Bæjarráð

2896. fundur 21. desember 2017 kl. 07:30 - 09:35 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Samþykkt var með fimm atkvæðum að taka eftirfarandi liði á dagskrá með afbrigðum:
Mál nr. 6. Beiðni um umsögn vegna áramótabrennu Breiðabliks 2017 í Smárahvammi.
Mál nr. 7. Framlög Kópavogsbæjar vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2018.
Mál nr. 15. Fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 19.12.2017.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017

Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna starfsemi í júní, júlí, ágúst, september og október.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1712965 - Eineltisteymi Kópavogsbæjar - Ársskýrslur

Frá eineltisteymi Kópavogs, dags. 18. desember, lögð fram skýrsla eineltisteymis Kópavogs 2012-2017.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.17091114 - Umsókn um styrk vegna Vatnaskógar fyrir árið 2018. Birkiskáli II

Frá bæjarritara, dags. 3. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Skógarmanna KFUM um styrk til að ljúka byggingu Birkiskála II í Vatnaskógi, æskulýðsmiðstöð fyrir börn og ungmenni, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Skógarmönnum KFUM styrk til að ljúka byggingu Birkiskála II í Vatnaskógi að upphæð kr. 100.000.-.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1711162 - Urðarhvarf 12, umsókn um lóð.

Frá lögfræðideild, dags. 18. desember, lögð fram umsögn varðandi umsókn um lóðina Urðarhvarf 12 frá Módís ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðinni Urðarhvarf 12 til Módís ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.1712984 - Þrymsalir 8. Heimild til veðsetningar

Frá lögfræðideild, dags. 19. desember, lögð fram umsögn um erindi lóðarhafa Þrymsala 8, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:28

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.1712998 - Beiðni um umsögn vegna áramótabrennu Breiðabliks 2017 í Smárahvammi

Frá lögfræðideild, dags. 20. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um leyfi fyrir áramótabrennu við Smárahvamm á gamlárskvöld 31. desember 2017 kl. 20:30. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.17121005 - Framlög Kópavogsbæjar vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2018

Frá menntasviði, dags. 20. desember, gjaldskrá vegna framlaga til dagforeldra fyrir 2018.
Lagt er til að hækkun gjaldskrár taki mið af áætlun um þróun launavísitölu þar sem framlög standa undir launakostnaði dagforeldra.
Með gjaldskrá þessari er lagt til að framlög hækki um 6,5%, sbr. áætlaða hækkun launavísitölu.
Bæjarráð samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá með fimm atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

8.1712013F - Leikskólanefnd - 89. fundur frá 14.12.2017

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.1712012F - Skipulagsráð - 20. fundur frá 18.12.2017

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 9.5 1711333 201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
    Þórarinn Malmquist arkitekt og Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir málinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 9.7 17082386 Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar dags. 30. ágúst 2017 fyrir hönd lóðarhafa Köldulindar 4 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 27 m2 sólskála við íbúðarhúsið. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. ágúst 2017. Kynningartíma lauk 15. desember 2017. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 9.10 1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

10.1712894 - Fundargerð 363. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.11.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1712895 - Fundargerð 364. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 07.12.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.1712959 - Fundargerð 382. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.12.2017

Fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1712940 - Fundargerð 277. fundar stjórnar Strætó bs. frá 06.12.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt er lögð fram fréttatilkynning varðandi gjaldskrá Strætó.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

14.1712914 - Fundargerð 80. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 8.12.2017

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

15.1712009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 94. fundur frá 19.12.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Fundargerð í 5 liðum.
  • 15.1 1712626 Bláfáni 2018
    Lögð fram umsóknargögn Bláfána 2018. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 94 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sækja um Bláfána fyrir hafnir Kópavogsbæjar fyrir árið 2018.
    Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að vinnu við umhverfisstjórnunarverkefni og umgengnisreglur hafna og strandsvæða verði flýtt og innleidd sem fyrst.

    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.
  • 15.3 1712920 Kársnes - Umferðaröryggi - Ábendingar af íbúafundi
    Lögð fram samantekt af ábendingum íbúa varðandi umferðaröryggi af samráðsfundi útaf Samgöngustefnu Kópavogsbæjar, Nýju línunni sem haldinn var 5. desember í Safnaðarheimilinu Borgum. Þar voru kynntar áherslur nýrrar Samgöngustefnu Kópavogsbæjar og tekið á móti ábendingum varðandi umferðaröryggi, uppbyggingu stígakerfis fyrir gangandi og hjólandi og almenningssamgöngur. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 94 Umhverfisfulltrúi kynnti ábendingar varðandi umferðaröryggi og gönguleiðir skólabarna sem bárust á íbúafundi um mótun Samgöngustefnu Kópavogsbæjar á Kársnesi 5.12.2017.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að fara strax í þær aðgerðir að bæta umferðaröryggi með því að bæta lýsingu og hálkuvarnir á göngustígum á gönguleiðum skólabarna á Kársnesi.
    Niðurstaða Bæjarráð tekur undir það með umhverfis- og samgöngunefnd að farið verði strax í að bæta lýsingu og hálkuvarnir á göngustígum á gönguleiðum skólabarna á Kársnesi.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.

Birkir Jón Jónsson óskar eftir umræðu varðandi söluna á Fannborg 2, 4 og 6.
Lagt fram.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:10
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að næsti fundur ráðsins falli niður.

Fundi slitið - kl. 09:35.