Bæjarráð

2908. fundur 22. mars 2018 kl. 07:30 - 10:52 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1801715 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Rauða krossins í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.18031146 - Hönnun á miðsvæði á Kópavogshálsi. Tillaga frá fulltrúum meirihluta bæjarráðs

Tillaga frá fulltrúum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:
"Í aðalskipulagi Kópavogs er Hamraborgarsvæðið skilgreint sem miðsvæði. Eitt af markmiðum skipulagsins er að efla hlutverk svæðisins með tilliti til sérstöðu þess sem miðstöð menningar og stjórnsýslu. Svæðið er í alfaraleið og þar býr og starfar fjöldi fólks.

Lagt er til að miðsvæðið í Hamraborg, allt frá Neðstutröð í austri að Borgarholti og Kópavogskirkju í vestri verði yfirfarið með það í huga að bæta umhverfi þess þ.e. sjálft bæjarrýmið. Nefna má þætti eins og yfirborð stíga, lýsingu (bæði skrautlýsingu og öryggislýsingu), bekki og ruslabiður, listaverk, litanotkun, gróður, girðingar, miðsvæðisgarður við menningarhúsin, leiðarvísum að menningarhúsum og skýrri aðkomuleið að Sundlaug Kópavogs. Um er að ræða hönnun sem myndi draga fólk að menningarhúsum og gera svæðið að kennileiti bæjarins. Meðal annars væri vel til þess fallið að hanna handrið á brýr yfir gjánna sem væru hlutar af heildrænni hönnun og sköpun á kennileitum svæðisins. Hönnun handriða myndi t.d. virka sem aðdráttarafl á miðsvæðið og gefa tóninn um áhugavert svæði.
Þegar farið væri um svæðið gæfi heildræn hönnun til kynna um væri að ræða eitt miðsvæði.

Enn fremur er lagt til að bæjarráð feli skipulags- og byggingardeild að vinna tillögur/hugmyndir sbr. ofangreint í samráði við lista- og menningarráð, umhverfis- og samgöngunefnd og skipulagsráð."
Bæjarráð samþykkir tillöguna með þremur samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tillagan er fín en er takmörkuð að því marki að svæðið ætti að ná til Vallartraðar en ekki Neðstustraðar.
Þannig næðist góður og afmarkaður reitur um miðbæ Kópavogs.
Arnþór Sigurðsson"

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég tel betra að Kópavogsbær leiti út á markaðinn að hugmyndum til að efla hlutverk miðsvæðisins og að þær hugmyndir verði lagðar fyrir skipulagsráð Kópavogsbæjar.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundargerðir nefnda

3.18031088 - Fundargerð 283. fundar stjórnar Strætó bs. frá 09.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt er lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar ársreikningur Strætó bs. 2017 og hins vegar kynning á ársreikningi 2017, dags. 9. mars 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

4.18031089 - Fundargerð 387. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.03.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1802022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 97. fundur frá 12.03.2018

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 5.5 1706372 Kópavogsgöng. Dalvegur 30.
    Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu var lögð fram í skipulagsráði 19. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 27. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Vinnslutillagan var jafnfram kynnt á opnu húsi 30. janúar 2018 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar og 1. febrúar 2018 í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni. Enginn mætti á kynningarnar.

    Tillagan: Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 Lagt fram og kynnt.
    Umhverifs- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að farið verði í hönnun á útfærslu og legu Dalvegar sem fyrst.
  • 5.8 1803101 Hönnunarreglur fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús
    Lögð fram tillaga að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi og felur umhverfissviði að fara yfir stöðuna á uppbyggingarsvæðum Kópavogsbæjar og innleiða hönnunarreglunar.

