Bæjarráð

2524. fundur 05. nóvember 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Frá íþróttafulltrúa, dags. 4/11, umsögn ÍTK, sem óskað var eftir í bæjarráði 17/9, um nýtt heiti sviða. ÍTK finnst nýtt nafn á sviðinu ekki nægilega lýsandi fyrir þá starfsemi sem þar er undir, en gerir ekki frekari athugasemdir.

Lagt fram.

2.911154 - Umferð á Salavegi.

Bæjarráð óskar umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknsviðs vegna umferðaröryggis á Salavegi.

3.911153 - Bifreiðastæði við Leikhús í Funalind.

Hafsteinn Karlsson óskar eftir tillögu framkvæmda- og tæknisviðs um aðgerðir vegna kvartana íbúa í Funalind vegna bifreiðstæða við Leikhús í götunni.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

4.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 10. nóvember

I. Fundargerðir nefnda.

II. Skipulagsmál.

III. Kosningar.

5.901281 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Frá stjórn Sorpu bs., dags. 1/11, greinargerð um fyrirhugaðar framkvæmdir við flokkun heimilisúrgangs og kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Lagt fram.

6.911019 - Meðalbraut 2, sótt um styrk vegna endurnýjun á gleri í gluggum.

Frá húseigendum Meðalbraut 2, dags. 20/10, óskað eftir styrk til greiðslu hljóðeinangrandi glers í gluggum sem snúa að Hafnarfjarðarveginum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

7.911041 - Óskað eftir stuðning Kópavogsbæjar við ferðaþjónustu í bænum.

Frá Hótel Smára, Hótel Merlin og Gistiheimilinu BB44, dags. 20/10, styrkbeiðni vegna þátttöku fyrirtækjanna í ferðamálaráðstefnu í Kaupmannahöfn í september sl.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

8.909004 - Niðurfellingu fasteignaskatts fyrir 2009 og eftirleiðis

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 23/10, þakkir færðar vegna niðurfellingar fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Gullsmára 9.

Lagt fram.

9.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá Persónuvernd, dags. 30/10, afrit af bréfi til íbúa í bænum þar sem tilkynnt er að ekki verði aðhafst frekar í málinu, þar sem Kópavogsbær hefur fallist á sjónarmið hans og gert viðeigandi ráðstafanir.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

10.810412 - Kórsalir 5. Vanefndir seljanda, frágangur, lokaúttekt.

Frá húsfélaginu að Kórsölum 5, dags. 28/10, athugasemdir varðandi bréf byggingarfulltrúa dags. 28/10 og lokaúttekt á húsinu.

Lagt fram.

11.911046 - Bakkabraut 12, fyrirhugaðar lokunaraðgerðir á iðnaðarhúsnæði sem er notað til búsetu.

Frá slökkviliðsstjóra, dags. 2/11, afrit af bréfi til Flísalagna Afrims ehf., tilkynning um að hætta beri notkun húsnæðisins að Bakkabraut 12 til búsetu.

Lagt fram.

12.911086 - Endurskoðun ársreikninga Kópavogsbæjar 2009.

Frá PriceWaterhouse Coopers, dags. 28/10, staðfesting á óhæði fyrirtækisins sem endurskoðenda gagnvart Kópavogsbæ.

Lagt fram.

13.911044 - Heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 30/10, yfirlit yfir úthlutanir og greiðslur framlaga mánuðina janúar - september 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

14.910513 - Upplýsingaöflun samkvæmt lögum um tekjuskatt.

Frá skattstjóranum í Reykjavík, dags. 29/10, óskað eftir upplýsingum um verktakagreiðslur frá 2007 og 2008.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

15.910484 - Breytingar á skattframtali sveitarfélagsins 2009.

Frá skattstjóranum í Reykjanesumdæmi, dags. 28/10, tilkynning um áætlaðar fjármagnstekjur sveitarfélagsins, þar sem ekki var gert grein fyrir fjármagnstekjum á skattframtali fyrir árið 2008.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

16.909017 - Fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 1/10

318. fundur

17.910181 - Dansíþróttasamband Íslands vegna Íslandsmeistaramóts í samkvæmisdönsum.

Frá íþróttafulltrúa, dags. 4/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 22/10, um erindi DSÍ, þar sem óskað var eftir styrk vegna Íslandsmeistaramóts í samkvæmisdönsum. ÍTK lítur jákvætt á að styrkja DSÍ vegna leigu á húsnæði, en telur ekki rétt að styrkja vegna búnaðar.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur íþróttafulltrúa að afgreiða það.

18.910367 - Starfslýsing. Deildarstjóri grunnskóladeildar (áður verkefnastjóri grunnskóladeildar)

Frá starfsmannastjóra og sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 4/11, umsögn um starfslýsingu deildarstjóra grunnskóladeildar og óskað heimildar til ráðningar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á tillögu að starfslýsingu til næsta fundar og óskar eftir að starfsmannastjóri og sviðsstjóri fræðslusviðs mæti til næsta fundar.

19.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 30/10

125. fundur

20.901137 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. 12/10

265. fundur

21.910010 - Fundargerð skólanefndar 2/11

17. fundur

22.910469 - Vatnsendi-Þing, suðursvæði, breytt aðalskipulag.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

23.910065 - Boðaþing 1 - 3, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

24.909212 - Ný heiti sviða í skipuriti bæjarins.

Skipulagsnefnd vísar erindinu um heiti sviðsins til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Lagt fram.

25.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingar sbr.
greinargerð með endanlegri áætlun br. 26. október 2009.

Lagt fram.

26.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2008-2020

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulags- og umhverfissviði að halda hverfafundi með íbúum um endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrá 21.

27.910008 - Fundargerð skipulagsnefndar 3/11

1172. fundur

28.911002 - Fundargerð leikskólanefndar 3/11

10. fundur

29.910015 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 2/11

239. fundur

30.901385 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 26/10

144. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.