Dagskrá
Ýmis erindi
1.1706756 - Framkvæmdir á Dalvegi 32. Krafist að framkvæmdum verði hætt tafarlaust
Frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, f.h. Vesturdals ehf., dags. 28. júní, lögð fram krafa um stöðvun framkvæmda á Dalvegi 32.
Gestir
- Guðrún Edda Finnbogadóttir, lögfræðingur á lögfræðideild - mæting: 08:55
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.1707116 - Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni um að kannaður verði kostnaður við námsgögn barna í grunnskóla í Kópavogi
Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa:
"Bæjarráð samþykkir að fela menntasviði að kanna kostnað við að greiða allan kostnað við námsgögn barna í grunnskóla í Kópavogi. Kostnaðurinn verði flokkaður niður eftir árgöngum."
Greinargerð;
Að undanförnu hefur verið mikil umræða um kostnað vegna skólagöngu barna og nokkur stór sveitarfélög stigið það skref að gera grunnskólann gjaldfrjálsann með öllu. Það er mikilvægt að bæjarstjórn Kópavogs hafi glöggar upplýsingar um væntanlegan kostnað af slíku ef af yrði. Kostnaður við nám getur verið hindrun við fulla þátttöku barna í skólastarfi og mikilvægt að bærinn leiti allra leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Mikilvægt er að upplýsingarnar liggi fyrir áður en skólastarf hefst í haust þannig að hægt verði að gera ráðstafanir af hálfu bæjarins m.t.t. kostnaðar.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.1707115 - Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni um niðurstöður loft- og efnagreiningar á kurli og mönnunarmál í leik- og grunnskólum
Fyrirspurn frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Hverjar voru niðurstöður loft- og efnagreiningar á kurli í knatthúsum Kórsins og Fífunnar sem unnin var vorið 2017? Óskað er eftir skriflegu svari.
Hver er staða mönnunarmála í leik- og grunnskólum Kópavogs vegna skólaársins 2017/18. Óskað er eftir skriflegu svari."
Fundargerðir nefnda
4.1706014F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 89. fundur frá 04.07.2017
Fundargerð í 8. liðum.
4.8
17051656
Umhverfisviðurkenningar 2017
Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 89
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur að Umhverfisviðurkenningum 2017.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gata ársins 2017 verði Litlavör.
Fundargerðir nefnda
5.1705011F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 88. fundur frá 06.06.2017
Fundargerðir nefnda
6.1707092 - Fundargerð 77. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 23.06.2017
Fundargerðir nefnda
7.1707101 - Fundargerð 268. fundar stjórnar Strætó bs. frá 23. júní 2017
Fundargerðir nefnda
8.1706762 - Fundargerð 444. fundar stjórnar SSH frá 6.6. 2017
Fundargerðir nefnda
9.1707061 - Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.06.2017
Fundargerðir nefnda
10.1707106 - Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.03.2017
Fundargerð
11.1706019F - Skipulagsráð - 11. fundur frá 10.07.2017
11.5
1705523
Aflakór 4. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 11
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
11.6
1607188
Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.
Niðurstaða Skipulagsráð - 11
Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
11.7
1703626
Austurkór 85. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 11
Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
"Ég er ekki samþykk því að breyta deiliskipulagi lóðarinnar".
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
11.9
1707037
Þorrasalir 21. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 11
Skipulagsráð samþykkir ofangreinda tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fimm atkvæðum.
11.13
1103073
Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 11
Skipulagsráð samþykkir erindið dags. 3. október, breytt 15. maí og 10. júlí 2017 ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 10. júlí 2017 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
"Í umsögn Skipulagstofnunar um þetta mikilvæga svæði við strandlengju Kópavogs segir:
Þar sem um er að ræða mjög umfangsmiklar breytingar á mikilvægum stað innan höfuðborgarsvæðisins, þarf að meta umhverfisáhrif breytingarinnar í víðu samhengi. Bæði þarf að meta áhrif á þá byggð sem fyrir er, sem og á önnur framtíðar í nágrenninu. Hið aukna byggingarmagn, aukin hæð bygginga og samfelldari byggingarmassi kemur til með að breyta ásýnd til og frá svæðinu sem og hafa áhrif á yfirbragð byggðar á Kársnesi. Því þarf að meta sjónræn áhrif breytinganna á mismunandi (s.s. við Fossvog, ströndina Reykjavíkurmegin og fyrir sjála byggðina á Kársnessvæðinu).
