Bæjarráð

2945. fundur 07. febrúar 2019 kl. 08:15 - 08:35 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Birkir Jón Jónsson formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson varamaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1901920 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, 306. mál. Umsagnarbeiðni

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóður aldraðra), þingmannamál.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

2.1901904 - Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2019

Fundargerð í 40. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

3.1901906 - Fundargerð 866. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2018

Fundargerð í 20. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.1901025F - Skipulagsráð - 44. fundur frá 04.02.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 1811007 Vesturvör. Gatnaskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Í tillögunni felst breytt skipulag göturýmisins. Vegtengingar eru bættar, tveimur hringtorgum er komið fyrir við gatnamót Vesturvarar og Naustavarar annarsvegar og við gatnamót Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar hinsvegar. Við austara hringtorgið er gert ráð fyrir nýrri tengingu til suðurs við Litluvör, undirgöngum vestan hringtorgsins og nýrri gönguleið milli lóðanna við Litluvör 17 og 19 sem tengir saman gönguleiðir sunnan og norðan Vesturvarar. Þá er gert ráð fyrir nýjum hljóðvörnum norðan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar og Naustavarar og bæði norðan og sunnan Vesturvarar milli gatnamóta Vesturvarar Naustavarar og Litluvarar.
    Uppdrættir, greinargerð og skýringarmyndir dags. 3. desember 2018.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.4 1811696 Kársnesbraut 76-84 og Vesturvör 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Kársnesbrautar 76-84 og Vesturvör 7. Í breytingunni felst að Litlavör lengist til vesturs um u.þ.b. 95 metra og tengist fyrirhuguðu nýju hringtorgi á gatnamótum Vesturvarar, Naustavarar og Litluvarar. Gert er ráð fyrir undirgöngum vestan hringtorgsins ásamt nýrri gönguleið milli Litluvarar 15 og 17. Lóðamörk og götuheiti við Litluvör og Kársnesbraut breytast. Lóðirnar Kásnesbraut 76-82a verða Litlavör 15-23. Norðurmörk lóðanna við Litluvör 15-17 færast sunnar, fyrirkomulag aðkeyrslna og byggingarreitur bílageymslu breytist.
    Uppdráttur, greinargerð og skýringarmynd dags. 3. desember 2018.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. febrúar 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.5 1811695 Naustavör 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Naustavarar 1-3(áður Vesturvör 10). Í breytingunni felst að lóðarmörk breytast og minnkar lóðin til allra átta um 2.670 m2 og verður eftir breytingu um 2.100 m2. Lega Naustavarar austan lóðar breytist með tilkomu nýs hringtorgs og aðkoma að lóð ásamt fyrirkomulagi bílastæða breytist. Í stað tveggja fjölbýlishúsa með 9 og 8 íbúðum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir kemur einn byggingarreitur á 4 hæðum og kjallara með 17 íbúðum. Að öðru leiti er vísa í gildandi deiliskipulagsuppdrátt Bryggjuhverfis í Kópavogi, samþykkt í bæjarstjórn 22. mars 2005 m.s.br. birt í B- deild Stjórnartíðinda 7. september 2016.
    Athugasemdafresti lauk 1. febrúar 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.6 1901696 Breytingar á Vesturvör. Matskylda fyrirhugaðra framkvæmda.
    Lögð fram, í samræmi við lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, afstaða Skipulagsstofnunar til matsskyldu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vesturvör, dags. 28. desember 2018. Stofnunin telur að fyrirhugaðar framkvæmdir séu C-flokks framkvæmd sbr. tl. 10.10 í viðauka 1 við lög um mat á umhverfisáhrifum. Ennfremur lögð fram fundargerð Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28. janúar 2019 þar sem m.a. kemur fram í lið 5.4 í fundargerðinni að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd um tillögu að deiliskipulagi göturýmis við Vesturvör milli Hafnarbrautar og Kársnesbrautar, Litluvör og Naustavör. Þá lögð fram tillaga ásamt minnisblaði skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2019 vegna matsskyldu fyrirhugaðra framkvæmda við Vesturvör. Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og greinargerð skipulagstjóra dags. 31. janúar 2019, telur skipulagsráð að áformaðar breytingar á Vesturvör, sem heyra undir tl. 10.10 í 1. viðauka laganna séu ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.7 18061056 Grenigrund 1. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Finns Björgvinssonar arkitekts dags. 11. júní 2018 fyrir hönd lóðarhafa Grenigrundar 1 þar sém óskað er eftir leyfi til að reisa 38 m2 stakstæða bílgeymslu á norðaustur hluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Grenigrund 2a, 3, Furugrund 6, 8 og 10. Athugasemdafresti lauk 13. september 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
    Þá lögð fram ný og breytt tillaga dags. 28. janúar 2019 þar sem komið er til móts við sjónarmið athugasemdaaðila. Gólfkóti fyrirhugaðrar viðbyggingar lækkaður um 0,25 m og heildarhæð lækkuð í 3,128 m. Einnig lagt fram skriflegt samþykki athugasemdaaðila.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.9 1901587 Austurkór, sparkvöllur og stígur. Framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs að framkvæmdaleyfi fyrir sparkvelli og stíg í Rjúpnahæð norðan og vestan við Austurkór 76 til 92 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir Hermanns Georgs Gunnlaugssonar landslagsarkitekts í mkv. 1:200 dags. 31. janúar 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
  • 4.10 1901910 Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Krark arkiteka fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni Urðarhvarfi 8.
    Í breytingunni felst að breyta hluta niðurgrafinnar bílageymslu þar sem fyrir eru 26 bílastæði í geymslurými alls 967 m2. Núverandi fjöldi bílastæða á lóð uppfyllir kröfur um fjölda bílastæða á lóð miðað við 1 stæði á hverja 50 m2 í geymslum og 1 stæði á hverja 35 m2 í verslunar og skrifstofuhúsnæði.
    Heildarfjöldi bílastæða á lóð eftir breytingu eru 390 stæði.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 44 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundargerðir nefnda

