Bæjarráð

2859. fundur 23. febrúar 2017 kl. 08:15 - 09:51 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1702436 - Ósk um niðurfellingu á greiðslu vatnsgjalds vegna vökvunar Leirdalsvallar 2016

Frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, dags. 14. febrúar, lagt fram erindi þar sem GKG óskar eftir niðurfellingu á gjöldum vegna vökvunar Leirdalsvallar 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að verða við erindi bréfritara.

2.1702558 - Fyrirspurn Arnþórs Sigurðssonar

Í ljósi umræðna um aðbúnað fatlaðra er nauðsynlegt að varpa ljósi á aðstæður þeirra í Kópavogi í dag og er óskað eftir því að fá svör eða samantekt við eftirfarandi spurningum.

1.Hversu margir íbúar eru á sambýlum og íbúðakjörnum fatlaðs fólks í Kópavogi, þ.m.t. þeir sem búa hjá Ási styrktarfélagi (heildartala, ekki flokkað eftir heimilum v. persónuverndarsjónarmiða)?

2. Hvernig er eftirlit bæjarins með starfseminni háttað, er reglubundið eftirlit og hvernig ?

3. Eru reglur/viðmið um menntun og reynslu starfsfólks ? Hver eru viðmið um fjölda starfsmanna á íbúa ?

4. Hafa verið haldin námskeið fyrir starfsfólk vegna þjónustu þeirra við fatlað fólk ?

5. Eru verkferlar (kæruleiðir) fyrir ábendingar/kvartanir heimilisfólks eða aðstandenda ? Eru heimilismönnum/aðstandendum kynntar þessar leiðir ?

6. Hversu margar kvartanir/ábendingar hafa borist frá því bærinn tók yfir málaflokkinn ?

Arnþór Sigurðsson
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu velferðarráðs.

3.1702218 - Fundartími bæjarráðs

Ármann Kr. Ólafsson leggur fram tillögu að breyttum fundartíma þannig að bæjarráð hefjist kl. 07:30.
Jafnframt er lagt til að liðurinn "önnur mál" á fundum bæjarráðs innihaldi einungis mál sem tilkynnt hafi verið um fyrir útsent fundarboð bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir með 4 atkvæðum og mótatkvæði Arnþórs Sigurðssonar.

Bókun Arnþórs Sigurðsonar vegna fundartíma:

"Það er með öllu óeðlilegt að breyta fundartíma bæjarráðs til hagræðingar fyrir einn bæjarfulltrúa og koma mögulega í veg fyrir að aðrir bæjarfulltrúar geti mætt til fundar í ráðinu. Ef gera á breytingar á föstum fundartímum væri mun heppilegra að leggja fram og kynna slíka tillögu snemma sumars sem tæki þá gildi að hausti svo að bæjarfulltrúar hafi tök á því að skipuleggja sinn tíma yfir veturinn."

Fundarhlé hófst kl. 9.21. Fundur hófst aftur kl. 9.40.

Bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

"Við breytingar á nefndakerfi Kópavogs voru af forsætisnefnd nýverið teknar til endurskoðunar fundartímar ráða bæjarins, að bæjarráði undanskildu. Hér er verið að færa fundartíma til samræmis við önnur ráð að því leytinu til að hann er utan hefðbundins vinnutíma.

Ármann Kr. Ólafsson, Hjördís Johnson, Karen E. Halldórsdóttir, Theódóra S. Þorsteinsdóttir."

Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
"Bókun fulltrúa VG kemur mér verulega á óvart þar sem tímasetningin var lögð til eftir samráð við Ólaf Þór Gunnarsson oddvita Vinstri grænna sem illu heilli situr ekki fundinn en bókunin er lögð fram af varamanni hans. Einnig var haft samráð við Pétur H. Sigurðsson fyrir fundinn."

Bókun Péturs H. Sigurðssonar:
"Tek undir bókun Arnþórs Sigurðssonar."

Bókun Birkis J. Jónssonar:
"Tek undir bókun Arnþórs Sigurðssonar."

4.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.

