Bæjarráð

2689. fundur 30. maí 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1212193 - Vallakór 2, framsal lóðarréttinda.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 23. maí, umsögn um erindi frá SS verk ehf., kt. 520707-0500, um heimild til að framselja lóðarréttindi að Vallakór nr. 2 til SS hús ehf., kt. 540712-0230. Lagt er til við bæjarráð að SS verk ehf. verði heimilað að framselja lóðarréttindi til hins nýstofnaða félags SS hús ehf.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra.

2.1304276 - Smáratorg 1, Ding Deli. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 12. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ding Deli ehf., kt. 490413-2350, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki I, á staðnum Ding Deli, að Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

3.1304561 - Búðakór 1. Hverfisbarinn (Leikinn ehf). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 30. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Leikinn ehf., kt. 660213-0900, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús, skemmtistað, veisluþjónustu og veitingaverslun, kaffihús og krá í flokki III, á staðnum Hverfisbarinn, að Búðakór 1, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

4.1304043 - Boðaþing 4, íb. 01-0306. Ólafía Hansdóttir. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 27. mars, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ólafíu Hansdóttur, kt. 060748-2099, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka gististað í íbúð í flokki II, á staðnum Boðaþingi 4, íbúð 01-0306, fnr. 230-3424, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 090/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

5.1305369 - Hagasmári 1, Skemmtigarðurinn Smáralind. Beiðni um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 21. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Meira Fjör ehf., kt. 710311-1290, um breytingu á rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki II með útiveitingum, á staðnum Skemmtigarðurinn Smáralind, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

6.1302009 - Salavegur 2, Glersalurinn. S.G.Smiður ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 28. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn S.G. smiður ehf., kt. 650507-0880, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingasta, samkomusal í flokki I, á staðnum Glersalurinn, að Salavegi 2, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

7.1305262 - Hamraborg 14A, Al-Amir (Tania ehf.). Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi og lengdan opn

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 10. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Tania ehf., kt. 470909-1610, um breytingu á rekstrarleyfi til að mega reka veitingastað/greiðasölu í flokki II, á staðnum Al-Amir, að Hamraborg 14, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími verði lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir kveður á um. Óskar leyfisbeiðandi þess að opnunartími verði til kl. 23:00 alla daga í samræmi við reglugerð en þó verði opið til kl. 01:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Sveitarstjórn hefur heimild skv. 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 til þess að samþykkja þessa beiðni.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag.

8.1302436 - Lyngheiði 10. Heimagisting - Unnur Guðrún Óttarsdóttir. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarl

Frá bæjarlögmanni, lagt fram erindi sýslumannsins í Kópavogi, dags. 13. febrúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Unnar Guðrúnar Óttarsdóttur, kt. 270862-2179, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka heimagistingu í flokki I, á staðnum Lyngheiði 10, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi samkvæmt gildandi skipulagi. Í 6.2. gr. skipulagsreglugerð 090/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins sé heimil.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

9.1305484 - Álmakór 23. Beiðni um skil á lóðarréttindum.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 23. maí, umsögn um erindi frá Evu Hlín Dereksdóttur, kt. 070777-5849 og Ágústi Torfa Haukssyni, kt. 310574-4499 um heimild bæjarráðs til að skila inn lóðarréttindum vegna lóðarinnar Álmakór 23. Í ljósi breyttra aðstæðna lóðarhafa er lagt til við bæjarráð að fallist verði á beiðni þeirra um skil á lóðinni og hún auglýst á ný til úthlutunar á vef bæjarins.

Bæjarráð samþykkir tillögu skrifstofustjóra.

10.1305483 - Svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 28. maí, svar við fyrirspurn í bæjarráði þann 23. maí sl. varðandi greiðslu viðskiptaskuldabréfa.
Jafnframt lagt fram bréf bæjarstjóra, dags. 29. maí, til endurskoðanda bæjarins, þar sem óskað er eftir úttekt á greiðslu skuldabréfa og ferli við skuldastýringu.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Í Fréttablaðinu mánudaginn 27. maí s.l. lætur bæjarfulltrúinn Guðríður Arnardóttir að því liggja að starfsmenn Kópavogsbæjar hafi vísvitandi brotið af sér í starfi með því að hafa komið peningum í "skjól" frá réttmætum eigendum þeirra.   Það er afar slæmt að bæjarfulltrúinn skuli dylgja með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að mál séu upplýst. Það er slæmur ávani að skjóta fyrst og spyrja svo og er umræðuhefð sem ætti að heyra sögunni til. Í ljósi ærumeiðandi aðdróttana hefur endurskoðendum bæjarins verið falið að gera úttekt sem er ætlað að varpa skýru ljósi á málsatvik svo þau séu öllum ljós.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarstjóri ber ábyrgð á öllum rekstri bæjarins og ekki hvað síst skuldastýringu bæjarsjóðs. Hafi bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda, er ástæða til þess að hann endurskoði starfshætti sína.  Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga.  Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar.

