Bæjarráð

2643. fundur 31. maí 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29/5, óskað eftir heimild til að bjóða eftirtöldum aðilum þátttöku í alútboði á byggingu leikskóla við Austurkór 1:
Jáverk ehf., Ístak hf., ÍAV hf., Eykt ehf., Sérverk ehf. og S.Þ. verktakar ehf.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

2.1205621 - Heildarkostnaður vegna skemmda á landi og gróðri í Heiðmörk. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er heildarkostnaður Kópavogsbæjar vegna skemmda á landi og gróðri í Heiðmörk sem bærinn ber ábyrgð á?

Hjálmar Hjálmarsson"

3.1205620 - Heildarkostnaður við öryggisgæslu. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er heildarkostnaður við öryggisgæslu og vöktun á húsnæði í eigu Kópavogsbæjar? Hver er kostnaður við öryggisvöktun sundlauganna, Gerðarsafns, Salarins, Molans og bókasafnsins/Náttúrufræðisafnsins?

Hjálmar Hjálmarsson"

4.1205619 - Kostnaður við gerð sjónvarpsauglýsinga. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hver er kostnaður við gerð sjónvarpsauglýsinga fyrir Kópavogsbæ. Var leitað tilboða í gerð auglýsinganna?

Hjálmar Hjálmarsson"

5.1205617 - Starfsmenn sem þegið hafa biðlaun sl. 3. ár. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir yfirliti yfir starfsmenn hjá Kópavogsbæ sem hafa þegið biðlaun síðastliðin 3 ár.

Hjálmar Hjálmarsson"

6.1205498 - Ársskýrsla Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis 2011

Frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 22/5, ársskýrsla 2011.

Lagt fram.

7.1205566 - Þorrasalir 9-11. Beiðni um framsal á lóð

Frá Mótx ehf., dags. 24/5, beiðni um að færa byggingarrétt á lóðinni Þorrasölum 9 - 11 yfir á nýstofnað byggingarfélag Silfurhús ehf. sem er í eigu Mótx, Þingvangs og Elínar Jóhannesdóttur.

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til umsagnar.

8.1205549 - Arakór 9. Óskað eftir nafnbreytingu á lóð

Frá Matthildi Baldursdóttur og Reinhard Valgarðssyni, dags. 21/5, óskað eftir samþykki bæjarráðs til að afsala Óla Garðari Kárasyni og Steinunni Sif Kristinsdóttur byggingarrétti á lóðinni Arakór 9.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.

9.1205586 - Frá aðalfundi Kvenfélagasambands Kópavogs 14.apríl 2012

Frá Kvenfélagasambandi Kópavogs, dags. 29/5, ályktun aðalfundarins frá 14/4, þar sem óskað er eftir að fjölgað verði bekkjum og ruslatunnum við göngustíga og á grænum svæðum í bænum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

10.1205535 - Styrkbeiðni v. Ólympíukeppni í efnafræði

Frá Jóni Ágústi Stefánssyni, dags. 23/5, óskað eftir styrk vegna þátttöku f.h. Íslands í Ólympíukeppni í efnafræði, sem haldin verður í Washington í Bandaríkjunum í júlí.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

11.812069 - Samningur um uppbyggingu íbúðabyggðar á norðanverðu Kársnesi. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og

Frá Þróunarfélaginu BRB ehf., dags. 25/5, óskað eftir að gengið verði frá afsölum á lóðum félagsins í Bryggjuhverfinu.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar..

12.1109189 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012. Umsóknareyðublöð, vinnu- og viðmiðunarre

Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 25/5, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

13.1204387 - Kennarar sem fara á eftirlaun verði ekki ráðnir til kennslu. Samþykkt bæjarráðs mótmælt

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 24/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 3/5, varðandi ráðningar kennara á lífeyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

14.1204302 - Beiðni um undanþágu frá reglu um að kennarar á eftirlaunum séu ekki ráðnir í hlutastarf

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30/5, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 26/4 sl. varðandi ráðningar kennara á lífeyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

15.1205471 - Ráðning aðstoðarskólastjóra Álfhólsskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30/5, umsögn varðandi beiðni um heimild til ráðningar aðstoðarskólastjóra Álfhólsskóla.

Hlé var gert á fundi kl. 9:56. Fundi var fram haldið kl. 10:00.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

16.1205025 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 30/5

45. fundur

Bæjarráð samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

17.1007117 - Kjóavellir reiðskemma. Stofnframkvæmdir

Frá bæjarstjóra, drög að samkomulagi Kópavogsbæjar, Garðabæjar, Hestamannafélagsins Gusts og Hestamannafélagsins Andvara um uppbyggingu og framkvæmdir á Kjóavöllum.

Hlé var gert á fundi kl. 9:40.  Fundi var fram haldið kl. 9:45.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

18.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 21/5

301. fundur

Bæjarráð tekur undir áhyggjur stjórnar Sorpu undir lið 9 vegna fyrirhugaðra breytinga á móttöku einnota drykkjavöruumbúða og varar við breytingum sem kunna að draga úr hvata til skila á endurvinnanlegum umbúðum.

19.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 21/5

325. fundur

Lagt fram.

20.1201261 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 16/4

324. fundur

Lagt fram.

21.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið

5. fundur 9/5, 6. fundur 15/5 og 7. fundur23/5.

Lagt fram.

22.1205022 - Leikskólanefnd 29/5

28. fundur

Lagt fram.

23.1104028 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd - Önnur mál

Jafnréttis- og mannréttindanefnd hvetur bæjarstjórn til þess að ráða jafnréttis- og mannréttindafulltrúa í fullt starf, sbr. lið 5 í fundargerð nefndarinnar frá 23/5.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

24.1205250 - Launakönnun skv. jafnréttisáætlun 2012

Lögð fram verðtilboð vegna könnunar á launakjörum karla og kvenna 2012. Málinu er vísað til bæjarráðs, sbr. lið 4 í fundargerð jafnréttis- og mannréttindanefndar 23/5.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

25.1104271 - Niðurstaða könnunar á kynjaskiptingu í nefndum og ráðum 2011-2014

Bókun jafnréttis- og mannréttindanefndar í fundargerð 23/5 lið 2:
Ráðið áréttar bókun sína frá 7. mars sl. og óskar eftir skýringum á ástæðum þess að jafnréttisstefnu bæjarins er ekki fylgt við kosningar í nefndir.

Bæjarráð felur bæjarritara að fara yfir könnunina ásamt jafnréttisráðgjafa.

26.1205017 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 23/5

12. fundur

Lagt fram.

27.1201279 - Heilbrigðisnefnd 21/5

171. fundur

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að vinna umsögn um lið 1.2.10 í fundargerðinni og leita nánari skýringa á bókun heilbrigðisnefndar.

28.1205020 - Atvinnu- og þróunarráð 24/5

2. fundur

Lagt fram.

29.1205018 - Barnaverndarnefnd - 13

13. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.