Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017
Frá bæjarritara, lagðar fram mánaðarskýrslur vegna starfsemi í júní, júlí, ágúst, september og október.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.1712965 - Eineltisteymi Kópavogsbæjar - Ársskýrslur
Frá eineltisteymi Kópavogs, dags. 18. desember, lögð fram skýrsla eineltisteymis Kópavogs 2012-2017.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.17091114 - Umsókn um styrk vegna Vatnaskógar fyrir árið 2018. Birkiskáli II
Frá bæjarritara, dags. 3. nóvember, lögð fram umsögn um umsókn Skógarmanna KFUM um styrk til að ljúka byggingu Birkiskála II í Vatnaskógi, æskulýðsmiðstöð fyrir börn og ungmenni, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000.-
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.1711162 - Urðarhvarf 12, umsókn um lóð.
Frá lögfræðideild, dags. 18. desember, lögð fram umsögn varðandi umsókn um lóðina Urðarhvarf 12 frá Módís ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.1712984 - Þrymsalir 8. Heimild til veðsetningar
Frá lögfræðideild, dags. 19. desember, lögð fram umsögn um erindi lóðarhafa Þrymsala 8, Hannesar Björnssonar og Hafdísar Ólafsdóttur, um heimild til að veðsetja lóðina.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur - mæting: 08:28
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.1712998 - Beiðni um umsögn vegna áramótabrennu Breiðabliks 2017 í Smárahvammi
Frá lögfræðideild, dags. 20. desember, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 15. desember, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um leyfi fyrir áramótabrennu við Smárahvamm á gamlárskvöld 31. desember 2017 kl. 20:30. Lagt er til að veitt verði jákvæð umsögn.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
7.17121005 - Framlög Kópavogsbæjar vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2018
Frá menntasviði, dags. 20. desember, gjaldskrá vegna framlaga til dagforeldra fyrir 2018.
Lagt er til að hækkun gjaldskrár taki mið af áætlun um þróun launavísitölu þar sem framlög standa undir launakostnaði dagforeldra.
Með gjaldskrá þessari er lagt til að framlög hækki um 6,5%, sbr. áætlaða hækkun launavísitölu.
Fundargerðir nefnda
8.1712013F - Leikskólanefnd - 89. fundur frá 14.12.2017
Fundargerðir nefnda
9.1712012F - Skipulagsráð - 20. fundur frá 18.12.2017
Fundargerð í 10 liðum.
9.5
1711333
201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 20
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.7
17082386
Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 20
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.10
1712918
Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 20
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
10.1712894 - Fundargerð 363. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.11.2017
Fundargerðir nefnda
11.1712895 - Fundargerð 364. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 07.12.2017
Fundargerðir nefnda
12.1712959 - Fundargerð 382. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.12.2017
Fundargerðir nefnda
13.1712940 - Fundargerð 277. fundar stjórnar Strætó bs. frá 06.12.2017
Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt er lögð fram fréttatilkynning varðandi gjaldskrá Strætó.
Fundargerðir nefnda
14.1712914 - Fundargerð 80. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 8.12.2017
Fundargerðir nefnda
15.1712009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 94. fundur frá 19.12.2017
Fundargerð í 5 liðum.
15.1
1712626
Bláfáni 2018
Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 94
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sækja um Bláfána fyrir hafnir Kópavogsbæjar fyrir árið 2018.
Kostnaðarliðum vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að vinnu við umhverfisstjórnunarverkefni og umgengnisreglur hafna og strandsvæða verði flýtt og innleidd sem fyrst.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar til umsagnar.
15.3
1712920
Kársnes - Umferðaröryggi - Ábendingar af íbúafundi
Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 94
Umhverfisfulltrúi kynnti ábendingar varðandi umferðaröryggi og gönguleiðir skólabarna sem bárust á íbúafundi um mótun Samgöngustefnu Kópavogsbæjar á Kársnesi 5.12.2017.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að fara strax í þær aðgerðir að bæta umferðaröryggi með því að bæta lýsingu og hálkuvarnir á göngustígum á gönguleiðum skólabarna á Kársnesi.
Niðurstaða
Bæjarráð tekur undir það með umhverfis- og samgöngunefnd að farið verði strax í að bæta lýsingu og hálkuvarnir á göngustígum á gönguleiðum skólabarna á Kársnesi.
Erindi frá bæjarfulltrúum
16.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.
Birkir Jón Jónsson óskar eftir umræðu varðandi söluna á Fannborg 2, 4 og 6.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 09:10
Fundi slitið - kl. 09:35.
Mál nr. 6. Beiðni um umsögn vegna áramótabrennu Breiðabliks 2017 í Smárahvammi.
Mál nr. 7. Framlög Kópavogsbæjar vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2018.
Mál nr. 15. Fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar frá 19.12.2017.