Bæjarráð

2862. fundur 16. mars 2017 kl. 07:30 - 09:12 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1703485 - Uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva 2016

Frá Sorpu, dags. 6. mars, lagt fram erindi varðandi uppgjör vegna reksturs endurvinnslustöðva Sorpu og sveitarfélaganna fyrir árið 2016, þar sem sveitarfélögum gefst kostur á að gera upp rekstur endurvinnslustöðvanna á mismunandi hátt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að afgreiðslu reiknings verði frestað þar til fyrir liggja niðurstöður vegna rekstrarúttektar byggðasamlagsins og tillögur starfshóps vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi á rekstri endurvinnslustöðvanna. Gert er ráð fyrir að hvorutveggja verði tilbúið fyrir lok aprílmánaðar 2017.

2.1702010F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 84. fundur frá 07.03.2017

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 2.5 1702469 Framkvæmdir á útivistarsvæðum 2017
    Frá gatnadeild lögð fram tillaga að ýmsum framkvæmdum á útivistarsvæðum 2017. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 2.6 1702471 Garðyrkjufélag Íslands - Tillaga að samstarfssamningi
    Lögð fram tillaga garðyrkjustjóra að samstarfssamningi við Garðyrkjufélags Íslands sem hefur það að markmiði að efla vitund og almenna þekkingu á garðrækt og umhverfi. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagt erindi einróma. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 2.7 1702470 Garðlönd - Tillaga að gjaldskrá 2017
    Frá garðyrkjustjóra lögð fram tillaga að fyrirkomulagi og leigugjaldi 2017. Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu að fyrirkomulagi og leigugjaldi fyrir árið 2017. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  • 2.13 1703292 Vegglist og vegglistaverk í Kópavogi
    Frá umhverfisfulltrúa er lagt fram í samræmi við samþykkt Umhverfis- og samgöngunefndar dags. 18.10.2016 varðandi æfingarsvæði og vegglistaverk í Kópavogi tillaga að fyrirkomulagi vegglistaverka sumarið 2017. Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs og Molann - menningarhús ungmenna um samstarf og leiðbeinandi umsýslu sumarið 2017.
    Lögð fram beiðni til Gatnadeildar Umhverfissviðs um að auðkennd verði fimm sumarstörf fyrir verkefnið 2017 í samráði við deildarstjóra Gatnadeildar Umhverfissviðs til að vinna að vegglistaverkum sumarið 2017 og annist starfsmenn Molans - menningarhús unglinga umsýslu umsókna og yfirferð í samræmi við bréf til Gatnadeildar dags 03.03.2017.
    Lögð fram minnisblað um fyrirhugaðan efniskostnað og fyrirkomulag sumarið 2017 dags. 03.03.2017.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 84 Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirhugað verklag, kostnað og óskir um samstarf og felur umhverfisfulltrúa að vinna áfram að verkefninu. Vísað til bæjarráð og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1702007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 83. fundur frá 08.02.2017

Fundargerð í
Lagt fram.

4.1703622 - Fundargerð 261. fundar stjórnar Strætó bs. frá 03.03.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

5.1703400 - Fundargerð 439. fundar stjórnar SSH frá 13.02.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

6.1703615 - Fundargerð 358. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 07.03.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

7.1703703 - Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 10. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119 mál (þingmannamál).
Lagt fram.

8.1703402 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, 106. mál. Umsagnarbeiðni

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 3. mars, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl., 106 mál (þingmannamál).
Bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar:
"Undirritaður leggst eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Engin knýjandi þörf er á að bæta aðgengi að áfengi, og umsagnir heilbrigðisyfirvalda eru allar á eina leið. Frumvarpið samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum og verulegar líkur á að með samþykkt þess myndi umfang áfengisvandans aukast."

Bókun Birkis Jóns Jónssonar:
"Ég tek undir bókun Ólafs Þór Gunnarssonar."


Bókun Péturs Hrafns Sigurðssonar:
"Ég tek undir bókun Ólafs Þór Gunnarssonar."

