Bæjarráð

2502. fundur 30. apríl 2009 kl. 15:15 - 16:30 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.904229 - Umsókn um styrk til starfsemi félagsins UMIAQ.

Frá UMIAQ samtökunum, Grænlandshúsinu í Óðinsvéum, dags. 20/4, óskað eftir fjárhagsaðstoð vegna starfseminnar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

2.904281 - Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa óskað eftir upplýsingum um viðskipti bæjarins við fyrirtækið Frjálsa miðlun. Um leið og við ítrekum að umbeðin gögn verði lögð fyrir bæjarráð sem fyrst bendum við á að bæjarstjóri er vanhæfur í málinu og á því ekk að koma að því að taka þessi gögn saman né tjá sig um málið við starfsmenn bæjarins.


Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson."


 


Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, óskaði fært til bókar:


"Undirritaður er ekki að taka saman umbeðnar upplýsingar. Málið er í höndum bæjarritara.


Gunnar Ingi Birgisson."

3.904280 - Sambýli í Austurkór.

Guðbjörg Sveinsdóttir spurðist fyrir um stöðu mála varðandi byggingu sambýlis fyrir geðfatlaða í Austurkór.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til félagsmálastjóra.

4.904221 - Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands. Fundarboð.

Frá Öldrunarráði Íslands, dags. 27/4, tilkynning um að aðalfundur ráðsins verður haldinn þann 28. maí nk. í hátíðarsalnum á Grund, Hringbraut 50; einnig óskað eftir tilnefningu til verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu aldraðra.

Lagt fram.


 


Hlé var gert á fundi kl. 16.17. Fundi var framhaldið kl. 16.22.

5.904237 - Afrit af bréfi Handknattleiksdeildar HK til Íslenskra Aðalverktaka hf.

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hdl., f.h. Handknattleiksdeildar HK, dags. 20/4, vegna uppsagnar samstarfssamnings milli HK og ÍAV.

Lagt fram.

6.904197 - Aðalfundur Veiðifélags Elliðavatns 2009.

Frá Veiðifélagi Elliðavatns, gögn frá aðalfundi félagsins 24. apríl sl.

Lagt fram.

7.904255 - Þrymsalir 14. Lóðaskil.

Jón Sigurðsson, kt. 240679-4939, óskar eftir að skila inn byggingarrétti á lóðinni Þrymsalir 14.
Lagt fram.

8.904245 - Þrymsalir 13. Lóðaumsókn.

Jón Sigurðsson, kt. 240679-4939, og Guðbjörg Gréta Steinsdóttir, kt. 060580-5459, sækja um byggingarrétt á lóðinni Þrymsalir 13.
Bæjarráð samþykkir umsókn um byggingarrétt á Þrymsölum 13.

9.904164 - Austurkór 76. Lóðarumsókn

Frá Sérverki ehf., Askalind 5, kt. 140264-4079, umsókn um byggingarrétt.


Bæjarráð gefur Sérverki ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 76. Einn fulltrúi sat hjá við afgreiðsluna.

10.904230 - Austurkór 76. Lóðaumsókn.

Frá Ártaki ehf., Birkiási 19, Garðabæ, kt. 540802-2380, umsókn um byggingarrétt.

Bæjarráð gefur Sérverki ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 76. Einn fulltrúi sat hjá við afgreiðsluna.

11.903196 - Stapaþing 119 ( var Stapaþing 46). Lóðaskil.

Frá Ævari Erni Magnússyni, tölvupóstur dags. 20/3, lóðinni að Stapaþingi 119 skilað inn.

Lagt fram.

12.904236 - Tennishöllin við Dalsmára

Frá Tennishöllinni, tölvupóstur dags. 28/4, óskað eftir fundi varðandi hugsanlegar breytingar á skipulagningu svæðisins og að gengið verði betur frá svæðinu milli útivalla TFK og Tennishallarinnar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og íþróttafulltrúa til umsagnar.

13.904222 - Ályktanir frá aðalfundi Félags eldri borgara í Kópavogi.

Frá formanni Félags eldri borgara í Kópavogi, dags. 12/4, þakkir færðar fyrir styrk vegna 20 ára afmælis félagsins og lagðar fram óskir um tillögu- og umsagnarrétt í málefnum aldraðra, svo og niðurfellingu fasteignagjalda af húseignum þeirra.


Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til úrvinnslu.

14.904226 - Körfuknattleiksdeild Breiðabliks

Frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks, ódags., greinargerð um málefni deildarinnar og óskað eftir styrk í tengslum við Ársþing KKÍ í Smáranum dagana 14. og 15. maí nk.

Bæjarráð vísar 1. tölulið erindisins til bæjarstjóra til afgreiðslu. Einn fulltrúi sat hjá við afgreiðsluna.


 


Bæjarráð vísar öðrum töluliðum erindisins til ÍTK til afgreiðslu.

15.904225 - Breiðablik vegna meistaramóts Norðurlanda í fjölþrautum unglinga.

Frá frjálsíþróttadeild Breiðabliks, tölvupóstur dags. 15/4, óskað eftir styrk vegna kostnaðar í tengslum við meistaramót Norðurlanda dagana 13. og 14. júní nk.


Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 150.000,- til verkefnisins.

16.904181 - Kvartmíluklúbburinn vegna bílasýningar í Kórnum.