Ása Richardsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulagsráði, tekur undir sjónarmið Skipulagsstofnunar og leggst gegn afgreiðslu tillögunnar. Hún telur svörin til Skipulagstofunar engan veginn fullnægjandi hvað varðar umhverfisáhrif og ásýnd og hvetur til þess að vandað verði betur til verka".
Niðurstaða
Fulltrúar meirihluta bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Því er mótmælt sem fram kemur í órökstuddri bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í skipulagsráði frá 10. júlí að svör skipulagsdeildar til Skipulagsstofnunar séu óvönduð. Starfsfólk skipulagdeildar hefur ávallt fagleg vinnubrögð að leiðarljósi í þessu máli sem öðrum. Farið er yfir athugasemdirnar og þeim öllum svarað lið fyrir lið, að gefa annað í skyn er ómaklegt.
Land, sjávarbotn, heilsa, hljóðvist og samfélag var metið í auglýstri tillögu. Þá mun hækkun byggingarinnar ekki hafa íþyngjandi umhverfisáhrif vegna fjarlægðar svæðisins til nærliggjandi íbúðabyggðar og annarra sveitarfélaga, enda bárust engar athugasemdir þar um.
Verið er að stytta byggingarreitinn frá austri til vesturs um rúma 80 metra, úr 330 metrum í gildandi deiliskipulagi í 246 metra samkvæmt nýrri tillögu. Því er umtalsvert byggingarsvæði látið víkja fyrir grænu svæði sem ætlað er til útivistar vestast á Kársnesinu. Sú breyting mun létta á ásýnd strandlengjunnar.
Þess má geta að miðað við tillögu "Spot on Kársnes" er gert ráð fyrir að byggð á sama svæði nái yfir um 390 metra.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal"
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er undarlegt og sýnir slaka stöðu í málinu að bæjarstjóri og meirihlutinn sjái sig knúinn til að vitna ranglega í bókun bæjarfulltrúa Ásu Richardsdóttur. Það kemur ekki fram í hennar bókun að um óvönduð vinnubrögð starfsmanna Kópavogs er að ræða og er hvergi minnst á starfsmenn Kópavogsbæjar í bókun Ásu. Aðalatriðið er að hvatt er til að tekið sé tillit til athugsemda Skipulagsstofnunnar er varða mjög umfangsmiklar breytingar á mikilvægum stað innan höfuðborgarsvæðisins og undarlegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn til þess og gæta þess að vandað sé til verka í öllum þáttum sem snúa að uppbyggingu á Kársnesi.
Undirritaður tekur heilshugar undir bókun Ásu Richardsdóttur í skipulagsráði.
Pétur Hrafn Sigurðsson"
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Vísað er í fyrri bókun og ef bæjarfulltrúinn meinar annað en bókað er í skipulagsnefnd verður að bóka með skýrari hætti. Það skal ítrekað að svör skipulagsdeildar við framkomnum athugasemdum Skipulagsstofnunar náðu yfir alla þætti þeirra og voru unnar með faglegum hætti.
Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal"
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það lýsir málefnafátækt meirihlutans að hann skuli í bókunum sínum vera helst upptekinn af vinnubrögðum starfsmanna skipulagssviðs í stað þess að fjalla málefnalega um skipulagsmál á Kársnesi.
Pétur Hrafn Sigurðsson"
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi með fjórum atkvæðum gegn einu.
