Bæjarráð

2551. fundur 27. maí 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1005200 - Álfaheiði 1f og Álfaheiði 3, endurbætur við göngustíg

Frá Önnu Bryndísi Hendriksdóttur, dags. 24/5, varðandi endurbætur við göngustíg milli Álfaheiðar 1f og Álfaheiðar 3.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

2.908178 - Tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum haustið 2009

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 14/5, varðandi eftirfylgni vegna úttekta á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla á tímabilinu 2008 - 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

3.1005025 - Beiðni um styrk vegna reksturs Krossgatna

Frá félagsmálastjóra, dags. 25/5, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 20/5, varðandi styrkbeiðni Krossgatna. Í samræmi við bókun félagsmálaráðs er ekki gert ráð fyrir styrk til Krossgatna á þessu ári.

Bæjarráð hafnar erindi styrkbeiðni Krossgatna.

4.1003042 - Áætlanir og yfirlit um úthlutanir framlaga á árinu 2010

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 14/5, heildaryfirlit yfir framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

5.909161 - Umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2010

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 14/5, tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

6.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag

Frá Skipulagsstofnun, dags. 18/5, varðandi breytingu á deiliskipulagi Fífuhvammslands, vesturhluta, vegna breikkunar Lindarvegar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til afgreiðslu.

7.910054 - Starfslok starfsmanns á leikskólanum Baugi

Frá Mörkinni lögmannsstofu hf., dags. 21/5, varðandi uppgjör á orlofi starfsmanns við starfslok.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

8.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá Geir Arnari Marelssyni hdl., dags. 7/5, varðandi gerð eignarnámssáttar vegna Vatnsenda.

Lagt fram.

9.1005170 - Túlkun kjarasamninga

Frá Starfsmannafélagi Kópavogs, dags. 26/5, vegna erindis frá félagsmanni, er varðar túlkun kjarasamninga LN og SfK.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

10.1005199 - Tilboð í gamla skólastofu við Digranesskóla

Frá Kára Helgasyni, tölvupóstur dags. 25/5, í umboði skólafélags Hjallastefnunnar er gert tilboð að upphæð 1 milljón króna í gamla skólastofu, sem stendur við Digranesskóla.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

11.1002067 - Asparhvarf 12, breytt deiliskipulag

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 27/5, varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar Asparhvarf 12.

Með tilvísan í framlögð gögn um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni nr. 12 við Asparhvarf unnin af Sveini Ívarssyni, arkitekt dags. 4. maí 2010 og undirritað samkomulag lóðarhafa Asparhvarfs 12, 14 og 16 þar að lútandi, dags. 25. maí 2010 samþykkir bæjarráð meðfylgjandi deiliskipulagsbreytingu lóðarinnar nr. 12 við Asparhvarf,- mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 25. maí 2010.

12.1005171 - Hafnarfjarðarvegur. Athugasemd vegna göngubrautar

Frá Heru Katrínu Aradóttur, dags. 19/5, varðandi hljóðmön sem byrgir útsýn þegar gengið er á gangbraut yfir brúna, þar sem Hafnarfjarðarvegur kemur inn á Digranesveg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

13.1005153 - Beiðni um fánastöng fyrir leikskólann Arnarsmára

Frá leikskólanum Arnarsmára, dags. 19/5, óskað eftir fánastöng fyrir Grænfánann, sem Landvernd hefur afhent leikskólanum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til afgreiðslu.

14.1005146 - Sala á mat til eldri borgara í Kópavogi

Frá Sunnuhlíð, dags. 20/5, óskað er eftir að Kópavogsbær greiði niður máltíðir sem seldar eru í þjónustukjarna Sunnuhlíðar á sama hátt og gert hefur verið við sölu máltíða í félagsheimilum bæjarins undanfarin ár.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

15.1003027 - Beiðni frá Svifflugfélagi Íslands um niðurfellingu fasteignagjalda af mannvirkjum félagsins á Sandsk

Frá Svifflugfélagi Íslands, dags. 16/5, upplýsingar sem óskað var eftir varðandi starfsemi félagsins, vegna beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

16.1005178 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Ólympíukeppni í eðlisfræði 2010

Frá Guðmundi Kára Stefánssyni, dags. 25/5, óskað eftir stuðningi vegna þátttöku í Ólympíukeppni í eðlisfræði, sem haldin verður í Króatíu í júlí nk.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

17.1005119 - 65. Umdæmisþing Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi

Frá Rótarýklúbbnum Borgum, dags. 17/5, óskað eftir styrk í formi endurgjaldslausra afnota af Salnum 15. október nk. vegna 65. umdæmisþings Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, sem haldið verður í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

18.1005301 - Auglýsingaskilti

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 26. maí sl., um auglýsingaskilti Framsóknarflokksins við götur í bænum. Byggingarfulltrúi telur eðlilegt að framboð fyrir væntanlegar kosningar komi sér saman um reglur í þessu sambandi.

Lagt fram.

19.1004130 - Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010

Bæjarráð Kópavogs verður reiðubúið að koma saman á kjördag til afgreiðslu á breytingum á kjörskrá komi til þess.

