Bæjarráð

2858. fundur 16. febrúar 2017 kl. 08:15 - 09:00 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1702222 - Austurkór 22, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 22 frá Sigurgarði Sverrissyni, kt. 260876-4069 og Rattiya Porn Insorn, kt. 100872-3839. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Sigurgarði Sverrissyni og Rattiya Porn Insorn kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 22 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

2.1702280 - Akrakór 8, umsókn um lóð.

Frá bæjarlögmanni, dags. 14. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Akrakór 8 frá Jóni Þór Sigurðssyni, kt. 120760-4839. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Jóni Þóri Sigurðssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Akrakór 8 og vísar málinu til bæjarstjórnar.

3.1702333 - Álalind 10, heimild til veðsetningar

Frá fjármálastjóra, dags. 14. febrúar, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Álalindar 10, Leigufélagsins Bestlu ehf., um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita veðheimild í samræmi við umsögn fjármálastjóra.

4.1702352 - Skólagerði 8, Kársnesskóli, húsnæðismál.

Frá sviðsstjórum menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 14. maí, lagt fram erindi um húsnæðismál Kársnesskóla við Skólagerði þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að finna hentugt húsnæði undir kennslu á meðan farið er í úrbætur á húsnæðinu ásamt því að stofnaður verði vinnuhópur um húsnæðismál Kársnesskóla sem skili niðurstöðum í júní 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum heimild til þess að finna hentugt húsnæði undir kennslu á meðan farið verði í úrbætur á skólahúsnæðinu.

Jafnframt samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum tillögu um að stofnaður verði vinnuhópur um framtíðarskipulag og þróun húsnæðiskosts Kársnesskóla sem verði að auki skipaður tveimur bæjarfulltrúum.

5.1701536 - Vinnuskóli 2017

Frá verkefnastjóra Vinnuskóla, dags. 13. febrúar, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2017 ásamt starfsáætlun.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs 2017 ásamt starfsáætlun.

6.1701147 - Skólagarðar 2017

Frá verkefnastjóra Vinnuskóla, dags. 13. febrúar, lagðar fram tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald fyrir Skólagarða Kópavogs 2017.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagðar tillögur um fyrirkomulag og þátttökugjald fyrir Skólagarða Kópavogs 2017.

7.1702155 - Yfirlit yfir dómsmál á hendur Kópavogsbæ frá 2010

Frá verkefnastjóra stjórnsýslusviðs, lagt fram yfirlit yfir dómsmál á hendur Kópavogsbæ á undanförnum 6 árum sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs þann 2. febrúar sl.
Lagt fram.

8.15062358 - Samþykkt um hænsnahald í Kópavogi

Frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 7. febrúar, lögð fram tilkynning um að ráðuneytið hafi staðfest og sent til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda samþykkt um hænsnahald í Kópavogi.
Lagt fram.

9.1702185 - Styrkbeiðni vegna verkefnisins "Töframáttur tónlistar"

Frá Töframætti tónlistar, dags. 7. febrúar, lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 200.000,-. til að halda ferna tónleika veturinn 2016-2017 fyrir fólk sem vegna geðfatlana, félagslegrar einangrunar og/eða öldrunar á erfitt með að sækja tónlistar- og aðra listviðburði.
Bæjarráð hafnar erindinu en bendir bréfritara á að sækja um hjá Lista- og menningarráði þegar auglýst er eftir styrkjum.

10.1702011 - Leikskólanefnd - 79. fundur frá 09.02.2017

79. fundur í 5. liðum.
Lagt fram.

11.1702002 - Menntaráð - 3. fundur frá 07.02.2017

3. fundur í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1702160 - Fundargerð 73. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 27.01.2017

73. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

13.1702015 - Velferðarráð - 3. fundur frá 13.02.2017

3. fundur í 10. liðum.
Lagt fram.
  • 13.7 0904122 Gjaldskrá heimaþjónustu
    Niðurstaða Velferðarráð - 3 Velferðarráð samþykkti nýja gjaldskrá fyrir sitt leyti.
    Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Niðurstaða Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 09:00.