Óskað er upplýsinga um eftirfarandi hið fyrsta:

Sundurliðaðan lista yfir allar reglulegar skuldir Kópavogsbæjar. Skuli þar tilgreina lánstíma, eftirstöðvar og vaxtarprósentu.

Lista yfir öll skuldabréf sem Kópavogur hefur greitt upp á árinu 2012 sem ekki voru að öllu leyti fallin á gjalddaga. Skuli þar tilgreina vaxtarprósentu.

Ítarlegar upplýsingar um það hvernig umrætt skuldabréf birtist í bókum bæjarins.

Guðríður Arnardóttir"

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður hvetur til að verkferlar við uppgreiðslu skulda, s.s. m.t.t. upphæða og eðlis skulda verði yfirfarnir í ljósi málsins.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Hjálmar Hjálmarsson tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar.

Guðríður Arnardóttir tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar og óskar fært til bókar að hún telji að ákvarðanir um uppgreiðslu skuldabréfa skuli lagðar fyrir bæjarráð.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar og óskar fært til bókar að þetta er eitt þeirra atriða sem hann hefur þegar óskað eftir við endurskoðanda bæjarins að skoða.

11.1210301 - Rekstur sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 17. maí, þar sem staða mála við samningagerð um sjúkraflutninga er kynnt.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SHS um samninga um sjúkraflutninga.

12.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Lögmönnum Thorsplani, dags. 21. maí, varðandi dánarbú Sigurðar Hjaltested.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

13.1208451 - Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog

Frá Ungmennasambandi Kjalarnesþings, dags. 15. maí, vegna áforma um reiðhjólabrú yfir Fossvog.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

14.1305519 - Opið bréf til sveitarstjórna um nauðungarsölur

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna, dags. 24. maí, áskorun til sveitarfélaga að hefja aðgerðir til að stemma stigu við heimilisleysi af völdum nauðungarsala sýslumanna.

Lagt fram.

15.1305688 - Fundir atvinnu- og þróunarráðs. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður vekur athygli á því að Atvinnu og þróunarráð hefur ekki fundað frá því í febrúar. Hverjar eru skýringar þessa ?

Ólafur Þór Gunnarsson"

16.1305683 - Tillaga að breytingu á fjárhagsáætlun 2013

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Liður 11425  Hreinsun á veggjakroti lækki úr  kr. 5.800.000 í  kr. 1.000.000. Nýr liður verði stofnaður:  Veggskreytingar: kr. 2.500.000 Mismunurinn 2.300.000 verði færður yfir á liðinn sumarstörf.

Greinargerð: Á síðasta ári var aðeins nýttur lítill hluti þeirra upphæðar sem áætlaður var til hreinsunar á veggjakroti. Undirritaður telur því tækifæri til að nýta þennan fjárlið til að gera átak í veggjalist í bænum.

Umsjón á þessu verkefni gæti verið í höndum Molans í samvinnu við Umhverfissvið og Menntasvið.

Þessi breyting gæti skapað nokkur sumarstörf og gefið ungmennum tækifæri til listsköpunar og um leið gert umhverfi bæjarins hressilegra.

Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarráð vísar tillögunni til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

17.1305690 - Eftirlit með kattahaldi í Kópavogi. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirrituð minnir á að um Kattahald í Kópavogi gildar reglur. Þar er kveðið á um að kettir sem ganga lausir skuli hafa bjöllu um hálsinn.  Óskað er eftir greinagerð til bæjarráðs þar sem gerð er grein fyrir því hvernig samþykktum um kattahald í Kópavogi hefur verið framfylgt.

Guðríður Arnardóttir"

18.1305017 - Barnaverndarnefnd, 23. maí

28. fundur

Lagt fram.

19.1305327 - Svar við fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni varðandi olíuflutninga við Þríhnúka.

Frá bæjarstjóra, lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 29. maí, ásamt greinargerð varðandi olíuslys á Bláfjallavegi, svar við fyrirspurn í bæjarráði 16. maí sl.

Lagt fram.

 

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar heilbrigðiseftirlits og Þríhnúka ehf. mæti á fund ráðsins.

20.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs

Formaður stjórnar Reykjanesfólkvangs ásamt fulltrúa Kópavogsbæjar mættu til fundar.

21.1305520 - Þriggja mánaða uppgjör - janúar-apríl 2013

Lagt fram þriggja mánaða uppgjör skíðasvæðanna, sbr. lið 2 í fundargerð stjórnar frá 16. maí sl.

