Dagskrá
Ýmis erindi
1.17051624 - Beiðni um styrk vegna Hjartadagshlaups
Frá Hjartavernd, lögð fram umsókn um styrk að fjárhæð kr. 500.000.-. fyrir Hjartadagshlaupinu sem verður haldið þann 23. september 2017 í tilefni af Alþjóðlega hjartadeginum.
Erindi frá bæjarfulltrúum
2.17051880 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi málshraða
Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa, um málshraða.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara og bæjarlögmanni að móta tillögur um málsmeðferð þeirra mála sem bæjarfulltrúar leggja fram í ráðum og nefndum bæjarins. Þá verði einnig mótaðar reglur um tíma sem tekur að svara málum hvort heldur fyrirspurnir beinast að embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þá verði einnig gerðar tillögur um form svara sem lögð eru fram við formlegum fyrirspurnum.
Greinargerð: Bæjarfulltrúar hafa m.a. það hlutverk að vekja athygli á málum innan bæjarins, veita öðrum kjörnum fulltrúum aðhald og kalla eftir upplýsingum um mál sem eru til umræðu. Upplýsingaöflun sem þessi er oft nauðsynleg til að varpa ljósi á mál, bæta ákvarðanatöku og veita bæjarbúum upplýsingar um hvernig bænum er stjórnað. Eftir atvikum geta slíkar upplýsingar komið frá kjörnum fulltrúum eða embættismönnum og stundum getur ytri upplýsingaöflun verið nauðsynleg. Það er ekki óeðlilegt að einhver viðmið séu um málshraða. Slíkt hjálpar bæjarfulltrúum að skipuleggja störf sín og auðveldar þeim að rækja skyldur sínar gagnvart bæjarbúum.
Erindi frá bæjarfulltrúum
3.17051881 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi hjólreiðaáætlun og uppbyggingu hjólreiðastíga
Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni, bæjarfulltrúa.
Hver er staðan á hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar og uppbyggingu hjólreiðastíga?
Mikilvægi vistvænna samgangna eykst sífellt og eigi Íslendingar að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum þurfa allir opinberir aðilar og almenningur að leggja sitt af mörkum. Hjólreiðar verða sífellt stærri þáttur í daglegum samgöngum, einkum í þéttbýli, og því mikilvægt að áætlunum sé fylgt og þær gerðar. Sérstakir hjólreiðastígar eru enn sem komið er á örfáum stöðum í Kópavogi.
Fundargerðir nefnda
4.1705016F - Velferðarráð - 10. fundur frá 22.05.2017
Fundargerðir nefnda
5.17051799 - Fundargerð 265. fundar stjórnar Strætó bs. frá 12.05.2017
Fundargerðir nefnda
6.17051023 - Fundargerð 443. fundar stjórnar SSH frá 8. maí 2017
Fundargerðir nefnda
7.1705982 - Fundargerð 375. fundar stjórnar Sorpu frá 12.05.2017
Fundargerðir nefnda
8.17051677 - Fundargerð 850. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðir nefnda
9.1705013F - Skipulagsráð - 9. fundur frá 29.05.2017
Fundargerð í 17. liðum.
9.5
1703844
Mánabraut 7. Kynning á byggingarleyfi.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.6
1608511
Jórsalir 12. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.8
1701362
Hólmaþing 5 og 5b. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.9
1703870
Faldarhvarf 11-13. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.10
1610149
Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.14
1705661
Hafnarbraut 2-10, Kársnesbraut 108-114. Svæði 12. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Guðmundur Gísli Geirdal, J. Júlíus Hafsteinn, Sigríður Kristjánsdóttir, Andrés Pétursson, Hreiðar Oddsson og Kristinn Dagur Gissurarson greiddu atkvæði með tillögunni.
Pétur Hrafn Sigurðsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
9.16
1611458
Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga.
Niðurstaða Skipulagsráð - 9
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. ofangreindra laga.
Pétur Hrafn Sigurðsson bókar "Mikilvægt er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu og ekki óeðlilegt að horft sé til Nónhæðar í því samhengi. Á sama hátt er mikilvægt að taka tillit til þeirrar byggðar sem fyrir er og breyta ekki ásýnd hverfisins verulega. Yfir 50 athugasemdir hafa borist frá íbúum hverfisins og flestar hníga í þá átt að takmarka hæð húsanna við þrjár hæðir. Ég tek undir athugasemdir íbúa um að hámarkshæð á íbúðarhúsnæði í Nónhæð verði þrjár hæðir."
Fundarhlé gert kl. 18:50.
Fundur hélt áfram kl. 19:00.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
Fundargerðir nefnda
10.1705010F - Menntaráð - 9. fundur frá 16.05.2017
Ýmis erindi
11.17051731 - Til umsagnar: Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál
Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 26. maí, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 289. mál (þingmannafrumvarp).
Ýmis erindi
12.17051275 - Samkomulag um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum
Frá SSH, dags.18. maí, lögð fram tillaga að samkomulagi um miðlun upplýsinga vegna daggæslu í heimahúsum sem samþykkt var að vísa til staðfestingar aðildarsveitarfélaga á fundi stjórnar SSH hinn 8.maí sl.