20.1005137 - Rjúpnasalir 1, Salagrill. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Nautnar ehf.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 18. maí 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Nautnar ehf., kt. 591107-1350, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Salagrill að Rjúpnasölum 1, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

21.1005015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 25/5

4. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

22.1005011 - Skólanefnd - 11

Bæjarráð færir Jónu Möller, aðstoðarskólastjóra Kópavogsskóla, og Hannesi Guðmundssyni, aðstoðarskólastjóra Digranesskóla, þakkir fyrir vel unnin störf við skólana.

23.1005142 - Ráðning aðstoðarskólastjóra Lindaskóla

Skólanefnd mælir með ráðningu Guðrúnar G. Halldórsdóttur.

Bæjarráð samþykkir tillögu um ráðningu Guðrúnar G. Halldórsdóttur.

24.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 11/3

60. fundur

Liður 4. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

25.1001155 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 21/5

93. fundur

 

26.1001157 - Stjórn Strætó bs. 20/5

140. fundur

27.1003012 - Mánaðarskýrslur 2010.

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar maí 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í apríl 2010.

Lagt fram.

28.904001 - Glaðheimar

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, varðandi lánasamning vegna yfirtöku á Glaðheimasvæðinu.

Bæjarráð Kópavogs samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að taka lán hjá Landsbanka Íslands að fjárhæð kr. 770.000.000 vegna kaupa á landssvæði við Glaðheima samkvæmt áður samþykktum kaupsamningi.

Um er að ræða verðtryggðan lánssamning til 5 ára með möguleika á framlengingu fyrir lok þess tíma. Lánið yrði greitt upp með einni greiðslu á lokagjalddaga þann 20. apríl 2015, en vextir af láninu eru greiddir á 6 mánaða fresti.

Ef bærinn óskar eftir að greiða lánið upp á lánstímanum, þá greiðist uppgreiðslugjald  sem nemur 0,4% af fyrirframgreiddri fjárhæð fyrir hvert ár sem stendur eftir af lánssamningnum.

Vextir samningsins eru breytilegir og miðast við kjörvaxtaflokk K-1 hjá Landsbankanum að frádregnu 0,50% vaxtaálagi. Vextir við útgáfu skuldaskjalsins eru 5,80% - 0,50% eða 5,30%.

Er bæjarstjóra Gunnsteini Sigurðssyni veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita ofangreindan lánssamning við Landsbankann og til að gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast útgáfu þessari.

Tveir bæjarfulltúar sátu hjá.

29.1005017 - Byggingarnefnd 25/5

1315. fundur

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

30.1005136 - Smáratorg 5, Metro. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Lífs og heilsu ehf.

Frá bæjarlögmanni, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 18. maí 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lífs og heilsu ehf., kt. 600904-2210, um rekstarleyfi fyrir veitingastaðinn Metro að Smáratorgi 5, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

31.1004036 - Malbiksframkvæmdir 2010

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 26/5, varðandi opnun tilboða í malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2010. Útboðið var lokað.
Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Malbiks yfirlagnir og nýlagnir

nr.
Verktaki
Tilboðsupphæð

1
Malbikun HG.
9.410.000
100%
2
Hlaðbær Colas
12.601.000
134%
3
Loftorka
14.756.000
157%
4
Kostnaðaráætlun
16.405.000
174%
5
Malbikunarstöðin Höfði
19.327.000
205%

Lagt er til við bæjarráð Kópavogs að leitað verði samninga við Malbikun HG ehf. um malbiksyfirlagnir og nýlagnir í Kópavogi 2010.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við Malbikun HG ehf. um malbikslagnir og nýlagnir í Kópavogi 2010.

32.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 3/5, tillaga varðandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010, einkum áhaldahúsi.

Bæjarráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um að þeim sem hafa skráð sig án sumarvinnu verði boðin 6 vikna vinna á tímabilinu 21. júní - 12. ágúst. Kostnaði verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

33.1004432 - Grenndargarðar til matjurtaræktar í landi Kópavogs

Frá garðyrkjustjóra, drög að samkomulagi milli Kópavogsbæjar kt. 700169-3759 annars vegar og Garðyrkjufélags Íslands kt. 570169-6539 hins vegar um tilraunaverkefnið "Grenndargarðar til matjurtaræktar í þéttbýli"

Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi.

34.1005108 - Fagraþing 1, áður Vatnsendablettur 169. Varðandi skerðingu á lóð

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, tillaga varðandi Fagraþing 1, áður Vatnsendablett 169 vegna skerðingar lóðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu að sátt.

35.1001034 - Vatnsendablettur 223, 223a, 223 viðbót og 245. Endurskoðun á samkomulagi.

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, drög að samningi milli Kolfinnu Guðmundsdóttur, kt. 011265-5889 annars vegar og Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 hins vegar, um skerðingu á lóðunum Vatnsendabletti 223, 223a, 223 viðbót og 245.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

36.1002162 - Vatnsendablettur 132. Krafa um upptöku/endurskoðun á samkomulagi dags. 12. sept. 2001.

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, drög að samningi milli Hallgríms Þorsteinssonar, kt. 090437-3999 annars vegar og Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 hins vegar, vegna greiðslu fyrir hesthús á lóð Hallgríms, Vatnsendabletti 132.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

37.1005201 - Vegna verksamnings milli Strætó bs. og Hagvagna hf.

Frá Hagvögnum hf, afrit af bréfi til Strætó bs. dags. 10/5, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 20/5, sbr. lið 16, fundargerð Strætó bs. 14/5, 139. fundur.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:15.