Fundargerðir nefnda

6.1803003F - Skipulagsráð - 26. fundur frá 19.03.2018

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 1711722 Askalind 5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 29. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Askalind 5. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkar um 27 m2 til norðurs til að koma fyrir stiga- og lyftuhúsi.
    Byggingarreitur hækkar einnig um 0,7 m á tilgreindum stað ásamt því að fara 2,5 m inn á núverandi þak. Hámarkshæð viðbyggingarinnar er 9,7 m.
    Bílastæði eru færð nær götu og eru þá 0,8 m frá lóðamörkum.
    Einnig er gert ráð fyrir tveimur rýmum í lokunarflokki B (bygging eða hluti hennar sem er lokuð að ofan en opin á hliðum að hluta eða öllu leyti) á austur- og vesturhlið byggingarinnar og svölum þar ofaná.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500.
    Kynningartíma lauk 9. mars 2018, engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 6.9 1711333 201 Smári. Sunnusmári 1-17. Reitur A08 og A09. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
    Kynningartíma lauk 19. mars 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 6.11 1803970 Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
    Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið um úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt skýringarmyndum dags. 9. mars 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 6.15 1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
    Lögð fram til lokaafgreiðslu breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu dag. í mars 2018. Tillagan var auglýst 29. nóvember 2017. Kynningartíma lauk 17. janúar 2018, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram viðbrögð við athugasemdum og umhverfisskýrsla dags. í mars 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 framlagða tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040: hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína dags. mars 2018 og umhverfisskýrslu VSÓ dags. í febrúar 2018 ásamt framlagðri greinargerð: viðbrögð við athugasemdum og ábendingum við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu, VSÓ dags. í febrúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 6.16 1802372 Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.
    Lagt fram erindi samtaka sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar á verklýsingu vegan breytingar á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 dags. í desember 2017. Breytingin felst í útvíkkun á vakstamörkum við Álfsnesvík til samræmis við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um afmörkun svæðis undir efnisvinnslu Björgunar sem kynnt var fyrr á þessu ári. Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

7.1803980 - Ársreikningur Sorpu bs. 2017

Frá Sorpu, dags. 14. mars, lagður fram ársreikningur Sorpu árið 2017.
Lagt fram.

Ýmis erindi

8.1803985 - Aðstaða endurvinnslustöðvar Sorpu og sveitarfélaganna að Dalvegi í Kópavogi

Frá Sorpu, dags 12. mars, lagt fram erindi er varðar aðstöðu endurvinslustðvar Sorpu og sveitarfélaganna að Dalvegi í Kópavogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra og stjórnar SSH.

Ýmis erindi

9.1803880 - Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

10.1802599 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

11.1803516 - Hamraborg 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn SOS-barnaþorpa um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

12.1803889 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn R.M.Heklu, félag, um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

13.1802700 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts, f. árið 2017

Lögð fram umsókn R.M.Heklu, félag, um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1710156 - Ný persónuverndarlöggjöf 2018

Frá bæjarritara, dags. 16. mars, lagt fram minnisblað um tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum og vísar afgreiðslu viðauka til bæjarstjórnar.

Ýmis erindi

15.1801667 - Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Lionsumdæmis á Íslandi um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

16.1803705 - Funalind 2. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Leikfélags Kópavogs, um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

17.1802075 - Hamraborg 10. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

18.1803664 - Gullsmári 9. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Félags eldri borgara í Kópavogi um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

19.1803891 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram umsókn Bindindissamtakanna IOGT, um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Ýmis erindi

20.1802699 - Víkurhvarf 1. Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts, f. árið 2017

Lögð fram umsókn Bindindissamtakanna IOGT, um styrk til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

21.18031087 - Vesturvör 40-42 og 44-48 - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðirnar Vesturvör 40-48.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 10:35
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

22.18031086 - Bakkabraut 9,11,13,15,17,19,21 og 23 - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðirnar Bakkabraut 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23 (áður Bakkabraut 9).
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 10:15
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

23.18031085 - Arnarsmári 36/Nónhæð - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu

Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðina Arnarsmára 36 vegna uppbyggingu á Nónhæð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Pálmi Þór Másson, bæjarlögmaður - mæting: 10:13
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 10:13

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

24.1704446 - Bílastæðasjóður Kópavogsbæjar

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 12. mars, lagt fram erindi er varðar skipan bílastæðanefndar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að umhverfis- og samgöngunefnd vinni verkefni bílastæðanefndar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

25.1710626 - Formleg beiðni Breiðabliks um gervigras við Fífuna

Frá starfshópi sviðsstjóra stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs, dags. 6. mars, lögð fram umsögn til bæjarráðs um erindi Breiðabliks um ósk um að nýr gervigrasvöllur verði byggður vestan við Fífuna. Helstu tillögur eru að gervigras í Fagralundi verði endurnýjað og upphitað, gervigrasvöllur við Kór verði flóðlýstur og hitakerfi tengt og við endurnýjun Kópavogsvallar verði lagt mat á kosti þess að leggja gervigras á völlinn.
Hlé var gert kl. 9:15. Fundi var fram haldið kl. 9:18.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi tillögu:
"Fyrir liggur umsögn starfsmanna Kópavogsbæjar þar sem fram kemur að Kópavogsvöllur, sem er frá árinu 1974, er kominn á tíma og þarfnast endurnýjunar. Á grundvelli upplýsinga sem kemur fram í umsögninni óskar bæjarráð eftir nánari greiningu á kostum og göllum þess að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Komi til þess að völlurinn verði lagður gervigrasi við þá endurnýjun hefur vetraraðstaða iðkenda Breiðabliks verið bætt með sambærilegum hætti og með byggingu nýs vallar vestan við Fífu. Þá er sá kostur jafnframt hagkvæmur fyrir Kópavogsbæ þar sem stofn- og rekstrarkostnaður við Kópavogsvöll sparast.

