Bæjarráð

2865. fundur 06. apríl 2017 kl. 07:30 - 09:32 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1702653 - Dalsmári 5. Breiðablik-samkomusalir. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 3. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 27. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Breiðabliks, kt. 480169-0699, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki III, að Dalsmára 5, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

2.1702218 - Fundartími bæjarráðs

Tillaga um að næstu tveimur fundum bæjarráðs verði fundinn annar tími þar sem fundir næstu tvær vikurnar lenda á almennum frídögum.
Bæjarráð samþykkir að halda aukafundi þann 12. og 19. apríl nk. með vísan til ákvæða 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs og að næstu tveir reglulegir fundir bæjarráðs þann 13. og 20. apríl nk. falli niður sökum almennra frídaga.
Um stjórn fundarins:
Ólafur Þór Gunnarsson innti eftir hvað liði boðun forstjóra Orkuveitunnar á fund bæjarráðs í samræmi við erindi spyrjanda.

3.1704068 - Boðaþing 11 - 13. Val í dómnefnd

Val fulltrúa Kópavogsbæjar í dómnefnd vegna Boðaþings 11-13.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fulltrúi Kópavogsbæjar í dómnefnd vegna Boðaþings 11-13 verði Steingímur Hauksson sviðsstjóri umhverfissviðs og Birgir Sigurðsson skipulagssstjóri til vara.

4.17031403 - Fundargerð 161. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 24.03.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

5.1703021F - Skipulagsráð - 5. fundur frá 03.04.2017

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
  • 5.5 17031300 201 Smári. Reitur A 02 a og b. Byggingaráform.
    Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga TARK arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reit A02 a og b í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitnum 5 hæða fjölbýlishús með 6. hæðinni inndreginni með alls 76 íbúðum. Halldór Eiríksson, arkitekt og Ingvi Jónasson, framkævmdastjóri Klasa ehf. kynna byggingaráformin. Niðurstaða Skipulagsráð - 5 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reit A02 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
  • 5.8 17031359 Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 - reitur 5. Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29. Byggingaráform.
    Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Auðbrekku - Þróunarsvæði - deiliskipulag svæði 1, 2 og 3 frá því í apríl 2016, kafla um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform og áfangaskipting", er lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að byggingaráformum á svæði 1, reit 5, (Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29). Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja 36 íbúðir á reitnum, liðlega 1.000 m2 í verslun og þjónustu og um 3.300 m2 í aðra atvinnustarfsemi (hótel). Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Nýbýlavegar 8 og 12 dags. 31. mars 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 5 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir svæði 1, reit 5, í deiliskipulagi Auðbrekku samþykkt í apríl 2016 og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

6.17031421 - Fundargerð 359. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.03.2017

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

7.17031380 - Fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24.03.2017

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

8.1702021F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 53. fundur frá 23.02.2017

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Bókun bæjarráðs:
Þegar horft er til þjónustu bæjarins við innflytjendur á velferðarsviði og menntasviði er ljóst að mikið er lagt upp úr faglegri og góðri þjónustu við innflytjendur og hefur hún verið í takt við þróun bæjarins undanfarin ár. Stefnur er rétt að endurskoða með reglulegu millibili en stefna jafnréttis- og mannréttindaráðs hefur gildistímann 2015-18. Það er því ekkert við það að athuga að ráðið hefji vinnu við endurskoðun stefnunnar og horfi sérstaklega til innflytjenda í henni.

9.17031317 - Fundargerð 222. fundar heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27. mars 2017

Fundargerð í 53. liðum.
Lagt fram.

10.17031404 - Ársreikningur og ársskýrsla fyrir árið 2016

Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. mars, lögð fram ársskýrsla og ársreikningur heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2016.
Lagt fram.

11.17031315 - Frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um umferðarlög (bílastæðagjöld), 307. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

12.17031316 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál. Umsagnarbeiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

13.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 3. apríl, lagðar fram niðurstöður útboðs í verkið "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2017-2019". Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðinan Hlaðbæ Colas hf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við Malbikunarstöðina Hlaðbæ Colas hf. um verkið "Malbikun og viðgerðir í Kópavogi 2017-2019".

14.17031260 - Hlíðarhjalli 28. Beiðni um umsögn vegna ökutækjaleigu

Frá lögfræðideild, dags. 3. apríl, lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 27. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóhanns Peters Andersen, kt. 101044-3199, um rekstrarleyfi fyrir ökutækjaleigu með 1 bifreið að Hlíðarhjalla 28, 200 Kópavogi. Sveitarstjórn staðfestir sem umsagnaraðili að aðkoma henti ekki fyrir fyrirhugaða starfsemi, rekstrarleyfið er ekki í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita neikvæða umsögn með vísan til minnisblað lögfræðideildar og staðfestir að rekstrarleyfið er ekki í samræmi við skipulag á umsóttu svæði og fjöldi bílastæða nægir ekki fyrir umsóttum fjölda ökutækja.

