Bæjarráð

2560. fundur 02. september 2010 kl. 08:15 - 17:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1006448 - Grundarsmári 16, stækkun húss

Frá Vigni Baldurssyni og Þóreyju Birnu Ásgeirsdóttur, dags. 25/8, varðandi viðbyggingu húss við Grundarsmára 16.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

2.1008107 - Hamraborgarhátíð

Rannveig Ásgeirsdóttir lýsti ánægju með Hamraborgarhátíð, sem fram fór um síðustu helgi, og færði fram þakkir til allra sem að undirbúningi komu.

3.1009017 - Ósk um upplýsingar um bifreiðakost Kópavogsbæjar

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir úttekt á bifreiðakosti Kópavogsbæjar og mati á kostnaði við að breyta bifreiðum þannig að unnt verði að knýja þær áfram með metangasi.

4.1009018 - Ósk um 8 mánaða uppgjör

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir því að bæjarstjóri leggi fram 8 mánaða uppgjör í lok þessa mánaðar enda er það nauðsynleg forsenda að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Gunnar Ingi Birgisson""

5.1009016 - Fyrirspurn um skólaakstur í vesturbæ Kópavogs

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum um fjölda barna sem ekið er úr Sæbólshverfi í Kársnesskóla og aldursdreifingu þeirra.

6.1009015 - Fyrirspurn um kostnað við Hamraborgarhátíð

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir upplýsingum frá bæjarstjóra um kostnað við Hamraborgarhátíð og að allur kostnaður verði þar tilgreindur.

 

7.1009013 - Fundartími bæjarráðs kjörtímabilið 2010-2014.

Bæjarráð samþykkir, með vísar til 45. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar, að fundir bæjarráðs kjörtímabilið 2010-2014 verði á fimmtudögum kl. 8.15.

8.1008191 - Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

Frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, ársskýrsla 2009.

Lagt fram.

9.1008240 - Þorrasalir 10. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 1/9.
Hjörleifur Einar Árnason og Anna G. Maríasdóttir ásamt Ævari Valgeirssyni og Sigrúnu B. Andrésdóttur sækja um lóðina að Þorrasölum 10.
Með hliðsjón af samanburði umsókna, er mælt með því að Ævari Valgeirssyni og Sigrúnu B. Andrésdóttur verði úthlutað lóðinni að Þorrasölum 10.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Ævari Valgeirssyni og Sigrúnu B. Andrésdóttur byggingarrétti á lóðinni að Þorrasölum 10.

10.1008238 - Umsókn um lóð/aðstöðu

Frá Metanorku ehf., dags. 30/8, óskað er eftir lóð eða aðstöðu fyrir afgreiðslustöð fyrir metan og aðra umhverfisvæna orku til samgangna.

Bæjarráð vísar erindnu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

11.1008018 - Lista- og menningarráð 30/8

362. fundur

12.1006303 - Vogatunga 97, bótakrafa á hendur Kópavogsbæ

Frá KE Lögmannsstofu, dags. 30/8, varðandi bætur vegna vatnstjóns að Vogatungu 97.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

13.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 27/8, vegna kæru Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. fh. Þorsteins Hjaltested vegna eignarnámssáttar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

14.1008206 - Skjalavarsla sveitarfélaga

Frá Þjóðskjalasafni Íslands, dags. 25/8, varðandi nýtt leiðbeiningarrit um skjalavörslu sveitarfélaga.

Lagt fram.

15.1007197 - Tillaga um niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Frá sviðsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, minnisblað dags. 31/8, varðandi tillögu um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Ekki er talið heimilt að ákveða frekari eftirgjöf á gatnagerðargjöldum vegna stækkunar eldra húsnæðis, að óbreyttum lögum.

Bæjarráð vísar tillögunni frá á grundvelli minnisblaðs sviðsstjóra og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

16.1007130 - Kórinn, starfslýsing forstöðumanns. Júní 2010.

Frá starfsmannastjóra, starfslýsing forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar Kórsins, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna.

17.1005063 - Þríhnúkagígur

Frá skipulagsstjóra, minnisblað varðandi Þríhnúkagíg.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Þríhnúka ehf. vegna hugsanlegrar aðkomu Kópavogsbæjar að félaginu.

18.1005075 - Reglur um launalaust leyfi

Frá starfsmannastjóra, reglur um launalaust leyfi, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir reglur um launalaust leyfi.

19.1008243 - KK Veitingar ehf. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 1/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 27. ágúst 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar KK veitinga ehf., kt. 6707-0680, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Kínahofið, Nýbýlavegi 20 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.


Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

20.1001157 - Stjórn Strætó bs. 27/8

146. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.