Fundargerðir nefnda
12.1706743 - Fundargerð 225. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. júní 2017
Fundargerðir nefnda
13.1706018F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 220. fundur frá 23.06.2017
Fundargerðir nefnda
14.1706006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 219. fundur frá 09.06.2017
Ýmis erindi
15.1706742 - Tillögur samþykktar á aðalfundi Kvenfélagssambands Kópavogs 29. mars 2017
Lögð fram fundargerð vegna 50. aðalfundar Kvenfélagasambands Kópavogs sem haldinn var 29. mars síðastliðinn og ályktanir/tillögur aðalfundarins er snerta málefni bæjarbúa.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
16.1706266 - Austurkór 179. Heimild til veðsetningar
Frá fjármálastjóra, dags. 30. júní, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Austurkórs 179, Ískjalar Byggingafélags ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Ýmis erindi
17.1707015 - Bæjarlind 5. Stöðvun framkvæmda að Bæjarlind 5 og áhrif á framkvæmdir að Bæjarlind 7-9
Frá MótX ehf., dags. 28. júní, lagt fram erindi vegna stöðvun framkvæmda á lóðinni Bæjarlind 5 og áhrif hennar á framkvæmdir félagsins að Bæjarlind 7-9.
Ýmis erindi
18.1707050 - Óskað eftir upplýsingum um samninga um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna
Frá forsætisráðuneyti, dags. 5. júlí, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um samninga um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna sem Kópavogsbær kann að vera aðili að.
Ýmis erindi
19.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi.
Frá Skipulagsstofnun, dags. 29. júní, lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi Kópavogsbæjar sem felur í sér að opnu svæði á Nónhæð verði breytt í íbúðarsvæði.
Ýmis erindi
20.1706759 - Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur, Kópavogsgöng, gangnamunni og stofnbraut felld út. Umsögn Skipulagsstofnunar
Frá Skipulagsstofnun, dags. 23. júní, lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem felur í sér að fella út Kópavogsgöng sem stofnbraut, auk þess að gangamunni við Hafnarfjarðarveg og mislæg gatnamót á Reykjanesbraut í Suður Mjódd verði felld út.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.1707117 - Fráveitur á höfuðborgarsvæðinu
Guðmundur H Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, mætti á fundinn.
Gestir
- Guðmundur H Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits - mæting: 08:00
Ýmis erindi
22.1706757 - Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2016
Frá SSH, dags. 28. júní, lagður fram ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2016.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
23.1702493 - Hæfingarstöðin Fannborg 6
Frá deildarstjóra þjónustudeildar fatlaðra, dags. 28. júní, lagður fram þjónustusamningur á milli Kópavogsbæjar og Ás styrktarfélags um Vinnu og virkni tilboðs til þriggja ára.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
24.1706582 - Endurnýjun samninga við Tennisfélag Kópavogs vegna stækkunnar Tennishallar Dalsmára 13
Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 20. júní, lögð fram drög að endurnýjuðum samningi við Tennisfélag Kópavogs vegna fyrirhugaðrar stækkunnar á Tennishöllinni. Óskað er eftir heimild til að ganga frá samningi á grundvelli meðfylgjandi samningsdraga. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu á fundi sínum þann 27. júní síðastliðinn.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
25.1707114 - Ennishvarf 27b. Heimild til framsals.
Frá lögfræðideild, dags. 11. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Ennishvarfs 27b, Jóns Inga Lárussonar, kt. 200765-4199, um heimild til að framselja lóðina til Jóhanns Péturs Guðjónssonar, kt. 210271-3259 og Berglindar Rutar Hilmarsdóttur, kt. 140673-4129. Lagt er til að bæjarráð samþykki framsalið.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
26.1707113 - Bæjarlind 7 - 9. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 11. júlí, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Bæjarlindar 7-9, MótX ehf., um heimild til að framselja samtals þrjár íbúðir í húsinu til R101 ehf., kt. 470213-0430. Lagt er til að bæjarráð heimili framsalið.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
27.1707073 - Vogatunga 45. Beiðni um undanþágu frá kvöð í lóðarleigusamningi um aldur kaupanda
Frá lögfræðideild, dags. 6. júlí, lögð fram beiðni um undanþágu frá kvöð um 60 ára og eldri vegna kaupa á íbúð í Vogatungu 45.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
28.1706779 - Tónahvarf 3. Heimild til veðsetningar
Frá fjármálastjóra, dags. 4. júlí, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 3, Flotgólfs ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
29.1706780 - Naustavör 28-34. Heimild til veðsetningar
Frá fjármálastjóra, dags. 4. júlí, lagt fram erindi f.h. lóðarhafa Naustavarar 28-34, Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Fundi slitið - kl. 10:15.