Með vísað til niðurstöðu úttektar VSÓ á aðstöðu Breiðabliks, sem unnin var fyrir Kópavogsbæ, þá er afar brýnt að bæta aðstöðu iðkenda félagsins. Bæjarráð leggur því til nánari greiningu á kostum og göllum þess að leggja völlin gervigrasi. Niðurstaða þeirrar vinnu skal liggja fyrir í apríl mánuði. Haft verði samráð við Breiðablik um þessa greinargerð.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
"Undirritaðir leggja til að bæjarráð samþykki breytingu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2018. Breytingin felur í sér að veita þeim 140 milljónum, sem eru í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til endurnýjunar á gervigrasvelli við Fagralund, til byggingar á nýjum upphituðum og upplýstum gervigrasvelli vestanmegin við Fífuna samkvæmt þeirri tillögu sem Breiðablik hefur lagt fram.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson"

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er brýnt að leita leiða til þessa að Knattspyrnudeild Breiðabliks geti nýtt þau mannvirki sem fyrir eru fyrir iðkun í Kór, Fargralundi og með lagningu gervigrass á Kópavogsvöll.

Það skýtur hinsvegar skökku við og kemur verulega á óvart að stjórn Breiðabliks vilji byggja nýjan völl vestan við Fífuna og koma þannig í veg fyrir þann möguleika að byggja frjálsíþróttahús sunnan megin við Fífuna eins og Frjálsíþróttadeild Breiðabliks hefur kynnt og óskað eftir að verð byggt enda aðstaða frjálsra íþrótta innahúss afar bágborin svo vægt sé til orða tekið.
Arnþór Sigurðsson"

Tillaga meirihluta bæjarráðs var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði. Arnþór Sigurðsson, áheyrnarfulltrúi, óskaði fært til bókar að hann styddi tillögu meirihlutans.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu á tillögu minnihlutans verði frestað og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ekki er tímabært að taka afstöðu til þessarar tillögu.
Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:38. Fundi var fram haldið kl. 9:42.
Pétur Hrafn Sigurðsson og Birkir Jón Jónsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Lýsum yfir óánægju með vinnubrögð meirihlutans í málinu. Vilji Breiðabliks liggur skýrt fyrir og hér er verið að reka hreina tafapólitík. Það liggur á að leysa málið svo hægt verði að koma aðstöðumálum knattspyrnudeildar Breiðabliks í þokkalegt horf fyrir næsta vetur.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:45. Fundi var fram haldið kl. 10:05.
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Þrátt fyrir að 140 m.kr yrðu færðar til í fjárhagsáætlun þá myndi sú upphæð ekki duga til að gera nýjan, upphitaðan gervigrasvöll með flóðlýsingu. Mikilvægt er að skoða alla valkosti til hlítar til að tryggja vandaða ákvarðanatöku enda hvíla þær skyldur á bæjarfulltrúum. Málið hefur verið unnið hratt frá því að erindi Breiðabliks lá fyrir þann 15. febrúar og munu niðurstöður liggja fyrir í apríl mánuði. Tillaga meirihlutans sýnir ábyrgð og mikinn vilja til samráðs við Breiðablik um leið og tilgangurinn er að ná fram bestu niðurstöðu.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

Afgreiðslu á tillögu minnihlutans var frestað, þrír greiddu atkvæði með frestun, þau Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir og Hjördís Ýr Johnson gegn atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar og Birkis Jóns Jónssonar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

26.1803803 - Erindi úr fundargerð 455. fundar stjórnar SSH frá 05.03.2018

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagstjóri SSH kynnir "Hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu, málsnr. 1608001" úr fundargerð 455. fundar stjórnar SSH frá 5. mars sl.

Gestir

  • Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH - mæting: 08:05
  • Bjarki Valberg, umhverfisfulltrúi - mæting: 08:05

Fundi slitið - kl. 10:52.