Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1901424 - Afrit gagna frá úrbótahópnum vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar. Frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.
Frá sviðsstjórum stjórnsýslu-, umhverfis, velferðar- og menntasviðs, lögð fram skýrsla um starf úrbótahópa vegna stefnumótunarvinnu Kópavogsbæjar, sbr. beiðni frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar á fundi bæjarráðs þann 17. janúar sl.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:15
- Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
- Sigríður Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri velferðarsviði - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1901409 - Afgreiðsla erinda og ákvarðanataka um hvaða erindi berast kjörnum fulltrúum. Fyrirspurn frá Pírötum, Samfylkingu og BF Viðreisn.
Frá bæjarritara, dags. 21. janúar, lagt fram svar við fyrirspurn um reglur og ferla sem gilda um afgreiðslu erinda sem berast til bæjarins.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.1901363 - Grassláttur 2019.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 22. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að fara í opið útboð á grasslætti í bænum vegna ársins 2019.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1901173 - Beiðni um undanþágur (undanþágulisti) vegna verkfalls
Frá sérfræðingi í starfsmannadeild, dags. 22. janúar, lögð fram til samþykktar drög 2 að auglýsingu um skrá yfir þau störf hjá Kópavogsbæ sem eru undanskilin verkfallsheimild.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1711324 - Menntasvið-vinnuteymi leikskólastjórnenda um starfsumhverfi leikskóla
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 22. janúar, lögð fram til kynningar aðgerðaáætlun til umbóta í starfsumhverfi leikskóla Kópavogs til framtíðar, með velferð og vellíðan barna að leiðarljósi.
Jafnframt er óskað sérstakrar samþykktar bæjarráðs á fyrirkomulagi skipulagsdaga og stækkun á rými barna í leikskólum Kópavogs.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 09:48
- Sindri Sveinsson, rekstrarstjóri menntasviðs - mæting: 09:48
- Maríanna Einarsdóttir, leikskólaráðgjafi - mæting: 09:48
Fundargerðir nefnda
6.1901014F - Íþróttaráð - 89. fundur frá 10.01.2019
Fundargerðir nefnda
7.1901024F - Leikskólanefnd - 103. fundur frá 17.01.2019
Fundargerðir nefnda
8.1812009F - Lista- og menningarráð - 97. fundur frá 17.01.2019
Fundargerð í 65. liðum.
8.1
1810582
Gerðarsafn leggur fram drög að verklagsreglum um greiðslur til listamanna fyrir sýningarstörf til samþykktar
Niðurstaða Lista- og menningarráð - 97
Varðandi verklagsreglur um greiðslur til listamanna vegna sýningahalds.
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir forstöðumaður Gerðarsafns upplýsti lista- og menningarráð um að Samtök íslenskra myndlistamanna (SÍM) hafi gert samninga við t.d. Reykjavíkurborg, Hafnarfjörð, Akureyri og söfn í eigu ríkisins um samræmdar þóknanir til listamanna.
Lista og menningarráð óskar eftir því að bæjarráð ræði kostnað við sýningarhald í Gerðarsafni sem rúmast ekki innan núverandi fjárhagsáætlunar. Ljóst er að forstöðumaður Gerðasafns þarf að breyta sýningarhaldi fyrir árið 2019 ef fjármögnun og samningar nást ekki við SÍM.
Niðurstaða
Bæjarráð beinir því til lista- og menningarráðs að rekstur Gerðarsafns rúmist innan fjárhagsáætlunar.
Fundargerðir nefnda
9.1901017F - Skipulagsráð - 43. fundur frá 21.01.2019
Fundargerð í 14. liðum.
9.5
1803193
Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 43
Skipulagsráð samþykkir erindið ásamt áorðnum breytingum dags. 21. janúar 2019 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.8
1809231
Tónahvarf 3. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 43
Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.9
1809686
Þinghólsbraut 27. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 43
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.10
1810455
Digranesheiði 39. Kynning á byggingaleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 43
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9.11
1804615
Hlíðarvegur 40. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 43
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
10.1901559 - Fundargerð 178. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 18.01.2019
Fundargerðir nefnda
11.1901580 - Fundargerð 403. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 18.01.2019
Erindi frá bæjarfulltrúum
12.17051880 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi málshraða
Fyrirspurn frá fulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar: Á fundi bæjarráðs þann 8. júní 2017 var samþykkt tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa, um málshraða (mál nr. 17051880). Bæjarráð samþykkti þar að fela bæjarritara og -lögmanni að móta tillögur um meðferð mála sem bæjar- og nefndafulltrúar leggja fram í ráðum og nefndum bæjarins. Þá skyldu einnig mótaðar reglur um tíma sem tekur að svara málum, og gerðar tillögur um form svara sem lögð væru fram við formlegum fyrirspurnum. Er úrvinnslu þessarar tillögu lokið? Ef svo er, hverjar eru umræddar tillögur og reglur?
Erindi frá bæjarfulltrúum
13.1812346 - Boðaþing, hjúkrunarheimili.
Frá bæjarfulltrúum Pírata, Samfylkingar og BF Viðreisnar,
Boðaþing hjúkrunarheimili - Í ljósi dóms Landsréttar frá 21. desember 2018 um að fella beri úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði við því að Framkvæmdasýsla ríkisins léti hönnunarsamkeppni fara fram um hönnun hjúkrunaríbúðanna við Boðaþing í Kópavogi þá óskum við eftir því að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir framvindu málsins.
Pétur Hrafn Sigðursson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Erindi frá bæjarfulltrúum
14.1901642 - Gagnagátt fyrir bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar. Tillaga frá Samfylkingu, BF Viðreisn og Pírötum
Bæjarfulltrúar Samfylkingar, BF Viðreisnar og Pírata leggja til að bæjarráð Kópavogs samþykki að komið verði upp gagnagátt fyrir bæjarfulltrúa Kópavogsbæjar.
Til að skilgreina þarfirnar og mögulega útfærslu óskum við eftir að skipaður verði starfshópur kjörinna fulltrúa, fulltrúa sviða og upplýsingatæknideildar til að útfæra verkefnið.
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi BF Viðreisnar
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata
Fundi slitið - kl. 10:12.
Gestir viku af fundi kl. 8.21.
Formaður lagði til að afgreiðslu yrði frestað og var það samþykkt með atkvæðum Birkis Jóns Jónssonar og Karenar Halldórsdóttur.