Bæjarráð

2685. fundur 02. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1301028 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 19. apríl

805. fundur

Lagt fram.

2.1304513 - Athugasemdir við gerð brúar yfir Fossvog

Frá Siglingasambandi Íslands, dags. 22. apríl, athugasemdir við fyrirhugaða brú yfir Fossvog.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

3.1304433 - Umsóknir um framlög úr Jöfnunarsjóði til eflingar tónlistarnámi vegna skólaársins 2013-2014

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 18. apríl, óskað eftir umsóknum og áætlun um tónlistarnám í sveitarfélaginu skólaárið 2013-2014 í tengslum við endurnýjun samkomulags sem rennur út 31. ágúst nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

4.1302172 - Fundargerðir stjórnar LSK.

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 15. apríl, svar við bréfi frá bæjarritara dags. 8. febrúar sl. þar sem óskað var eftir að fundargerðir stjórnar LSK verði lagðar fyrir bæjarráð og bæjarstjórn.

Lagt fram.

5.1304472 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Breytingartillögur.

Frá SSH, dags. 23. apríl, breytingartillögur á svæðisskipulagi hbsv. sem samþykktar voru á fundi svæðisskipulagsnefndar 19. apríl og óskað eftir staðfestingu sveitarfélaga fyrir 21. maí nk.

Bæjarráð staðfestir breytingartillögur á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

6.1304498 - Beiðni um styrk til að gera heimildarmynd um Vallargerðisvöll

Frá Heiðari B. Heiðarssyni, óskað eftir styrk til að gera heimildarmynd um Vallargerðisvöll.

Bæjarráð vísar erindinu til lista- og menningarráðs til afgreiðslu.

7.1205409 - Kópavogstún, Kópavogsbærinn og Kópavogshælið.

Frá skipulagsstjóra, lagðar fram fundargerðir Kópavogsfélagsins 1. fundar frá 3. október 2012, 2. fundar frá 25. október 2012, 3. fundar frá 31. október 2012, 4. fundar frá 7. nóvember og 5. fundar frá 19. desember 2012.

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég minni á að gamli Kópavogsbærinn var með dýrahald.

Ómar Stefánsson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Óska eftir því að fundargerðir verði lagðar fyrir bæjarráð strax að loknum fundum.

Guðríður Arnardóttir"

8.1210003 - Kastalagerði 7, lóðarleigusamningur og göngustígur.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 23. apríl, tillaga um að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Kastalagerði 7.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

9.1303112 - Ráðningar á árinu 2012. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Frá starfsmannastjóra, dags. 22. apríl, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði 4. apríl sl. varðandi auglýst störf hjá Kópavogsbæ.

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Ótækt verður að teljast að sérfræði- og stjórnunarstörf hjá bænum skuli einungis auglýst á vef bæjarins og í lítt áberandi safnauglýsingum með tiltölulega stuttum umsóknarfresti.

Undirrituð leggur til að starfsmannastjóra verð falið að móta samræmdar vinnureglur um auglýsingar í störf hjá  bænum. Þar skuli allar sérfræði- og  stjórnunarstöður hjá bænum vera auglýstar sérstaklega í dagblöðum bæjarins með áberandi hætti til að laða að hæfa umsækjendur. Jafnframt skuli umsóknarfrestur að jafnaði vera 3 vikur frá birtingu fyrstu auglýsingar.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

10.1212132 - Ný rétt fyrir afrétt Seltjarnarneshrepps hins forna í lögsagnarumdæmi Kópavogs

Frá bæjarlögmanni, dags. 30. apríl, umsögn um erindi Sauðfjáreigendafélags Kópavogs og Fjáreigendafélags Reykjavíkur, varðandi fyrirhugaða byggingu nýrrar réttar.

Minnisblað bæjarlögmanns lagt fram.

 

Í samræmi við minnisblað bæjarlögmanns liggja ekki fyrir upplýsingar um kostnað verkefnisins eða hvernig fjallskilasjóður muni standa að fjármögnun þess. Bæjarráð gerir að öðru leyti ekki athugasemd við tillögu að staðsetningu nýrrar réttar norðan Suðurlandsvegar.

 

Bæjarlögmanni falið að afla upplýsinga frá bréfritara um kostnað og fjármögnun verkefnisins.

11.1301054 - Mánaðarskýrslur 2013

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í apríl yfir starfsemi í mars 2013.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

12.1304502 - Selkópar í Kópavogi. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um að kanna kosti þess og galla að sleppa selkópum í Kópavoginn, mál sem frestað var í bæjarráði þann 19. apríl sl.

