Dagskrá
Ýmis erindi
1.1905003 - Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (stjórnarfrumvarp).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1903482 - Skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Tillaga frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisnar.
Frá bæjarstjóra, dags. 7. maí, lagt fram minnisblað vegna tillögu um skipan starfshóps um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem vísað var til umsagnar hans í bæjarráði þann 21. mars sl.
Fundargerðir nefnda
3.1904018F - Öldungaráð - 8. fundur frá 02.05.2019
Fundargerðir nefnda
4.1905083 - Fundargerð 181. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2019
Fundargerðir nefnda
5.1904998 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.03.2019
Fundargerðir nefnda
6.1904016F - Skipulagsráð - 51. fundur frá 06.05.2019
Fundargerð í 9. liðum.
6.5
1810762
Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 51
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
6.8
1803757
Hundagerði í Kópavogi
Niðurstaða Skipulagsráð - 51
Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austurhluta Fossvogsdals sbr. ofangreint. Tillagan verði kynnt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fundargerðir nefnda
7.1904019F - Barnaverndarnefnd - 93. fundur frá 30.04.2019
Fundargerð í 8. liðum.
7.7
1903870
Sameiginleg bakvakt vegna barnaverndar
Niðurstaða Barnaverndarnefnd - 93
Barnaverndarnefnd samþykkir endurnýjun samkomulags um sameiginlega Bakvakt Kópavogs, Hafnafjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti.
Formaður nefndarinnar undirritar umboð til starfsmanna til að sinna sameiginlegri bakvakt dags. 30. apríl 2019.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir samhljóða endurnýjun samkomulags um sameiginlega bakvakt.
Fundargerðir nefnda
8.1904015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 266. fundur frá 17.04.2019
Ýmis erindi
9.19031056 - Heimsendi 1, ósk um kaup á eignarhluta Kópavogsbæjar.
Frá Jónínu Hólmfríði Haraldsdóttur, dags. 30. apríl, lagt fram erindi um kaup á eignarhluta bæjarins í hesthúsinu að Heimsenda 1.
Ýmis erindi
10.19041012 - Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á svið barnaverndar 2019-2022, 771. mál
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 30. apríl, lögð fram til umsagnar þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022 (stjórnarfrumvarp).
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
11.1803584 - Mánaðarskýrslur 2018
Frá fjármálastjóra, lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir nóvember og desember 2018.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:40
Ýmis erindi
12.1905006 - Grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda
Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 30. apríl, lögð fram tilkynning um að Grænbók um stefnu ríkisinsn í málefnum sveitarfélaga hafi verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
13.18031274 - Sala- Smára- og Hörðuvallaskóli, myndavélakerfi. myndavélar
Frá rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, lagt fram minnisblað vegna fyrirhugaðrar uppsetningar öryggismyndavéla í Sala, Smára- og Hörðuvallaskóla. Einnig lagt fram að nýju erindi sviðsstjóra umhverfissviðs með tillögu um uppsetningu öryggismyndavélakerfis frá 5. mars.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
14.1902301 - Rammasamningur. Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið 2019-2022
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 7. maí, lagðar fram niðurstöður rammasamningsútboðs vegna þjónustu verktaka fyrir umhverfissvið. Lagt er til að gerður verði rammasamningur við verktaka í samræmi við framlagt erindi.
Gestir
- Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
15.1903952 - Tóna- og Turnahvarf, staða framkvæmda á lóðum.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. maí, lagt fram erindi um stöðu framkvæmda á lóðum í Tóna- og Turnahvarfi.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1905057 - Tónlistarskólinn Tónsalir, húsnæðismál
Frá fjármálastjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 7. maí, lagt fram erindi um húsnæðismál tónlistarskólans Tónsala þar sem lögð eru til kaup húsnæðis að Ögurhvarfi 4a og útleiga til tónlistarskólans í kjölfarið.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1905095 - Álalind 18-20. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 7. maí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 18-20, Glaðsmíði ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
18.1903381 - Funaholt nr. 8 og nr. 9. Innlausn.
Frá bæjarlögmanni, lagt fram erindi JSG lögmannsstofu dags. 6. mars varðandi hesthúsin Funaholt 8 og 9. Bæjarlögmaður fór yfir tillögu að lausn málsins í samræmi við erindi bréfritara á síðasta fundi bæjarráðs þann 2. maí sl. Samþykkti bæjarráð að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1812353 - Kársnesskóli við Skólagerði - Hönnun
Deildarstjóri framkvæmdadeildar, Stefán Loftur Stefánsson, mætir á fund bæjarráðs og gerir grein fyrir stöðu mála.
Gestir
- Stefán Loftur Stefánsson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:50
- Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1905121 - Mánaðarskýrslur 2019
Frá fjármálastjóra, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir janúar 2019.
Gestir
- Ingólfur Arnarson fjármálastjóri - mæting: 08:40
Fundi slitið - kl. 10:32.