Ýmis erindi
13.17051194 - Endurnýjun á þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna
Frá SSH, dags. 18. maí, lögð fram tillaga að nýjum þjónustusamningi við Fjölsmiðjuna sem samþykkt var að vísa til samþykkis aðildasveitafélaga á fundi stjórnar SSH hinn 8.maí sl.
Ýmis erindi
14.1705928 - Kvöld- og næturakstur strætó, lengri þjónustutími
Frá Strætó, dags. 9. maí, lögð fram tillaga um lengri þjónustutíma strætisvagna, kvöld- og næturakstur, sem vísað er til umsagnar sveitarfélagsins.
Ýmis erindi
15.17051793 - Kynning um gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga
Frá Íbúðalánasjóði, dags. 24. maí, lagt fram erindi um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
Ýmis erindi
16.17051723 - Boð til Tampere í tilefni 100 ára sjálfstæði Finnlands
Frá bæjarstjóra Tampere, dags. 15. maí, lagt fram boð til Tampere í tilefni 100 ára sjálfstæði Finnlands.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
17.1704493 - Mánaðarskýrslur 2017
Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í febrúar.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:30
Ýmis erindi
18.1705929 - Athugasemd við ferli breytts deiliskipulags Austurkórs 157 - 161
Frá Katli Halldórssyni, dags. 14. maí, lagðar fram athugasemdir við ferli við breytt deiliskipulag Austurkórs 157-161.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
19.1512494 - Viðræður um framtíð Tónlistarsafns Íslands
Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að samkomulagi við Þjóðminjasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og mennta- og menningarmálaráðuneyti um Tónlistarsafn Íslands.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
20.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.
Frá starfshópi um húsnæðismál Kársnesskóla, dags. 29. maí, lögð fram tillaga ásamt greinargerð um húsnæðismál Kársnesskóla þar sem lagt er til að bygging Kársnesskóla við Skólagerði verði rifin, starfssemi skólans verði í Vallargerði á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir og að nýr starfshópur verði skipaður til að vinna að hönnun nýrrar byggingar skólans.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
21.17051884 - Menntasvið-ráðning leikskólastjóri Kópahvoll
Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 30. maí, lögð fram tillaga að ráðningu leikskólastjóra Kópahvols.
Gestir
- Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 08:35
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
22.1702088 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 8. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Skíðadeildar ÍR um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 892.782,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
23.1702603 - Hamraborg 10. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, dags. 8. maí, lögð fram tillaga að afgreiðslu umsóknar Kvenfélags Kópavogs um styrk til greiðslu fasteignaskatts. Lagt er til að styrkumsókn að upphæð kr. 237.330,-. verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
24.1705024 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa (Ólafur Þór Gunnarsson) um reiti í þéttbýli Kópavogs án deiliskipulags
Frá skipulagsstjóra, dags. 17. maí, lagt fram svar við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa þar sem óskað var eftir upplýsingum um reiti í Kópavogi sem eru án deiliskipulags.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
25.1702067 - Áskorun til íþróttaráðs
Frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 16. maí, lögð fram tillaga íþróttaráðs um að líkamsræktarkort fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára verði samþykkt sem styrkhæf starfsemi og að reglum um frístundastyrki verði breytt í samræmi við framlagt erindi þar um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
26.1705620 - Hagasmári 1. Fridays, Tankurinn ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar rekstrarleyfis
Frá lögfræðideild, dags. 24. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tanksins ehf., kt. 571299-5349, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
27.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006
Frá fjármálastjóra, dags. 29. maí, lögð fram til upplýsinga tilkynning um framlag til stjórnmálaflokka 2017.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
28.1705831 - Bæjarlind 7-9. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 15. maí, umsögn um beiðni lóðarhafa Bæjarlindar 7-9, MótX ehf., um heimild til að framselja hluta lóðarinnar til Þríhamra Lindir ehf.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 08:05
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
29.1705832 - Álmakór 1, 3 og 5. Heimild til framsals
Frá lögfræðideild, dags. 16. maí, umsögn um beiðni lóðarhafa Álmakórs 1,3 og 5, Tjarnarbrekku ehf., um heimild til að framselja lóðirnar til Dvergabergs ehf.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:55
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
30.1704498 - Dalaþing 26. Heimild til framsals
Frá bæjarlögmanni, dags. 10. maí, lögð fram umsögn um beiðni lóðarhafa Dalaþings 26, Elmari Eðvaldssyni og Írisi Mist Arnardóttur, um heimild til að framselja lóðina til HSH byggingameistara ehf.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
31.1703713 - Álalind 14 - 16. Leyfi til veðsetningar
Frá fjármálastjóra, dags. 22. maí, umsögn um beiðni lóðarhafa Álalindar 14-16, Leigugarða ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Gestir
- Ingólfur Arnarson, fjármálastjóri - mæting: 07:45
Fundi slitið - kl. 09:30.