Bæjarráð fellir tillöguna með einu atkvæði en fjórir sátu hjá.

13.1304501 - Silungs- og laxaseiði í Kópavogslæk. Tillaga frá Ómari Stefánssyni

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju tillaga Ómars Stefánssonar varðandi möguleika á að sleppa bleikju-, urriða- og jafnvel laxaseiðum í Kópavogslæk og Kópavogstjörn, mál sem frestað var í bæjarráði þann 19. apríl sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður er samþykkur tillögunni en leggur áherslu á að umhverfissjónarmiða og atriða er snúa að fjölbreyttni og framandi tegundum verði sérstaklega gætt.

Ólafur Þór Gunnarsson"

14.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 19. apríl

318. fundur

Lagt fram.

15.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 19. apríl

121. fundur

Lagt fram.

16.1304022 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. apríl

80. fundur

Lagt fram.

17.1301025 - Skólanefnd MK, 24. apríl

1. fundur

Lagt fram.

18.1204094 - Úthlutun styrkja til tónlistarnáms í tónlistarskólum utan sveitarfélags

Skólanefnd samþykkti breytingar á reglum um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

19.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga (skipulagsdaga) leik- og grunnskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, lagt er til við bæjarráð að það staðfesti afstöðu skólanefndar vegna skólaársins 2013-2014 þar sem ljúka þarf vinnu við skóladagatöl sem allra fyrst.

Í ljósi vilja bæjarstjórnar til að samræma skipulagsdaga fyrir sveitarfélagið í heild, sbr. tillögu í bæjarstjórn dags. 12. febrúar 2013, er hins vegar lagt til að menntasviði verði falið að stýra þeirri vinnu í samráði við skólastjóra og leikskólastjóra fyrir skólaárið 2014-2015.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.1304024 - Skólanefnd, 29. apríl

57. fundur

Lagt fram.

21.1301024 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 19. apríl

34. fundur

Lagt fram.

22.1301023 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 22. apríl

179. fundur

Lagt fram.

 

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna liðar 3.3.1 Sala tóbaks:

"Lýsi fullum stuðningi við nefndina varðandi eftirlit með sölu á tóbaki til ungmenna.

Ómar Stefánsson"

23.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að sviðsstjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra verði falið að kaupa íbúðir árið 2013 fyrir um kr. 70 milljónir, óháð lánveitingum íbúðarlánasjóðs. Bæjarstjóra falið að senda bréf til velferðarráðherra vegna dráttar á setningu reglugerðar um lán til kaupa á félagslegu húsnæði.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmaráðs og felur bæjarstjóra að senda bréf til velferðarráðherra vegna dráttar á setningu reglugerðar um lán til kaupa á félagslegu húsnæði.

24.1303293 - Rammasamningur umhverfissviðs - framkvæmdadeild. Útboð.

Þann 11. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið "Rammasamningsútboð með örútboðum. Þjónusta verktaka fyrir umhverfissvið Kópavogsbæjar - framkvæmdadeild." 41 verktaka var gefinn kostur á að gerast aðili að rammasamningi og skiluðu 26 verktakar tilboði í tiltekna verkflokka. Samþykkt að vísa málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar, sbr. lið 6 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir þátttöku 26 verktaka í rammasamningi.

 

Ómar Stefánsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

25.1301621 - Fífan gervigras endurnýjað, útboð.

Þann 9. apríl sl. voru opnuð tilboð í verkið "Knattspyrnuhúsið Fífan, nýtt gervigrasyfirborð - gerviefni á hlaupabrautir." Lagt er fram mat á tilboðum. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Metatron ehf. um tilboð nr. 5. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 5 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Metatron ehf. um tilboð nr. 5.

26.1301618 - Álfabrekka gatnagerð endurnýjun lagna, útboð

Á fundi framkvæmdaráðs 10. apríl sl. var kynnt niðurstaða útboðs gatnagerðar í Álfabrekku. Lægstbjóðandi hefur óskað eftir að draga tilboð sitt til baka og hefur verið fallist á það. Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Óskatak ehf. um verkið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sbr. lið 3 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Óskatak ehf.

27.1304015 - Framkvæmdaráð, 24. apríl

49. fundur

Lagt fram.

28.1304011 - Félagsmálaráð - 1349

Lagt fram.

29.1304017 - Barnaverndarnefnd, 18. apríl

26. fundur

Lagt fram.

30.1304027 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 30. apríl

81. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.