Bæjarráð

2803. fundur 07. janúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðrún Jónína Guðjónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í nóvember.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1512861 - Engihjalli 8, Karpaty. Xata ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 29. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Xata ehf., kt. 461205-1190, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús í flokki II, á staðnum Karpaty, að Engihjalla 8, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

3.1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að rammasamkomulagi við Lund fasteignafélag ehf. um þróun og uppbyggingu deiliskipulags Auðbrekku. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

4.1512860 - Hagasmári 1, Smárabíó veitingar. Þrjúbíó ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 29. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þrjúbíó ehf., kt. 451206-0360, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki III, á staðnum Smárabíó veitingar, að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag, en afgreiðslutími er umfram það sem ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015 gerir ráð fyrir. Óskað er eftir opnunartíma til kl. 01:00 virka daga, en lögreglusamþykktin gerir ráð fyrir opnunartíma til 23:30 virka daga. Sveitarstjórn má samþykkja lengi opnunartíma.

5.1512859 - Hagasmári 1, Energia. Við sjálf ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 29. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Við sjálf ehf., kt. 521205-0160, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingahús/kaffihús í flokki II, á staðnum Energia, að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag svietarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

6.1512817 - Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 22. desember, lagt fram erindi þar sem þeim tilmælum er beint til Kópavogshafna að setja ákvæði um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum inn í gjaldskrá hafnarinnar í samræmi við reglugerð nr. 1201/2014 hið allra fyrsta hafi það ekki þegar verið gert.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

7.1512815 - Umsókn um styrk fyrir árið 2016.

Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, dags. 21. desember, lögð fram umsókn um 500.000 kr. styrk til starfseminnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritara til afgreiðslu.

8.1512014 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 23. desember 2015.

34. fundur forvarna- og frístundanefndar í 1. lið.
Lagt fram.

9.1601179 - Losun gróðurhúsalofttegunda. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni um sjálfstæð markmið Kópavogsbæjar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að beina því til umhverfissviðs og umhverfis- og samgöngunefndar að meta hvort og með hvaða hætti Kópavogsbær geti sett sér sjálfstæð markmið, m.t.t. losunar gróðurhúsalofttegunda og minnkunar svokallaðs kolefnisspors, í samræmi við þau markmið sem sett voru á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember síðastliðnum.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

Fundi slitið.