- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
""Það er útilokað að bóka málefni er varðar stjórn fundarins undir einstaka lið eins og formaður bæjarráðs kýs að gera í þessari fundargerð. Óska ég eftir umsögn bæjarlögmanns er varðar hvernig haga skuli málum er varðar bókanir um stjórn fundarins í bæjarráði.
Ómar Stefánsson""
""Vegna ræðu formanns bæjarráðs á síðasta fundi bæjarstjórnar þar sem Ármanni voru lögð orð í munn frá fund bæjarráðs síðan í september óskaði ég í upphafi fundar leyfis til að hljóðrita það sem ég mundi segja á fundinum. Því hafnaði formaður bæjarráðs.
Ómar Stefánsson""
Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
""Ef taka á upp fundi eða mál einstakra fundamanna skal það gert af starfsmanni bæjarráðs með stafrænum hætti og geymt í gagnasafni bæjarins líkt og aðrar hljóðupptökur.
Rannveig Ásgeirsdóttir""
""Undirritaðir leggja til að gatan Vindakór frá hringtorgi að Kórnum verði færð til vesturs til að minnka ágang umferðar á bílastæði við fjölbýlishús við Vindakór.
Þá leggjum við til að mörkuð verði akstursleið frá Vindakór austan við íþróttahúsið Kórinn að innakstursgötu sem liggur inn í hesthúsahverfið á Heimsenda. Vegslóðinn verði einhalla og lagður bundnu slitlagi með klæðningu.
Greinargerð:
Mikil hætta er fyrir börn að leik í Vinda- og Vallakór vegna hraðaksturs austan Kórsins og því nauðsynlegt að afmarka akstursbraut til að draga úr slysahættu og bæta aðgengi að Kórnum. Þá væri einnig nauðsynlegt að malbika hluta bílastæðanna næst Kórnum. Þessar framkvæmdir eru ekki mjög fjárfrekar og hægt að framkvæma strax.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""
Bæjarráð vísar tillögunni til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar og kostnaðarmats.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Sunnuhlíð.
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
""Í þessari stefnu er ekki farið með rétt mál að öllu leyti varðandi aðkomu undirritaðs að málinu.
Ómar Stefánsson""
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjóra til umsagnar.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.
Lagt fram.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
""Nú er ljóst að formaður bæjarráðs hefur staðið við hótun sína um að hætta að leggja fram fundargerðir nefnda í bæjarráði. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi, ef ekki frá upphafi sem það gerist. Jafnframt hefur verið hætt að senda fundargerðir til bæjarfulltrúa að loknum fundum. Þrátt fyrir að það hafi verið samþykkt af öllum flokkum og framboðum í bæjarstjórn Kópavogs. Með þessu er augljóslega verið að takmarka aðgengi að gögnum og upplýsingum er varðar Kópavog. Það er að okkar mati alger oftúlkun á 48. grein bæjarmálasamþykktar og hugsanlega lögbrot. Óskum við því eftir umsögn frá bæjarlögmanni er þetta varðar.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""
Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
""Fundargerðir nefnda eru áfram sendar bæjarfulltrúum eins og áður.
Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri""
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn einróma.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.
Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
""1. Hvað er greitt fyrir marga nemendur úr Kópavogi sem stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum og um hvaða nám er að ræða?
2. Að kannað verði hvort það standist jafnræðisregluna að hafna þessari umsókn.
Gunnar Ingi Birgisson""
Bæjarráð hafnar erindinu.
Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.
Sviðsstjóri og rekstrarstjóri menntasviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundi kl. 9:23. Fundi var fram haldið kl. 9:31.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
""Við lýsum yfir áhyggjum af halla á rekstri unglingastarfs íþróttafélaganna.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""
Bæjarráð samþykkir beiðni um að auglýsa starfið.
Bæjarráð þakkar yfirmanni Vatnsveitunnar fyrir vel unnin störf.
Lagt fram.
Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:
""Þakka góð svör. Það er ljóst að verið er að vinna gott starf í uppgræðslu á gróðri og verndun lands gagnvart foki og vatnságangi. Hinsvegar finnst mér að það mætti aðeins huga betur að samspili milli gróðursetningu trjáa og verndun á berjalyngi.
Ómar Stefánsson""
Lagt fram.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
""Það veldur áhyggjum að fjárfrekasti málaflokkurinn, rekstur grunnskóla, skuli vera að fara einna mest fram úr fjárhagsáætlun 2011 eða 6% og stækkar gatið stöðugt á milli mánaða. Nú þegar er mínusinn orðinn 176 milljónir króna og þrír ?dýrustu? mánuðirnir enn eftir af árinu. Að óbreyttu verður gatið 250 milljónir króna. Eins og fram kom við samþykkt fjárhagsáætlunarinnar var tekið mjög mildilega á rekstri skólanna og því ljóst að meirihlutinn er að missa tök á rekstrinum og bendir margt til að það muni eiga við um fleiri málaflokka.
Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
""Grunnskólar fara fram úr áætlun vegna m.a. launahækkana kennara og þeirrar inneignar sem skólarnir eiga frá fyrra ári. Atriði sem ómögulegt er að hafa áhrif á.
Guðríður Arnardóttir""
Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
""Hvað hafa kjarasamningshækkanir kennara frá því í maí kostað bæinn umfram fjárhagsáætlun?
Ármann Kr. Ólafsson""
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
""Ég óska eftir að fá sundurliðun á framúrkeyrslu á menntasviði á næsta fundi.
Ólafur Þór Gunnarsson""
Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri menntasviðs mæti á næsta fund ráðsins og geri grein fyrir fjárhagsstöðu grunnskóladeildar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.