Frá svæðisskipulagsstjóra, dags. 14. febrúar, lögð fram verkefnislýsing vegna skipulagsbreytingu svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðis 2040 út af undirbúningi að innleiðingu hágæða almenningassamgangna á höfuðborgarsvæðinu, Borgarlínu. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti verkefnislýsinguna og leggur til við aðildarsveitarfélögin að afgreiða hana til kynningar og umsgnar, ásamt því að samþykkja verkefnislýsingu aðalskipulagsbreytinga.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar

5.1702330 - Fundargerð 74. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 10.02.2017

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

6.1702346 - Fundargerð 259. fundar stjórnar Strætó bs. frá 03.02.2017

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

7.1702016F - Skipulagsráð - 3. fundur frá 20.02.2017

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson bókar vegna bókunar Ásu Richardsdóttur við lið 7 í fundargerð skipulagsnefndar.

"Það er ekki hlutverk skipulagsnefndar að fara yfir kostnaðaráætlanir."
  • 7.3 1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Verklýsing. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
    Með tilvísan í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram tillaga að verkefnalýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040. Lýsingin, sem dags. er í febrúar 2017 nær til hágæðakerfis almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu - Borgarlínu. Fyrirsjáanleg er mikil fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu á gildistíma svæðisskipulagsins. Ein megin áhersla skipulagsins er að sá vöxtur verði hagkvæmur og að ekki verði gengið á umhverfisgæði þeirra sem á svæðinu búa. Markmiðið er að þessari aukningu verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og án þess að óbyggt land verði brotið í sama mæli og síðustu áratugi. Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna, Borgarlína, getur gengt þar lykilhlutverki og tengt kjarna allra sveitarfélaganna saman með samgöngu- og þróunarásum. Með Borgarlínu verður til skilvirkur valkostur í samgöngum, þar sem íbúar geta nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi og ferðast fljótt um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Eftirfarandi fært til bókar:
    Skipulagsráð Kópavogs leggur ofurkapp á að fyrsti áfangi Borgarlínuverkefnisins fari um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins,- Smárann. Smárinn er í miðju höfuðborgarsvæðisins og er nú þegar gríðarlega öflugt verslunar- og þjónustusvæði þar sem starfa um 6000 manns með þúsundir heimila allt um kring bæði í Kópavogi, Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði. Áhrifasvæði Smárans nær ekki aðeins langt út fyrir bæjarmörk Kópavogs og höfuðborgarsvæðisins heldur nær það til landsins alls. Í Smáranum er nú þegar hafin þétting byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulagsins sem gildir til ársins 2040. Fá svæði á höfuðborgarsvæðinu, ef nokkurt eru jafn vel í sveit sett og Smárinn sem samgöngumiðað þróunarsvæði (sbr. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðins). Smárinn er því lykilsvæði fyrir enn frekari uppbyggingu, blöndun byggðar og miðstöð verslunar og þjónustu í tenglum við Borgarlínuverkefnið.

    Það er afstaða skipulagsráðs að ekki sé hægt að fara í fyrsta áfanga Borgarlínunnar nema hún liggi um svæðiskjarna höfuðborgarsvæðisins Smárann með skiptistöð/biðstöð við Smáralind,- stærstu verslunarmiðstöð landsins.

    Í Smáralind koma um 20 þúsund gestir á dag þegar best lætur. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á verslunarmiðstöðinni og enn frekari uppbygging í verslun og þjónustu í tengslum við hana. Nú þegar er hafin vinna við staðsetningu biðstöðvar Borgarlínunnar við Smáralind.

    Eitt mikilvægasta stefnumið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins er að fjölga þeim sem nýta almenningasamgöngur. Til að svo verði þarf Borgarlínan að fara um þar sem fólkið erog verður.
    Smárinn er og verður eitt fjölmennasta og þéttasta svæðið sem við eigum og lykilsvæð í því að Borgarlínan verði að veruleika.

    Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.4 1702285 Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Verklýsing. Borgarlína og auknar byggingarheimildir innan áhrifasvæða.
    Með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 er lögð fram verkefnalýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í lýsingunni felst að gert verður ráð fyrir Borgarlínu og auknum byggingarheimildum innan áhrifasvða hennar í aðalskipulagi bæjarins. Lýsingin sem er samhljóða lýsingum fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Gaðabæjar, Seltjarnarness, Reykjavíkur og Morfellsbæjar er dags. í febrúar 2017. Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri gerir grein fyrir málinu. Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir framlagða verklýsingu og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.7 1611451 Digranesvegur 1. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að viðbyggingu við Digranesveg 1. Í tillögunni felst að byggt er við húsið til austurs og suðurs 1-3 hæða bygging samtalst 1.800 m2. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Í tillögunni er gert ráð fyrir samnýtingu bílastæða. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:2000 og greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynni í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
    "Mikilvægt er að fá kostnaðaráætlun sem fylgir verkefninu".
    Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.8 1610185 Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.
    Frá byggingarfulltrúa:
    Lagt fram að nýju erindi Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts, dags. 2.9.2016, f.h. lóðarhafa vegna breytingu á Auðbrekku 16. Í breytingunni felst að annari hæð hússins verður breytt í tvær íbúðir og settar verði svalir á norðurhlið hússins og pallur með skjólveggi á suðurhlið sbr. uppdrætti dags. 2.9.2016.
    Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 16, 18, 20, 22, 24, 26, 28, 30 og 32; Löngubrekku 45 og 47. Kynningartíma lauk 12. desember 2016. Athugasemd barst frá Gunnari Árnasyni eiganda 2. hæðar í Auðbrekku 16 sbr. erindi dags. 12. nóvember 2016. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 17. febrúar 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.9 1610189 Langabrekka 5. Kynning á byggingarleyfi.
    Frá byggingarfulltrúa:
    Lagt fram að nýju erindi Verkfræðistofu Ívars Haukssonar f.h. lóðarhafa dags. 27.9.2016 þar sem óskað er eftir að byggja bílgeymslu sem verður áföst vesturhlið hússins að Löngubrekku 5 sbr. framlagða uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27.9.2016.
    Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7, Álfhólsvegi 59 og 61. Kynningartíma lauk 2. janúar 2017. Athugasemdir bárust frá Jóni Guðmundssyni og Ernu Jónsdóttur, Álfhólsvegi 61 sbr. bréf dags. 21. desember 2016 og Gunnari Haraldssyni fh. húseiganda Lögnubrekku 7 sbr. bréf dags. 7. desember 2016. Þá lagt fram erindi Kristjáns Kristjánssonar, Lögnubrekku 5 dags. 2. janúar 2017 og umboð dags. 18. janúar 2017 eiganda Löngubrekku 7, Ástvalda Viðari Benediktssyni og Maríu Kristinsdóttir til handa Gunnari Haraldssyni.
    Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Umsögnin er dags. 15. febrúar 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.10 1610270 Grænatunga 3. Kynning á byggingarleyfi.
    Frá byggingarfulltrúa:
    Lögð fram að nýju tillaga Albínu Thordarson, arkitekts fh. lóðarhafa að 50,4 m2 viðbyggingu auk 26,8 m2 tengibyggingu við Grænutungu 3, samtals 77,2 m2 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 5. október 2016.
    Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænutunngu 1, 5, Digranesvegi 40, 42 og 44. Kynningartíma lauk 28. desember 2016. Athugasemd barst frá lóðarhafa Grænutungu 1. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomna athugasemd. Er umsögnin dags. 15. febrúar 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.13 1702353 Austurkór 157, 159, 161. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Ríkharðs Oddssonar, byggingartæknifræðings, dags. 25. janúar 2017 fh. Gráhyrnu ehf. lóðarhafa Austurkórs 157, 159 og 161 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að þremur einbýlishúsalóðum er skipt upp í tvær parhúsalóðir. Jafnframt er óskað eftir því að parhúsin verði á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu og hver eining verði 177 m2 að grunnfleti. Hámarkshæð verði 4,8 m í stað 7,5 m sbr. gildandi skipulagsskilmálar og tvö bílastæði á lóð. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum ódags. Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.16 1609771 Álfhólsvegur 52. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa um tillögu Páls V. Bjarnasonar dags. 31. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að breyta bílskúr við Álfhólsveg 52 í vinnustofu. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi skipulagsnefndar 19. september 2016 og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16. febrúar 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.17 1702400 Naustavör 36-42, 44-50 og 52-58. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Archus arkítekta og Landmark dags. 14. febrúar 2017 fyrir hönd lóðarhafa Naustavarar 36-42, 44-50 og 52-58 (áður 52-74). Í breytingunni felst eftirfarandi:
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 36 til 42.
    Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 44 til 50.
    Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
    Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Naustavör 52 til 58.
    Í breytingunni felst að íbúðum er fjölgað úr 42 í 44 íbúðir. Heildarbyggingarmagn eykst um 295 m2. Hámarshæð húss hækkar um 0.45 metra og hluti byggingarreitar sem skilgreindur er 3 hæðir og kjallari verður 4 hæðir og kjallari. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og verða 46 stæði á lóð og 44 stæði í kjallara. Að öðru leyti er vísað í gildandi skilmála og deiliskipulagsuppdrátt m.s.br. 14. apríl og í september 2015.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir ofangreindar breytingar með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.18 1612052 Þverbrekka 2. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Birgis Þórissonar fh. húsfélags Þverbrekku 2 dags. 24. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 30 í 32. Húsfélagið hefur í huga að breyta notkun á rými í sameign þannig að til verði tvær litlar íbúðir (ca 40 fm hvor) verði útbúnar á jarðhæð í rýmum sem á teikningu voru ætlaðar fyrir gang, kerru- og hjólageymslu, leikherbergi og skrifstofu húsvarðar.
    Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað umsagnar byggingarfulltrúa.
    Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa dags. 11. janúar 2017.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir að unnar verði breytingar á aðalteikningum Þverbrekku 2 þar sem gert er ráð fyrir tveimur íbúðum í samseign hússins sbr. ofangreint erindi húsfélagsins og þær lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
  • 7.19 1612047 Skemmuvegur 50. Kynninga á byggingarleyfi.
    Frá byggingarfulltrúa.
    Lögð fram að nýju tillaga Jóns Davíðs Ásgeirssonar, arkitekts fh. Steinsmiðju S. Helgasonar að nýbyggingu á lóðinni nr. 50 við Skemmuveg. Í tillögunni felst að á lóðinni sem er liðlega 2,000m2 að flatarmáli verði byggt atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum auk kjallara að samanlögðum gólffleti um 2,800 m2. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. í nóvember 2016.
    Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda byggingarleyfisumsókn fyrir lóðarhöfum Smiðjuvegi 24, 26, 28, 48, 50, 54, 56, 58, 60, 62, 64,66 og 50A. Kynningartíma lauk 20. febrúar 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 3 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Ása Richardsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Fundargerðir nefnda lagðar fram eins og einstök erindi bera með sér. Um þá liði sem sérstaklega þarfnast staðfestingar er bókað sérstaklega.

