Bæjarráð

2903. fundur 15. febrúar 2018 kl. 07:30 - 09:50 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Ýmis erindi

1.1710626 - Formleg beiðni Breiðabliks um gervigras við Fífuna

Frá Sveini Gíslasyni, formanni Aðalstjórnar Breiðabliks, dags. 8. febrúar, lagt fram minnisblað um gervigrasvöll við Fífuna.
Bæjarráð vísar erindinu til starfshóps sviðsstjóra stjórnsýslu-, mennta- og umhverfissviðs til úrvinnslu. Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn skili af sér í mars mánuði.

Erindi frá bæjarfulltrúum

2.1802119 - Samantekt á ábendingum varðandi umferðaröryggi við grunnskóla. Tillaga frá bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.

Tillaga frá bæjarfulltrúum Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks, þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingardeild Umhverfissviðs vinni samantekt á ábendingum varðandi umferðaröryggi við grunnskóla Kópavogs sem bárust á samráðsfundunum í tengslum við gerð samgöngustefnu sem nú er í vinnslu. Samantektin verði send til umsagnar grunnskólayfirvalda og í framhaldinu vinni deildin aðgerðaráætlun með tillögu að útbótum í samvinnu við umferðarsérfræðinga.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

Erindi frá bæjarfulltrúum

3.1802287 - Samstarf íþróttafélaga í Kópavogi og Kópavogsbæjar um almennar íþróttir fyrir 1.- 3. bekk grunnskóla. Tillaga frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur, bæjarfulltrúa, lögð fram tillaga um samstarf íþróttafélaga í Kópavogi og Kópavogsbæjar um almennar íþróttir fyrir 1.-3. bekk grunnskóla, sem væri hluti af dægradvöl í hverjum grunnskóla.
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar sviðsstjóra menntasviðs.

Fundargerðir nefnda

4.1802272 - Fundargerð 281. fundar stjórnar Strætó bs. frá 02.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Jafnframt eru lögð fram fjögur fylgiskjöl : Sameiginlegt útboð um kaup á þjónustu vegna ytri endurskoðunar, dags. 24. janúar 2018, húsaleigusamningur um Hestháls 14, bréf frá starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar, dags. 23. janúar 2018 og bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 22. janúar 2018.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

5.1802150 - Fundargerð 384. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 02.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.1802001F - Öldungaráð - 3. fundur frá 08.02.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.1801011F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 95. fundur frá 06.02.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.
  • 7.4 16031125 Sorphirða í Kóp - Framtíðarsýn
    Kynning á tilraunaverkefni plastsöfnunar frá deildarstjóra gatnadeildar. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 95 Umhverfis- og samgöngunefnd fagnar góðum árangri tilraunaverkefnis plastsöfnunar. Nefndin leggur til óbreytt fyrirkomulag flokkunar úrgangsefna í bláa tunnu og farið verði í útboð á meðhöndlun úrgangs í blárri tunnu í sveitarfélaginu.
    Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og óskar eftir kynningu umhverfissviðs á verkefninu.

Fundargerðir nefnda

8.1802004F - Menntaráð - 21. fundur frá 06.02.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1802006F - Íþróttaráð - 80. fundur frá 05.02.2018

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 9.2 1712873 Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar
    Tekið til afgreiðslu erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks dags. 11. des. 2017, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins. Þar óskar félagið eftir því að íþróttamannvirki sem eru í eigu og "rekstri bæjarins og notuð af félögunum verði merkt Breiðablik til jafns við önnur íþróttafélög í bænum sbr. íþróttahúsið í Digranesi og íþróttahúsið í Fagralundi". Að auki óskar Breiðablik eftir því að selja auglýsingar í umrædd hús til jafns við önnur íþróttafélög í bænum." Niðurstaða Íþróttaráð - 80 Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
    Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að íþróttamannvirki Kópavogsbæjar verði merkt með eftirfarandi hætti;
    1.
    Íþróttamannvirki Kópavogsbæjar sem rekin eru af íþróttafélögum í Kópavogi með rekstrarsamningi þar um, skulu öll merkt Kópavogsbæ með merki bæjarins að ákveðinni stærð (cm x cm), í samráði við hönnuði mannvirkjanna. Viðkomandi íþróttafélagi (Breiðablik, Gerpla og HK) verði heimilt að setja upp félagsmerki sitt á mannvirkið í sömu stærð í samráði við Kópavogsbæ.
    2.
    Íþróttamannvirki Kópavogsbæjar, sem rekin eru af Kópavogsbæ verði einungis merkt með merki Kópavogsbæjar sbr. 1. tl. hér að ofan. Á þetta við öll íþróttamannvirki bæjarins í dag að íþróttahúsinu Digranesi undanskildu þar til áhorfendaaðstöðu hefur verið komið upp í íþróttamiðstöðinni Kórnum.
    3.
    Menntasviði og Umhverfissviði verði falið að vinna tillögur að reglum um stærð og staðsetningu ofangreindra merkinga á mannvirkjunum Kópavogsbæjar í samráði við íþróttafélögin sem lagðar verði fyrir íþróttaráð og bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.

