Bæjarráð

2506. fundur 28. maí 2009 kl. 15:15 - 16:57 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 26/5, umsögn um erindi varðandi breytt aðgengi að Borgarholtsbraut 15. Lagt er til að bæjarráð hafni erindinu.

Bæjarráð hafnar erindinu.

2.904068 - Úttekt á viðskiptum við Frjálsa miðlun.

Formaður bæjarráðs lagði fram drög að verksamningi við Deloitte ásamt viðauka með almennum skilmálum.

Bæjarráð felur formanni ráðsins að undirrita verksamninginn og viðauka með almennum skilmálum.

3.905340 - Kynning á starfsemi og þjónustu Veiðimálastofnunar.

Lagður fram kynningarbæklingur.

Lagt fram.

4.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. júní

I. Fundargerðir nefnda.


II. Ársreikningur Kópavogsbæjar og B-hluta fyrirtækja 2008. Fyrri umræða.

5.905162 - Jötnaþing 16, lóðaskil.

Frá Einari Sigurðssyni og Nönnu Guðmundsdóttur f.h. Hörðubóls ehf., dags. 11/5, lóðinni að Jötnaþingi 3 (áður 16) skilað inn.

Lagt fram.

6.905339 - Beiðni um styrk vegna leiklistarhátíðar í Færeyjum.

Frá Sigríði Rut Stanleysdóttur, ódags., óskað eftir styrk vegna ferðar leikhóps til Færeyja í sumar.

Bæjarráði vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

7.905298 - Meðferð og afgreiðsla ársreiknings sveitarfélaga

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 12/5, upplýsingar varðandi skil á ársreikningum í rafrænu formi til Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

8.904001 - Mörkin lögmannsstofa v/Glaðheimasvæðisins.

Frá Mörkinni lögmannsstofu hf., dags. 19/5, viðvörun um fyrirhugaða riftun kaupsamnings Kópavogsbæjar og Kaupangs ehf.

Kl. 16.30 vék Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, af fundi og tók Sigurrós Þorgrímsdóttir sæti hans.


 


Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar og þeir mæti til næsta fundar ráðsins.

9.905300 - Heimsókn embættismanna frá Wuhan, Kína

Frá Wuhan, Kína, óskað eftir að embættismönnum verði boðið til viku dvalar í júlí nk. í tengslum við hugsanleg samstarfsverkefni vinabæjanna.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

10.905150 - Styrkbeiðni vegna Skólahreysti 2009.

Frá bæjarritara, dags. 27/5, umsögn um styrkbeiðni Icefitness ehf. vegna keppninnar. Lagt er til að styrkbeiðnin verði samþykkt og bæjarráð veiti styrk að upphæð kr. 200.000,-.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

11.904178 - Umsókn Skátafélagsins Kópa um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 27/5, umsögn um styrkbeiðni til greiðslu fasteignagjalda af húseignum félagsins að Digranesvegi 79 og Vatnsendabletti 391. Lagt er til að veittur verði styrkur til félagsins að upphæð kr. 1.871.958,- til greiðslu fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

12.903248 - Sæbólsbraut 40, breytt deiliskipulag.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 27/5, óskað eftir leiðréttingu vegna bókunar við umfjöllun um tillögu, þar sem staðfest var í bæjarráði 25/5 sl. að auglýsa hana í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Þar sem lóðin er í þegar byggðu hverfi, skulu breytingar vera kynntar í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, þ.e.a.s. grenndarkynning.
Bæjarráð samþykkir að tillaga að skipulagi fyrir Sæbólsbraut 40 verði kynnt lóðarhöfum Sæbólsbraut 8, 14, 16 og 37 - 61, skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

13.905280 - Dalvegur 32, umsókn um matjurtarækt.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 26/5, umsögn um erindi varðandi nýtingu lóðarinnar að Dalvegi 32 undir matjurtarækt á vegum áhugamannafélags, samkvæmt fyrirhuguðum leigusamningi milli félagsins og Brimborgar ehf., núverandi lóðarhafa. Engar athugasemdir eru gerðar við þessa nýtingu lóðarinnar, en eðlilegast þykir að starfsemin sé alfarið á vegum áðurnefnds áhugamannafélags, en ekki Kópavogsbæjar.


Bæjarráð gerir ekki athugsemdir við að lóðin verði nýtt sem matjurtagarður, en að Kópavogsbær komi ekki að starfseminni.

14.905205 - Kleifakór 9. Ósk um hraðahindrun í Kleifakór.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/5, umsögn um erindi, þar sem óskað er eftir hraðahindrun í Kleifakór. Lagt er til að sett verði upp gúmmíhraðahindrun í götunni og að það komi til framkvæmda á næstu vikum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

15.901074 - Fundargerð ÍTK 25/5

16.904119 - Álfhólsvegur, umferðaröryggi.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/5, umsögn um erindi varðandi umferðaröryggi á Álfhólsvegi. Lagt er til að settar verði upp tvær gúmmíhraðahindranir í götunni og að það komi til framkvæmda á næstu vikum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

17.905315 - Guðmundarlundur. Leigusamningur.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 26/5, drög að samningi milli Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.

Bæjarráð samþykkir samningsdrögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

18.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni vinnuskólans, dags. 28/5, tillaga að ráðningum sumarstarfsmanna.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

19.812068 - Samkomulag um uppbyggingu á húsnæði fyrir Siglingaklúbbinn Ými

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar og íþróttafulltrúa, dags. 27/5, óskað heimildar til að hefja framkvæmdir við uppsetningu flotbryggju við aðstöðu klúbbsins.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

20.804117 - Tilraunaverkefni - Hugsum áður en við hendum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 18/5, yfirlit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir og kostnaðaráætlun.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

21.901281 - Svæðisáætlun Sorpu bs.

Frá stjórn Sorpu bs., dags. 30/3, svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til staðfestingar.

Bæjarráð staðfestir svæðisáætlunina.

22.805019 - Hjálparsveit skáta. Rekstrarsamningur

Frá bæjarritara, dags. 27/5, lögð fram drög að rekstrarsamningi við Hjálparsveit skáta, sem unnin hafa verið í samráði við fulltrúa HSSK, með aðkomu starfsmanna tómstunda- og menningarsviðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu samningsdraganna.

23.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 27/5

Guðríður Arnardóttir vakti athygli á bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í lið 1 og tók undir bókunina.

24.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 20/5

25.905003 - Skólanefnd - 10

Liður 1. Guðríður Arnardóttir óskaði eftir að fá yfirlit yfir uppgjör grunnskólanna sent með gögnum fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

26.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 19/5

Liður 1. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.


Liður 2. Bæjarráð óskar eftir að greinargerðir verði sendar bæjarfulltrúum.

27.905013 - Kjaranefnd - 3

28.905011 - Kjaranefnd - 2

Fundi slitið - kl. 16:57.