5.1901038F - Menntaráð - 36. fundur frá 29.01.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1901032F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 66. fundur frá 24.01.2019

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1901849 - Fundargerð 242. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.01.2019

Fundargerð í 86. liðum.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1901845 - Sunnubraut 30. Óskað eftir lækkun gatnagerðargjalda

Frá þinglýstum eigendum Sunnubrautar 30, dags. 28. janúar, lagt fram erindi um lækkun gatnagerðargjalda Sunnubrautar 30.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

9.1901921 - Tillaga til þingsályktunar, 274. mál, um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þáttöku í íslensku samfélagi, þingmannamál.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1810889 - Fjárhagsáætlun 2019

Frá fjármálastjóra, dags. 5. febrúar, lögð fram til samþykktar breyting á tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignaskatti.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um breytingu á tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignaskatti.

Ýmis erindi

11.1902001 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 356. mál

Frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 31. janúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), þingmannamál.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.1902042 - Ráðstefna Nordic Council of Ministers um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 1. febrúar, lagt fram erindi um ráðstefnu um framtíðarskipan vinnunnar og breytingar á vinnumarkaði sem verður haldin í Hörpu þann 4-5. apríl nk.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.1901856 - Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin

Frá forsætisráðuneyti, dags. 28. janúar, lagt fram erindi um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram.

Ýmis erindi

14.1902020 - Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Frá Íbúðalánasjóði, dags. 1. febrúar, lögð fram reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. Bent er á að frestur sveitarfélaga til að skila inn húsnæðisáætlun sé til 1. mars nk.
Bæjarráð vísar erindinu bæjarstjóra til úrvinnslu.

Ýmis erindi

15.1901851 - Boðun XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars 2019

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar, lagt fram boð á XXXIII. landsþing sambandsins sem fer fram á Grand hótel Reykjavik þann 29. mars nk.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.18082443 - Álfhólsskóli Skólahljómsv. Nýbygging

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 5. febrúar, lagt fram erindi um stöðu á byggingu húsnæðis fyrir skólahljómsveit Kópavogs.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.1902079 - Menntasvið-útboð ræstingar í leikskólum 2019

Frá sviðsstjóra og rekstrarstjóra menntasviðs, dags. 4. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út ræstingarþjónustu í 15 leikskólum bæjarins og heimild til þess að semja við Ríkiskaup um framkvæmd útboðs fyrir hönd Kópavogsbæjar skv. fyrirliggjandi tilboði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til útboðs á ræstingarþjónustu í 15 leikskólum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

18.1711242 - Skjólbraut 11, kæra.

Frá lögfræðideild, dags. 4. febrúar, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 133/2017 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Skjólbrautar 11 sem fól í sér heimild til að fjarlægja einbýlishús á lóðinni og byggja tveggja hæða parhús.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:35.