9.1703033 - Nýbýlavegur 1. Krafa um að byggingarleyfisumsókn verði afgreidd án tafar

Frá Cato lögmönnum f.h. Olíuverzlunar Íslands hf., dags. 28. febrúar, lagt fram erindi um byggingu sjálfsafgreiðslubensínstöðvar á lóð félagsins við Nýbýlaveg 1 þar sem óskað er eftir að byggingarleyfisumsókn þess vegna málsins verði afgreidd með formlegum hætti.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

10.1703651 - Nordjobb sumarstörf 2017

Frá verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dags. 6. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki þátt í verkefninu og ráði ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum til starfa sumarið 2017.
Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

11.1702678 - Styrktarsjóður EBÍ 2017. Boð um að senda inn umsókn

Frá EBÍ, dags. 23. febrúar, lagt fram erindi þar sem vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögin geta sent inn umsókn í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til aprílloka.
Lagt fram.

12.16011146 - Mánaðarskýrslur 2016

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í desember.
Lagt fram.

13.1703483 - Ársreikningur Sorpu bs., árið 2016

Frá Sorpu, dags. 6. mars, lagður fram ársreikningur Sorpu árið 2016.
Lagt fram.

14.1703564 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2017

Frá Lánasjóði Sveitarfélaga ohf., lagt fram boð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2016 sem haldinn verður 24. mars nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Lagt fram.

15.1410282 - Óskað eftir samstarfssamningi við Kópavogsbæ

Frá deildarstjóra þjónustu- og ráðgjafadeildar, dags. 1. mars, lögð fram tillaga starfsmanna velferðarsviðs um að gerður verði samstarfssamningur við Specialisterne á Íslandi sem velferðarráð samþykkti fyrir sitt leyti á fundi þann 7. febrúar sl. og vísaði til bæjarráðs. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 9. mars sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna að því gefnu að hún rúmist innan fjárhagsramma velferðarsviðs.

16.1703707 - Vatnsendahæð. Heimild til kaupa á lóð í eigu ríkisins

Frá lögfræðideild, dags. 13. mars, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til að fara í viðræður við ríkið um kaup á landi að Vatnsendahæð.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila viðræður við ríkið vegna kaupa á landi að Vatnsendahæð.

17.1612281 - Tilfærsla verkefna innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Innkaupamál og úthlutun lóða færð af umhverfissviði á stjórnsýslusvið

Frá lögfræðideild, lagt fram erindisbréf innkauparáðs Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 9. mars sl.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindisbréf innkauparáðs Kópavogsbæjar og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
Í samræmi við 16. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs er óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá fundarins með afbrigðum.

18.1703422 - Austurkór 34, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. mars, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 34 frá Leigufélagi Kópavogs ehf., kt. 490316-1670. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Dagskrártillaga: Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka málið inn á dagskrá með afbrigðum.

Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Leigufélagi Kópavogs ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 34 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

19.1703466 - Aflakór 4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars, lögð fram umsókn um lóðina Aflakór 4 frá Mark-Hús ehf., kt. 640206-2170. Lagt er til að bæjarráð hafni umsókn umsækjanda um lóðina.
Bæjarráð hafnar umsókninni á grundvelli ófullnægjandi gagna og vísar málinu til bæjarstjórnar.

20.1703476 - Aflakór 4, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars, lögð fram umsókn um lóðina Aflakór 4 frá Vífil Björnssyni, kt. 280478-5639 og Guðrúnu Guðgeirsdóttur, kt. 290481-3099. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Vífil Björnssyni og Guðrúnu Guðgeirsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Aflakór 4 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

21.1703714 - Tónahvarf 6. Leyfi til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 14. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Tónahvarfs 6, Leigugarða ehf., um heimild til að veðsetja lóðina. Lagt er til við bæjarráð að heimila veðsetninguna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

22.1703713 - Álalind 14 - 16. Leyfi til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 14. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 14, Leigugarða ehf., um heimild til að veðsetja lóðina. Lagt er til við bæjarráð að heimila veðsetninguna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið veðleyfi.

Fundi slitið - kl. 09:12.