    Jafnframt samþykkir íþróttaráð eftirfarandi bókun um auglýsingar:
    "Breiðablik hefur óskað eftir því við íþróttaráð að fá heimild til að selja auglýsingar í íþróttamannvirki í rekstri bæjarins sem ekki gilda sérstakir rekstrarsamningar um. Innan íþróttadeildar hjá Kópavogsbæ er nú í gangi vinna við að semja almennar reglur um auglýsingar í öllum íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar með aðkomu viðkomandi hagaðila. Meðan sú vinna er í gangi gerir íþróttaráð ekki athugasemd við það að Breiðablik eða önnur íþróttafélög reyni að afla sér tekna með sölu tímabundinna auglýsinga sem settar verða upp í tilgreindum mannvirkjum svo fremi sem fullt samráð sé haft við íþróttadeild Kópavogsbæjar um alla framkvæmd málsins og að tekið verði tillit til þeirra auglýsinga sem nú þegar eru til staðar."

    Niðurstaða Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar og óskar eftir kynningu íþróttadeildar á tillögunni.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.1802298 - Skíðasvæðin - framtíðarsýn

Eva Einarsdóttir, formaður stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kynnti framtíðarsýn skíðasvæðanna.
Lagt fram.

Gestir

  • Eva Einarsdóttir, formaður stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - mæting: 07:30
  • Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins - mæting: 07:30
  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 07:30
  • Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 07:30
  • Axel Valur Birgisson, verkfræðistofunni Mannvit - mæting: 07:30
  • Guðni Ingi Pálsson, verkfræðistofunni Mannvit - mæting: 07:30

Ýmis erindi

11.1802250 - Frisbígolfvöllur í Fossvogi. Beiðni um upplýsingar frá íbúum í Birkigrund

Frá íbúum í í Birkigrund, dags. 9. febrúar, lögð fram beiðni um upplýsingar varðandi frisbígolfvöllinn í Fossvogi.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

12.1802268 - Óskað eftir upplýsingum um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu og til hvaða starfsemi.

Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 8. febrúar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu og til hvaða starfsemi.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

Ýmis erindi

13.1802273 - Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 12. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál (lagafrumvarp).
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

14.1511164 - Krafa um greiðslu skaðabóta. Dómsmál

Frá bæjarlögmanni, dags. 12. febrúar, lagður fram dómur í máli Lauga ehf. gegn Kópavogsbæ.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

15.1801221 - Rýni stjórnenda 2018

Frá gæðastjóra, lögð fram skýrsla um Rýni stjórnenda 2018.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

16.1706353 - Vegna breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins nr. 1/1997

Frá fjármálastjóra, lögð fram drög að samningi við Brú lífeyrissjóð um uppgjör. Bæjarstjórn vísaði erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu á síðasta fundi sínum, þann 13. febrúar.
Bæjarráð samþykkir samkomulag við Brú lífeyrissjóð um uppgjör lífeyrisskuldbindinga með fimm atkvæðum.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

17.0812106 - Þríhnúkagígur.

Frá starfshópi Kópavogsbæjar, lögð fram greinargerð varðandi áhættumat vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllun og fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum.
Jafnframt er lögð fram skýrsla Verkfræðistofunnar Vatnaskil "Þríhnúkagígur og skíðasvæði í Bláfjöllun, dreifingarreikningar vegna áhættumats uppbyggingar og starfsemi" og skýrslan "Uppbygging aðstöðu við Þríhnúkagíg og Bláfjöll, áhættumat gagnvart vatnsvernd" sem unnin var af Mannvit.
Lagt fram.

Gestir

  • Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 08:10
  • Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri - mæting: 08:10
  • Axel Valur Birgisson, verkfræðistofunni Mannvit - mæting: 08:10
  • Guðni Ingi Pálsson, verkfræðistofunni Mannvit - mæting: 08:10

Fundi slitið - kl. 09:50.