15.1412337 - Markaðsstofa Kópavogs

Kynning frá framkvæmdastjóra Markaðsstofu Kópavogs um stöðu, stefnu og horfur í starfsemi Markaðsstofu Kópavogs.
Lagt fram.

16.17031399 - Austurkór 32. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Eiríki B. Þorsteinssyni, kt. 270474-5869 og Telmu Tryggvadóttur, kt. 010375-5419. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Eiríks B. Þorsteinssonar og Telmu Tryggvadóttur með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

17.17031358 - Austurkór 32. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Sigríði Helgu Árnadóttur, kt. 140882-4889 og Eyþór Rýnarssyni, kt. 201279-3569. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Sigríðar H. Árnadóttur og Eyþórs Rúnarssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

18.17031309 - Austurkór 32. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Frey Snæbjörnssyni, kt. 150986-2739 og Björk Sigurjónsdóttur, kt. 220587-2829. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Freys Snæbjörnssonar og Bjarkar Sigurjónsdóttur með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

19.1703951 - Austurkór 32. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Huldu S. Kristjánsdóttur, kt. 260168-2909 og Jóni Ó. Jóhannessyni, kt. 160265-4349. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóni Ó. Jóhannessyni kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 32 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

20.1703879 - Austurkór 32, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Erlu M. Leifsdóttur, kt. 100283-3449 og Auðni Þór Auðunssyni, kt. 191080-4409. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Erlu M. Leifsdóttur og Auðuns Þ. Auðunssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

21.1703863 - Austurkór 32. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 32 frá Rebekku H. Karlsdóttur, kt. 220880-5409 og Samúel Jóni Gunnarssyni, kt. 110575-5999. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra sex umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Huldu S. Kristjánsdóttur og Jóns Ó. Jóhannessonar.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Rebekku H. Karlsdóttur og Samúels Gunnarssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

22.17031391 - Austurkór 30. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 30 frá Ingólfi Ö. Steingrímssyni, kt. 120369-5989 og Dórótheu H. Grétarsdóttur, kt. 290968-3569. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra þriggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Ingólfs Ö. Steingrímssonar og Dórótheu H. Grétarsdóttur.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ingólfi Ö. Steingrímssyni og Dórótheu H. Grétarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 30 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

23.17031288 - Austurkór 30. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 30 frá Sigríði K. Kristjónsdóttur, kt. 170967-4299 og Benedikt R. Árnasyni, kt. 231063-4209. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra þriggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Ingólfs Ö. Steingrímssonar og Dórótheu H. Grétarsdóttur.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Sigríðar K. Kristjónsdóttur og Benedikts R. Árnasonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

24.1703649 - Austurkór 30, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 3. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 30 frá Lovísu Hannesdóttur, kt. 040578-5289 og Daníel Rúnarssyni, kt. 260477-3749. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra þriggja umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun.
Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Ingólfs Ö. Steingrímssonar og Dórótheu H. Grétarsdóttur.

Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Lovísu Hannesdóttur og Daníels Rúnarssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar.

25.1704046 - Hafnarbraut 9 og 13. Heimild til framsals lóðanna og til veðsetningar á Hafnarbraut 13

Frá fjármálastjóra, dags. 4. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hafnarbrautar 9 og 13, Kársnes fasteigna ehf., um heimild til að framselja lóðirnar til Kársnes byggðar ehf. og heimild til að veðsetja lóðina Hafnarbraut 13.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar að heimila framsal á lóðunum Hafnarbraut 9 og 13, og veitir veðleyfi vegna Hafnarbrautar 13 í samræmi við erindi bréfritara fyrir allt að kr. 1.500.000.000.-. með skilyrðum í samræmi við umsögn fjármálastjóra.

26.1509299 - Álalind 2. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 3. apríl, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 2, GG verks ehf., um heimild til að veðsetja lóðina. Lagt er til að bæjarráð heimili veðsetninguna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila veðsetningu á lóðinni Álalind 2 fyrir allt að kr. 700.000.000.-.

27.1607295 - Boðaþing 18-20. Heimild til veðsetningar. Kvöð.

Frá bæjarstjóra, lagt fram til upplýsinga bréf sent Húsvirki ehf., lóðarhafa Boðaþings 18-20, og Heimavöllum VI ehf. út af þinglýsingu kvaðar um bann á veðsetningu og sölu á eignarhlutum í Boðaþingi 18-20.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:32.