögu að lausn málsins í samræmi við erindi bréfritara á síðasta fundi bæjarráðs þann 2. maí sl. Samþykkti bæjarráð að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Fundarhlé hófst kl. 9:46, fundi framhaldið kl. 10:02

Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur atkvæðum og hjásetu Péturs H. Sigurðssonar og Einars Ö. Þorvarðarsonar og felur bæjarlögmanni að ljúka málinu.

Bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Pírata og BF Viðreisnar geta ekki samþykkt uppkaup á ónýtu hesthúsi á Glaðheimasvæðinu fyrir einbýlishúsaverð. Hér er verið að setja endapunkt á hörmulega vegferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hófst með því að bjarga uppkaupsmönnum á hesthúsum á svæði hestamannafélagsins Gusts á árinu 2006. Þessi vegferð hefur vægt áætlað, kostað Kópavogsbæ tæplega 6 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, fyrir kaup á landi sem var þrátt fyrir allt í eigu Kópavogsbæjar. Er leitun að annarri framkvæmd sveitarfélags á Íslandi sem hefur skilað álíka tapi.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Einar Ö. Þorvarðarson
Pétur H. Sigurðsson"

Bókun:
"Það er eins og að eiga framtíðarbók í traustum banka að eiga Glaðheimalandið í Kópavogi. Nú þegar hefur verið úthlutað lóðum fyrir um 330 íbúðir í fyrsta áfanga og er flutt inn í stóran hluta þeirra. Úthlutunin í þessum fyrsta áfanga gaf tæplega 1,4 milljarða króna í bæjarsjóð auk gatnagerðargjalds, þessu til viðbótar munu tekjur af svæðinu nema ríflega hálfum milljarði á ári hverju inn í framtíðina í formi útsvars og fasteignagjalda. Næsta úthlutun í öðrum áfanga mun gefa í kringum 1,5 milljarð og að sama skapi ríflega hálfan milljarð í tekjur ár hvert. Samtals eru þetta því tæpir þrír milljarðar í úthlutun byggingaréttar og ríflega milljarður í tekjur ár hvert. Ekki er ljóst hverju áfangar 3 og 4 munu skila en þar er um talsverðar fjárhæðir að ræða. Þá er bókfært verð Glaðheimasvæðisins í dag 2,5 milljarðar króna. Þá er rétt að benda á að árið 1988 þegar hreinn meirihluti vinstri flokkanna var við völd í Kópavogi var gerður 50 ára samningur við hestamenn um Glaðheimasvæðið sem sýnir hversu skammt var hugsað.
Ármann Kr. Ólafsson
Karen E. Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Birkir J. Jónsson"

Fundarhlé hófst kl. 10:07, fundi fram haldið kl. 10:12.

Bókun:
"Vissulega mun Glaðheimalandið skila Kópavogsbæ tekjum til framtíðar. Gagnrýnin snýr að því að landið var keypt fyrir allt of háar fjárhæðir á sínum tíma. Ef rétt hefði verið staðið að málum hefðu tekjur Kópavogsbæjar orðið umtalsvert meiri.
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Einar Ö. Þorvarðarson
Pétur H. Sigurðsson"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

19.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun

Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Stefán Loftur Stefánsson, mætir á fund bæjarráðs og gerir grein fyrir stöðu mála.
Fundarhlé hófst kl. 8:51, fundi fram haldið kl. 9:20.

Lagt fram.

Gestir

  • Stefán Loftur Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:50
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

20.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019

Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir janúar 2019.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:40

Fundi slitið - kl. 10:32.