Bæjarráð

2916. fundur 31. maí 2018 kl. 07:30 - 08:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson sat fundinn í stað Hjördísar Ýr Johnson.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1611070 - Álftröð 1, kæra vegna byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 29. maí, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 144/2016 þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs um að samþykkja heimild til að stækka bílageymslu við Álftröð 1.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1701484 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Viðbygging.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. maí, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Álfhólsskóli viðbygging 2018". Lagt er til að öllum tilboðum verði hafnað.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna öllum tilboðum þar sem lægstbjóðandi hefur ekki lagt fram gögn sem óskað var eftir í úboðsgögnum og næsta tilboð er verulega hærra en kostnaðaráætlun.

Ýmis erindi

3.18051045 - Efstaland við Smiðjuveg. Óskað eftir að gerður verði lóðarleigusamningur vegna Efstalands

Frá Magnúsi Bergssyni, eiganda Efstalands við Smiðjuveg, dags. 23. maí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur um Efstaland og að Kópavogsbær vinni tillögu að lóðarmörkum í samvinnu við húseigendur.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

Ýmis erindi

4.18051021 - Ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dags. 18. maí, lagt fram erindi um frest til að skila inn umsókn um styrk úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

Ýmis erindi

5.18051020 - Óskað eftir endurbótum á gólfi í íþróttahúsi HK í Digranesi

Frá HK, dags. 17. maí, lagt fram erindi um ástand gólfs í íþróttahúsi HK í Digranesi.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ýmis erindi

6.1401796 - Ytra mat á grunnskólum, vegna Salaskóla. Eftirfylgni með úttekt.

Frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 23. maí, lagt fram erindi um eftirfylgni með úttekt á Salaskóla.
Lagt fram.

Ýmis erindi

7.18051053 - Þátttaka sveitarfélaga í aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Frá afmælisnefnd, dags. í maí 2018, lagt fram erindi um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.

Lóðarmál

8.1804553 - Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 28. maí, lögð fram umsókn um hesthúsalóðina Markaveg 8 frá Valsteini Stefánssyni. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði á milli þeirra tveggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Rafns Einarssonar.

Bæjarráð hafnar umsókninni með vísan til niðurstöður útdráttar og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Björn Pálson, fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 08:10

Lóðarmál

9.1804779 - Markavegur 8. Umsókn um lóð undir hesthús

Frá bæjarlögmanni, dags. 28. maí, lögð fram umsókn um hesthúsalóðina Markaveg 8 frá Rafni Einarssyni. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði á milli þeirra tveggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Rafns Einarssonar.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Björn Pálson, fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu - mæting: 08:10

Fundargerðir nefnda

10.1805006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 241. fundur frá 09.05.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1804004F - Barnaverndarnefnd - 79. fundur frá 10.04.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.18051148 - Fundargerð 367. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins frá 09.05.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.18051059 - Fundargerð 288. fundar stjórnar Strætó bs. frá 18.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.18051046 - Fundargerð 391. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 23.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1805014F - Velferðarráð - 29. fundur frá 24.05.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 08:15.