2769. fundur
01. apríl 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Theódóra S Þorsteinsdóttirformaður
Karen Elísabet Halldórsdóttiraðalfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðssonaðalfulltrúi
Ólafur Þór Gunnarssonaðalfulltrúi
Birkir Jón Jónssonáheyrnarfulltrúi
Páll Magnússonbæjarritari
Ármann Kristinn Ólafssonbæjarstjóri
Margrét Friðriksdóttirvarafulltrúi
Fundargerð ritaði:Páll Magnússonbæjarritari
Dagskrá
1.1503565 - Austurkór 42, umsókn um lóð.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 30. mars, lögð fram umsókn frá Múr og flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350 um lóðina Austurkór 42 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 42 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 42 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
2.1503566 - Austurkór 44, umsókn um lóð.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 30. mars, lögð fram umsókn frá Múr og flísameistaranum ehf., kt. 490911-2350 um lóðina Austurkór 44 og lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 44 til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Múr og flísameistaranum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 44 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
3.1503133 - KOP15. Skuldabréfaútboð. Fjármögnun.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 3 milljarðar króna til að endurfjármagna eldri lán og á næstu árum fyrirhugar bærinn að greiða upp nokkra eldri skuldabréfaflokka sem ýmist eru á gjalddaga eða með uppgreiðsluheimild. Frá fjármálastjóra, dags. 31. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í skuldabréfaútgáfu 2015. Lagt er til að samið verði við Íslandsbanka um útgáfu og sölu skuldabréfa. Lögð fram drög að verksamningi við Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og verksamning við Íslandsbanka með fimm atkvæðum.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
4.1503044 - Grassláttur, útboð 2015.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 30. mars, lagðar fram niðurstöður tilboða í verkið "Grassláttur í Kópavogi 2015" og lagt til að leitað verði samninga við Íslenska gámafélagið ehf. um framkvæmd verksins.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ganga til samninga við Íslenska gámafélagið ehf. um verkið "Grassláttur í Kópvogi 2015".
Deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
5.1503744 - Malbik 2015.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 27. mars, óskað eftir heimild til að bjóða út í lokuðu útboði malbik fyrir árið 2015 og verkið "Malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2015".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila að farið verði í lokað útboð á malbiki fyrir árið 2015 og verkinu "Malbiksyfirlagnir í Kópavogi 2015".
Deildarstjóri framkvæmdadeildar sat fundinn undir þessum lið.
6.1502141 - Skólagarðar Kópavogs 2015.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 30. mars, lögð fram tillaga um að fyrirkomulag skólagarða 2015 verði með sama sniði og á síðasta ári og að þátttökugjald verði hækkað í 4.500 kr.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fyrirkomulag skólagarða 2015 verði með sama sniði og á síðasta ári og að þátttökugjald verði hækkað í 4.500 kr. árið 2015.
7.1502144 - Vinnuskóli Kópavogs 2015.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 30. mars, lagðar fram tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs árið 2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs árið 2015.
8.1503722 - Áskorun til Kópavogsbæjar vegna aðstöðuleysis handknattleiksdeildar HK.
Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 30. mars, svar við áskorun frá stjórn HK til Kópavogsbæjar, dags. 20. mars, vegna aðstöðuleysis handknattleiksdeildar HK þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að afhenda HK aftur íþróttahúsið Digranesi til rekstrar.
Lagt fram.
9.1503026 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 26. mars 2015.
148. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Lagt fram.
10.1503023 - Barnaverndarnefnd, dags. 26. mars 2015.
44. fundur barnaverndarnefndar í 8. liðum.
Lagt fram.
11.1501016 - Barnaverndarnefnd, dags. 26. febrúar 2015.
43. fundur barnaverndarnefndar í 9. liðum.
Lagt fram.
12.1503028 - Félagsmálaráð, dags. 30. mars 2015.
1389. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.
13.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. dags. 27. mars 2015.
Frá Vegagerðinni, dags. 27. mars, umsókn um framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til lagningar á nýjum Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.
15.1502380 - Málefni Strætó bs.
Frá bæjarlögmanni, dags. 18. mars, svar við fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni á fundi bæjarráðs þann 10. febrúar sl.