Bæjarráð

2523. fundur 29. október 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.901385 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 5/10, sem frestað var í bæjarráði 15/

143. fundur

Guðbjörg Sveinsdóttir Vinstri grænum óskar bókað að starfsemi nektardansstaða sé bænum til vansa.  Staðir af þessu tagi tengjast oft mansali og vændi.  Hafsteinn Karlsson og Guðríður Arnardóttir taka undir bókun Guðbjargar.

2.902023 - Fundargerð forvarnanefndar 23/10

20. fundur

3.909022 - Skólanefnd 19/10

16. fundur

 

4.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 21/10

342. fundur

5.910261 - Ósk eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2010.

Frá bæjarritara, dags. 27/10, umsögn um erindi Norræna félagsins, þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2010. Lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 100.000 til verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

6.909416 - Mánaðarskýrslur 2009

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar október 2009, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í september.

Bæjarritari fór yfir niðurstöður skýrslunnar. 

7.909486 - Skipulagsstjóri. Afgreiðslur mála.

Frá bæjarlögmanni, dags. 21/10, umsögn um tillögu sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um breytt verklag við embættisafgreiðslur skipulagstjóra Kópavogs. Lagt er til að tillaga sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði samþykkt.

 Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

8.910141 - Faxaholt 2. Framhald nota á aðstöðu fyrir hesta á Glaðheimasvæði.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 28/10, umsögn um erindi Guðmundar Guðmundssonar, varðandi aðstöðu fyrir hesta á Glaðheimasvæði.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

9.910085 - Endurskoðun jarða- og ábúðarlaga.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 28/10, umsögn um erindi sjávar- og landbúnaðarráðuneytisins, varðandi endurskoðun jarða- og ábúðarlaga ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

10.910433 - Hvatning til skóla og sveitarfélaga.

Frá Kennarasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 23/10, sameiginleg hvatning til skóla og sveitarfélaga um hagnýtingu nýlegra rannsóknaniðurstaðna í skólastarfi.

Vísað til fræðslustjóra.

11.910398 - Aflakór 21, lóðaskil.

Frá Ívari Ómari Atlasyni, tölvupóstur, dags. 26/10, lóðinni að Aflakór 21 skilað inn.

Lagt fram. 

12.910434 - Urðarhvarf 12. Lóðaskil.

Frá Sveinbirni Sveinbjörnssyni og Sveinbirni Sigurðssyni, f.h. Vektors fjárfestingarfélags ehf., dags. 22/9, lóðinni að Urðarhvarfi 12 skilað inn.

Lagt fram.

13.910443 - Hæðarendi 6. Lóðarumsókn.

Frá Eric Ericssyni, ódags. sótt um lóðina Hæðarenda 6.

Bæjarráð samþykkir að gefa Eric Ericssyni kost á lóðinni.

14.910444 - Bæklingur um vistvernd í verki.

Frá umhverfisráðuneyti, Landvernd, varðandi verkefnið ""Vistvernd í verki"", bæklingurinn ""Skref fyrir skref"" kynntur.

Lagt fram.

15.910052 - Umhverfi og auðlindir, skýrsla

Frá umhverfisráðuneyti, skýrla um umhverfi og auðlindir, stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Lagt fram.

16.903242 - Tampere, vinabær Kópavogs í Finnlandi

Frá Tampere, vinabæ Kópavogs, dags. 19/10, þakkarbréf vegna 230 ára afmælis Tampere.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.