Bæjarráð

2601. fundur 30. júní 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Hjálmar Hjálmarsson, fráfarandi varaformaður bæjarráðs setti fund og stýrði kosningum. Hafsteinn Karlsson lagði til að Guðríður Arnardóttir yrði kjörin formaður bæjarráðs næsta starfsár og Ólafur Þór Gunnarsson yrði kjörinn varaformaður. Var það samþykkt með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sátu h

1.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, munnleg greinargerð um áhrif kjarasamninga.

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar undir þessum lið.

2.1106524 - Ósk um kostnaðarmat

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður óskar eftir því að tekið verði saman yfirlit yfir kostnaðarauka, sem ekki hefur verið samþykktur á fjárhagsáætlun ársins 2011 við ákvarðanir bæjarráðs að loknum hverjum fundi.

Ómar Stefánsson""

3.1106523 - Fyrirspurn um stöðu skipulagsbreytinga á Kópavogstúni

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hvernig gangi með breytingu á deiliskipulagi á Kópavogstúni.

Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sviðsstjóra umhverfissviðs.

4.1106522 - Beiðni um yfirlit yfir aðkeypta lögfræðiþjónustu

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Undirritaður óskar eftir yfirliti yfir aðkeypta lögfræðiþjónustu bæjarins, aðra en þá sem snertir málefni Vatnsenda, á árunum 2010 og 2011, sundurliðað eftir verkefnum.

Gunnar Ingi Birgisson""

5.1106226 - Ósk um reglur um svör við fyrirspurnum

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Undirritaður óskar eftir því að fengið verði óháð lögfræðiálit á reglum um svör við fyrirspurnir.

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarritari leiti eftir áliti sviðsstjóra lögfræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.

6.1106486 - Öldusalir 4, lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, vegna umsóknar Sævars Guðjónssonar og Guðrúnar Jónsdóttur um lóðina Öldusalir 4.

Lagt er til að Sævari Guðjónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur verði úthlutað lóðinni Öldusalir 4.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir frekari upplýsingum frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

7.1106487 - Fróðaþing 26, lóðarumsókn.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, vegna umsóknar Emils Austmann Kristinssonar og Dóru Maríu Guðmundsdóttur um lóðina Fróðaþing 26. Lagt er til að Emil Austmann Kristinssyni og Dóru Maríu Guðmundsdóttur verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 26.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir frekari upplýsingum frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

8.1106493 - Kynning á þjónustu Centra Fyrirtækjaráðgjafar fyrir sveitarfélög

Frá Centra, dags. 27/6, kynning á þjónustu Centra Fyrirtækjaráðgjafar fyrir sveitarfélög.

Lagt fram.

9.1106491 - Tónahvarf 7. Krafa um endurgreiðslu gatnagerðar- og yfirtökugjalda

Frá Juris, dags. 27/6, varðandi Tónahvarf 7 ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

10.1106098 - Vatnsendablettur 5, v. yfirtöku Kópavogsbæjar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, dags. 27/6, afrit af bréfi til matsnefndar eignarnámsbóta, varðandi Vatnsendablett 5.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

11.1104298 - Vatnsendi. Reiðstígar um land Vatnsenda

Frá Sigurbirni Þorbergssyni, f. h. Þorsteins Hjaltested, dags. 27/6, varðandi riftun á samningi vegna reiðstíga í landi Vatnsenda.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

12.1106476 - Landsmót skáta 2012. Ósk um ábendingar, upplýsingar og annan stuðning

Frá Hrólfi Jónssyni, landsmótsstjóra skáta árið 2012, ódags. með ósk um stuðning við undirbúning og umgjörð mótsins, sem haldið verður að Úlfljótsvatni.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarna- og frístundanefndar.

13.1106480 - Ósk um framlengingu á húsaleigusamningi

Frá hússtjórn AA-hússins í Kópavogi, óskað eftir framlengdum húsaleigusamningi á Digranesvegi 12.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

14.1105500 - Tillaga að ráðningu í starf aðalbókara

Frá bæjarritara, tillaga að ráðningu í starf aðalbókara.

Bæjarráð samþykkir tillöguna einróma.

 

Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir fagna því að viðkomandi starfsmaður fái framgang í starfi. Við bendum hins vegar á að greinilegt er að það er geðþóttaákvörðun hjá meirihlutanum hvenær það á við og hvenær ekki.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

15.1106474 - Umsókn um launalaust leyfi

Frá starfsmanni leikskóla, dags. 28/6, þar sem óskað er eftir launalausu leyfi í eitt ár, frá og með 15/8 2011.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og starfsmannastjóra til umsagnar.

16.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Sameining leikskóla

Frá bæjarlögmanni, dags. 23/6, rökstuðningur vegna uppsagnar þjónustusamnings við leikskólann Kjarrið ehf.

Bæjarráð samþykkir tillögu að rökstuðningi með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Við undirritaðir erum ósammála umsögn bæjarlögmanns og teljum hana ófaglega.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

17.1106012 - Barnaverndarnefnd 22/6

4. fundur

18.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar júlí 2011, yfirlit yfir starfsemi í júní.

Fjármála- og hagsýslustjóri mætti til fundar undir þessum lið.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir óska eftir sundurliðun á því hvernig launatengd gjöld eru reiknuð.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

19.1106495 - Tillaga um að nýta íþróttamannvirki betur

Tillaga, sem fram kom á fundi bæjarstjórnar 28/6, sbr. lið 17 í fundargerð, um að nýta íþróttamannvirki bæjarins betur með tilliti til búsetu iðkenda.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:

""Bætt verði við að þetta eigi við um allar íþróttagreinar en ekki aðeins knattspyrnu.

Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna með breytingartillögu Ómars Stefánssonar.

20.1103343 - Lausar lóðir apríl 2011

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, varðandi auglýsingu, sem bæjarráð óskaði eftir í apríl sl. varðandi lausar lóðir í Kópavogi. Allar lausar lóðir hafa verið auglýstar á heimasíðu bæjarins, að undanskildum lóðum á Kópavogstúni og á Rjúpnahæð vestur, þar sem deiliskipulagsbreyting var í vinnslu.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa allar lausar lóðir.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Hvort að þær lóðir sem hafa verið úthlutað en ekki verið greiddar verði auglýstar nú?

Gunnar Ingi Birgisson""

21.1105064 - Samningar við Breiðablik

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 23/6, sbr. lið 13 í fundargerð, undirritaður samstarfssamningur við Breiðablik um notkun íþróttamannvirkja bæjarins.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Í ljósi fyrirliggjandi álits bæjarlögmanns vík ég af fundi.  Á síðasta fundi bæjarstjórnar lýsti ég skoðun minni á þessum samningum og liggur hún því fyrir.

Ómar Stefánsson""

 

Ómar Stefánsson og Brynjar Örn Gunnarsson viku af fundi undir þessum lið.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

22.1106027 - Sameining sérúrræða, Hvammshúss og Traðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, umsögn um sameiningu sérúrræða Hvammshúss og Traðar, sem skólanefnd óskaði eftir. Umhverfissvið telur ekkert því til fyrirstöðu að nota húsnæðið að Neðstutröð 6 undir sameinaða starfsemi. Húsið er um 235 m2 að stærð auk bílskúrs sem er um 31 m2. Bílskúr er nú notaður sem geymsla fyrir eignasvið en mögulegt er að geyma þá muni sem þar eru geymdir annars staðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu um sameiningu sérúrræða Hvammshúss og Traðar með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Bæjarráð óskar eftir því við sviðsstjóra umhverfissviðs að fá kostnaðaráætlun um þær endurbætur sem gera þarf á Neðstutröð 6 til þess að starfsemi Hvammshúss falli sem best að því húsnæði.

 

Bæjarráð óskar eftir mati sviðsstjóra umhverfissviðs á núverandi ástandi Hvammshúss og sameiginlegu áliti hans og sviðstjóra menntasviðs um áætlaðan kostnað við endurnýjun hússins þannig að það megi nýtast sem best fyrir sérkennsluúrræði.

23.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29/6, varðandi tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7. Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ganga til samninga um eignina. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar þegar hann liggur fyrir.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Hlé var gert á fundi kl. 9.13. Fundi var fram haldið kl. 9.27

 

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

""a) Undirritaðir leggja til að afgreiðslu málsins verði frestað þar til fyrir liggur kostnaður við fullgert húsnæði Héraðsskjalasafns í nýju húsnæði ásamt kostnaði við flutning.

b) Hver eru áætluð fasteignagjöld af fasteigninni fullbúinni?

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar og óskar eftir að þá liggi fyrir þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir.

24.812069 - Samningur. Björgun ehf., Gylfi og Gunnar ehf. og Kópavogsbær.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 22/6, umsögn varðandi framsal samnings. Lagt er til að erindið verði samþykkt með því skilyrði að allar skyldur samkvæmt viðkomandi samningi og viðauka hans verði yfirteknar af framsalshafa.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Kl. 9.09 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi og tók Brynjar Örn Gunnarsson sæti hans á fundinum.

 

Bæjarráð samþykkir erindið með því skilyrði að allar skyldur samkvæmt viðkomandi samningi og viðauka hans verði yfirteknar af framsalshafa. Vegna sumarleyfa bæjarstjórnar fer bæjarráð með vald til fullnaðarafgreiðslu.

25.912630 - Dalvegur 6 - 8, gegnum akstur.

Mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 23/6, sbr. lið 12 í fundargerð, umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs.

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann óski eftir umferðartalningu á útkeyrslu frá Kosti/N1 inn á Dalveg.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar frekari upplýsinga.

26.1106511 - 40 ára afmæli Gerplu

Frá bæjarstjóra, tillaga að viðurkenningarstyrk til Gerplu í tilefni 40 ára afmælis félagsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu um kr. 250.000,- afmælisgjöf til Gerplu.

27.1106005 - Umhverfis- og samgöngunefnd - 5

Sviðsstjóri umhverfissviðs mætti til fundarins og gerði grein fyrir stefnu bæjarins varðandi hraðakstur frá árinu 2002, vegna umræðu um hraðahindranir á síðasta fundi bæjarráðs.

28.1101996 - Stjórn Sorpu 27/6

287. fundur

29.1106466 - Ósk um frítt í sund fyrir nemendur Tónlistarhátíðar unga fólksins

Íþróttaráð óskar heimildar bæjarráðs fyrir samþykki á erindinu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir óska eftir upplýsingum um kostnað sem af þessu hlýst og benda jafnframt á að nefndir láti kostnaðarreikna tillögur sem vísað er til bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Meirihluti bæjarráðs tekur undir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

30.1105161 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

Bæjarráð frestar liðnum til næstu viku.

31.1106019 - Íþróttaráð 29/6

6. fundur

 

32.1106016 - Framkvæmdaráð 23/6

12. fundur

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókað hann væri mótfallinn samþykkt framkvæmdaráðs undir lið 2.

Fundi slitið - kl. 10:15.