8.1702004F - Íþróttaráð - 69. fundur frá 16.02.2017

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

9.1702329 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Frá Lánasjóði sveitarfélaga, dags. 10. febrúar, lögð fram auglýsing eftir framboðum og/eða tilnefningum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Óskað er eftir að tilnefningar eða framboð berist í seinasta lagi á hádegi 12:00 mánudaginn 27. febrúar nk.
Lagt fram.

10.17011220 - Mál gegn Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf og Kópavogsbæ

Frá Norðurturninum hf., dags. 15. febrúar, lagt fram bréf í tilefni af fréttaflutningi um deilur Norðurturnsins hf. og Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. og Kópavogsbæjar vegna deiliskipulags Smárans, vestan Reykjanesbrautar.
Lagt fram.

11.1702373 - Verkefna leitað fyrir sjálfboðaliða

Frá Veraldarvinum, dags. 15. febrúar, lagt fram erindi þar sem leitað er eftir verkefnum fyrir sjálfboðaliða Veraldarvina fyrir árið 2017, einkum á sviði umhverfismála.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra.

12.1702390 - Kirkjugluggar Kópavogskirkju

Frá afkomendum Gerðar Helgadóttur listamanns, dags. 14. febrúar, lagt fram erindi um ásigkomulag kirkjuglugganna í Kópavogskirkju sem þarfnast viðhalds.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

13.1702371 - Áskorun til yfirvalda að fara eftir reglugerð um velferð gæludýra

Frá Félagi ábyrgra hundaeigenda, dags. 15. febrúar, lagt fram opið bréf til kjörinna fulltrúa þar sem starfandi er hundaeftirlit þar sem skorað er á yfirvöld að fara eftir ákvæðum reglugerðar um velferð dýra að því er varðar dýr sem hafa verið handsömuð og ber að koma til eigenda sinna.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðisfulltrúa með beiðni um tillögur til úrbóta.