Lagt fram.

22.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 16. maí

331. fundur

Lagt fram.

23.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 23. maí

82. fundur

Lagt fram.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð vekur athygli á tvöföldun á gestakomum milli áranna 2011 og 2012 ásamt mikilli aukningu á fjölda afhendinga. Tekið er undir með stjórn Héraðsskjalasafnsins að slíkur áhugi sýni hversu nauðsynlegt það var að safnið var flutt úr óhentugu húsnæði í nýtt og betra hús.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég minni á að húsnæðið fór 100% fram úr áætlun og alltaf spurning um forgangsröðun og t.d. hefði verið skynsamlegra að hefja byggingu nýs leikskóla á þeim tímapunkti í tíð síðasta meirihluta.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Til lengri tíma mun framkvæmdin spara fjármuni þar sem gamla félagsheimili Sjálfstæðisflokksins sem hýsti safnið áður var ekki einungis óhentugt húsnæði heldur var leigan verulega há.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég minni á leigusamning sem Samfylkingin og forverar hennar gerðu á sínum tíma við bæinn.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Engir leigusamningar hafa verið gerðir af bæjarsjóði fyrr eða síðar við Samfylkinguna í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir"

24.1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

25.1305012 - Skipulagsnefnd, 27. maí

1226. fundur

Lagt fram.

 

Skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

26.1301023 - Heilbrigðiseftirlit, 27. maí

180. fundur

Lagt fram.

27.1305565 - Ferskur fiskur rammasamningsútboð

Framkvæmdaráð heimilar að boðið verði út í rammasamningsútboði kaup á ferskum fiski og ferskum fiskvörum fyrir mötuneyti velferðar- og menntasviðs.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og heimilar að boðið verði út í rammasamningsútboði kaup á ferskum fiski og ferskum fiskvörum fyrir mötuneyti velferðar- og menntasviðs.

28.1304388 - Strætó, biðstöðvar í Kópavogi

Listi yfir forgangsröðun framkvæmda 2013 vegna almenningssamgangna.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra framkvæmdadeildar um forgangsröðun framkvæmda.

29.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar
Staða sumarráðninga 2013 kynnt. Framkvæmdaráð heimilar að þeim umsækjendum um sumarstörf sem ekki eru komnir með vinnu verði boðin vinna í sex vikur (30 daga).

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu framkvæmdaráðs og heimilar að þeim umsækjendum um sumarstörf sem ekki eru komnir með vinnu verði boðin vinna í sex vikur (30 daga), öðrum afleiddum kostnaði verði mætt með hagræðingu innan sviðsins.

30.1304092 - Malbik 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar
Þriðjudaginn 28. maí 2013 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2013. Einnig voru opnuð tilboð í malbikskaup 2013, skv. útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogs, dags. 1. maí 2013. Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða hf. um malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2013. Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða ehf. um malbikskaup fyrir árið 2013.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Malbikunarstöðina Höfða ehf. um malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi og malbikskaup fyrir árið 2013.

31.1305522 - Hressingarhælið, framkvæmdir

Framkvæmdaráð veitir heimild til lokaðs útboðs til sex fyrirtækja á lagfæringum utanhúss á Hressingarhælinu í Kópavogi. Útboðið nær til endurnýjunar á gluggum og útihurðum, endurnýjunar á þaki, múrviðgerða og málunar utanhúss. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn einu afgreiðslu framkvæmdaráðs og veitir heimild til lokaðs útboðs til sex fyrirtækja á lagfæringum utanhúss á Hressingarhælinu í Kópavogi.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur eðlilegt að framkvæmdir við Hressingarhælið fari í opið útboð. Mjög óskýrar forsendur eru fyrir því að leitað sé til þröngs hóps verktaka og ekki liggur fyrir hvaða aðilum verður boðið að taka þátt í verkinu.

Guðríður Arnardóttir"

Ómar Stefánsson tekur undir bókun sína og Gunnars Inga Birgissonar úr framkvæmdaráði undir þessum lið.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Er þessi framkvæmd í samræmi við ákvarðanir Kópavogsfélagsins?

Hjálmar Hjálmarsson"

32.1305569 - Vextir á markaði, samanborið við vexti ÍLS

Fjármála- og hagsýslustjóri gerði grein fyrir vöxtum á markaði samanborið við vexti Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdaráð veitir heimild til að hefja kaup á íbúðum undir félagslegt húsnæði með eigin fjármögnun.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að leggja nánari útfærslu fyrir bæjarráð.

33.1305011 - Framkvæmdaráð, 29. maí

51. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.