Frá Kvartmíluklúbbnum, ódags., óskað eftir niðurfellingu eða lækkun kostnaðar við leigu Kórsins undir fyrirhugaða bílasýningu um hvítasunnuhelgina.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa til umsagnar.

17.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 20/4

261. fundur

18.803074 - Boðaþing 5 og 7, hjúkrunaríbúðir. Nýbygging

Frá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 22/4, tilkynning um samþykkt fjárveitingar að upphæð 135.000.000 kr. v/byggingar hjúkrunarheimilis fyrir aldraða við Boðaþing, sem greiðist samkvæmt ákvæðum í samningi milli aðila um fjárstreymi á byggingartímanum.

Lagt fram.

19.904178 - Skátafélagið Kópar, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Frá skátafélaginu Kópum, dags. 12/4, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts af húseignum félagsins að Digranesvegi 79 og að Vatnsendabletti 391.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

20.810233 - Vatnsendablettur 206. Stækkun lóðar

Frá Halldóri Ó. Sigurðssyni, dags. 20/4, óskað eftir að stöðuréttur sumarbústaðar Fríðu Hjaltested verði framlengdur til 20. september 2014, eða svo lengi sem hún er á lífi og hefur not af honum.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

21.904202 - Smiðjuvegur 6, Hólsæð ehf. Beiðni um umsögn skv. lögum nr. 85/2007.

Frá bæjarlögmanni, dags. 28/4, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 24/4, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Hólsæðar ehf., kt. 600409-0930, Arnarhrauni 2, 220 Hafnarfirði, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Matstofu Sóleyjar að Smiðjuvegi 1, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

22.901330 - Tillaga um samþættingu frístundastarfs fyrir börn í Kópavogi.

Frá íþróttafulltrúa og kennslufulltrúa, dags. 27/4, tillaga varðandi samstarf íþrótta- og tómstundafélaga við Dægradvöl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.811286 - Skógrækt og uppgræðsla í Selfjalli í Lækjarbotnalandi

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 28/4, umsögn varðandi bókun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 20/4 sl. um mat á umhverfisáhrifum á nefndu svæði.

Bæjarráð samþykkir tillögu að umsögn.

24.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni Vinnuskólans, dags. 30/4, tillögur að ráðningum 93 einstaklinga í sumarstörf 2009.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar.

25.904169 - Vinnuskóli Kópavogs 2009 - vinnutími, laun o.fl.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, garðyrkjustjóra og forstöðumanni Vinnuskólans, dags. 21/4, tillögur um vinnutíma og laun sumarið 2009, ásamt samanburðartölum frá 2008 og við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

Hlé var gert á fundi kl. 15.49. Fundi var framhaldið kl. 15.50.


 


Bæjarráð samþykkir tillögurnar.

26.904227 - Útivistarsvæði o.fl. - helstu verk 2009

Frá garðyrkjustjóra, yfirlit yfir fyrirhuguð verkefni í sumar.


Lagt fram.

27.902028 - Umsókn um tómstundarjörð.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 28/4, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 5/2 sl., þar sem lagt er til að beiðni Sigurðar Hanssonar um úthlutun lóðar til matjurtaræktunar verði hafnað.
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir bréfritara á garðlönd, sem eru til leigu hjá Kópavogsbæ.

28.903228 - Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, yfirlit yfir fjölda atvinnulausra.

Frá félagsmálastjóra, dags. 29/4, upplýsingar um fjölda atvinnulausra til 31. mars 2009.

Lagt fram.

29.904240 - Lántaka vegna framkvæmda við leikskólann í Aðalþingi.

Frá bæjarstjóra, tillaga að bókun vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

"Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Kópavogs samþykkir hér með að taka verðtryggt jafngreiðslulán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 200.000.000,- kr. til 15 ára, með greiðslum tvisvar á ári, 5. febrúar og 5. ágúst. Síðasti greiðsludagur 5. febrúar 2024. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir við Leikskólann Aðalþingi í sveitarfélaginu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er bæjarstjóra Gunnari I Birgissyni eða staðgengli hans, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."


Bæjarráð samþykkir tillöguna.

30.807080 - Uppgjör vegna rekstrarsamninga við grunnskóla í Kópavogi.

Frá bæjarstjóra, tillaga vegna Salaskóla.



"Bæjarráð bókaði þann 14/8 varðandi fjármál Salaskóla, að skólastjóri skólans gerði grein fyrir því, hvernig hann ætlaði að rétta af fjárhag skólans vegna hallareksturs fyrri ára. Bæjarráð beinir því til skólanefndar að kalla eftir þessum upplýsingum hið fyrsta, þar sem samþykkt uppgjör liggja fyrir í öllum grunnskólum Kópavogs nema Salaskóla.


Gunnar Ingi Birgisson"




Hlé var gert á fundi kl. 15.30. Fundi var fram haldið kl. 15.36.


 


Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá.


 


Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:


"Samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum skólanefndar er málið í vinnslu og furða ég mig á bókun bæjarstjóra þar sem venja er að viðkvæm mál af þessu tagi séu rædd innan skólanefndar og hlutaðeigandi aðilar almennt ekki nafngreindir.


Guðríður Arnardóttir"


 


Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.


 


Guðbjörg Sveinsdóttir mætti til fundar kl. 15.25.

31.902040 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Drög að siðareglum, sem lögð voru fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 10/2.

Bæjarstjóri lagði fram ný drög að siðareglum. Afgreiðslu frestað milli funda.

Fundi slitið - kl. 16:30.