14.1611422 - Umsókn um stofnstyrk vegna kaupa á íbúðum í Kópavogi 2017

Frá bæjarstjóra, dags. 22. febrúar, lögð fram umsögn um erindi Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins frá 14. nóvember um stofnframlag skv. lögum um almennar íbúðir vegna kaupa á 11 íbúðum í Kópavogi á árinu 2017 fyrir öryrkja. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar bæjarstjóra.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að hafna erindinu en jafnframt bent á að leggja fram umsókn með góðum fyrirvara fyrir fjárhagsáæltun ársins 2018.

15.1702278 - Beiðni um styrk vegna málþinga um heilabilun

Frá Alzheimersamtökunum, dags. 7. febrúar, lögð fram beiðni um styrk vegna málþinga um heilabilun sem haldin verða víða um land.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

16.1702281 - Bókun frá stjórnarfundi UMSK í janúar 2017

Frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings, dags. 29. janúar, lögð fram bókun af fundi UMSK í janúar 2017 um stækkun og eflingu fimleikaaðstöðu Gróttu á Seltjarnarnesi.
Lagt fram.

17.1702265 - Frumvarp til laga um farþegaflutninga og framflutninga, 128. mál. Umsagnarbeiðn

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 10. febrúar, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga (stjórnarfrumvarp), 128. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar bæjarlögmanns.

18.1501685 - Sótt um ytra mat

Frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 6. febrúar, lagðar fram niðurstöður úttektar á starfsemi leikskólans Fífusala í Kópavogi.
Lagt fram.

19.1702442 - XXXI. landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga 2017

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. febrúar, lagt fram boð á XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður þann 24. mars nk. Einnig lögð fram skrá um landsþingsfulltrúa sveitarfélaganna og varamenn þeirra sem hafa seturétt á landsþinginu skv. kjörbréfum sem hafa verið send skrifstofu sambandsins, en hafi breytingar orðið þar á þarf sveitarstjórn að samþykkja nýtt kjörbréf sem sent skal skrifstofu sambandsins í síðasta lagi 6. mars nk.
Lagt fram.

20.1112044 - Samningur vegna notkunar á höfundaréttarvörðu efni

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. febrúar, lagt fram erindi um endurskoðun samninga við Fjölís varðandi afnot af höfundarvernduðu efni í stjórnsýslu sveitarfélaga. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á síðasta fundi þann 27. janúar sl. að mæla með því við sveitarfélögin að þau gangi til samninga við Fjölís.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til úrvinnslu bæjarstjóra.

21.1702493 - Hæfingarstöðin Fannborg 6

Fært í trúnaðarbók.

22.1301614 - Viðhald á slitlagi gatna í Kópavogi, útboð

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 17. febrúar, lögð fram beiðni um heimild til að bjóða út í opnu útboði viðhald á slitlagi gatna og göngustíga í Kópavogi 2017-2019.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita heimild til útboðs á malbiksviðgerðum gatna og göngustíga í Kópavogi 2017-2019.

23.1507214 - Bæjarlind 7-9R. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 21. febrúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Bæjarlindar 7-9, MótX ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir umbeðið veðleyfi með fimm atkvæðum.

24.1702492 - Auðbrekka 13-15. Heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 21. febrúar, lögð fram beiðni f.h. GG verk ehf. um heimild til að veðsetja lóðina Auðbrekku 13-15.
Bæjarráð samþykkir umbeðið veðleyfi með fimm atkvæðum.

25.1702367 - Dalvegur 4, Saffran. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um endurnýjun rekstrarleyfis

Frá lögfræðideild, dags. 21. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. september 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn FoodCo hf., kt. 330602-2630, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í flokki II, að Dalvegi 4, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

26.1702479 - Hlíðarendi 13, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 21. febrúar, lögð fram beiðni Snæbjörns Sigurðssonar, kt. 210658-5569 og Bjargar Ingvarsdóttur, kt. 170454-6189, um að hesthúsalóðin Hlíðarendi 13, sem var úthlutað til Efstadals 2 ehf., verði skráð persónulega á þau í stað félagsins, en þau eru aðaleigendur Efstadals 2 ehf. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Snæbirni Sigurðssyni og Björgu Ingvarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 13 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:51.