Bæjarráð

2806. fundur 28. janúar 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson og Páll Magnússon
Dagskrá

1.15081392 - Umsókn um launað námsleyfi á vor-og haustönn 2016.

Frá starfsmannadeild, dags. 25. janúar, lögð fram umsögn um umsókn Helgu Hönnu Þorsteinsdóttur um launað námsleyfi. Lagt er til að undantekningarreglu 8. gr. reglna Kópavogsbæjar um launuð námsleyfi um samlagningu ára verði beitt og Helgu Hönnu veitt 1 mánaðar námsleyfi á haustönn 2016 gegn því skilyrði að hún starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu, en í júní 2016 mun hún ná 5 ára samfelldu starfi skv. fyrrgreindri reglu og hefur þá rétt á að sækja um þriggja mánaða námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Helgu Hönnu Þorsteinsdóttur 1 mánaðar námsleyfi á haustönn 2016 á grundvelli undantekningarákvæðis 8. gr. reglna Kópvaogsbæjar um launuð námsleyfi og bindur leyfið því skilyrði að hún starfi áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

2.1601001 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 21. janúar 2016.

73. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

3.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 22. janúar 2016.

64. fundur svæðisskipulagnefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

4.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. janúar 2016.

358. fundur stjórnar Sorpu í 10. liðum.
Lagt fram.

5.1601013 - Lista- og menningarráð, dags. 21. janúar 2016.

54. fundur lista- og menningarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

6.1601008 - Lista- og menningarráð, dags. 14. janúar 2016.

53. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

7.1601012 - Leikskólanefnd, dags. 21. janúar 2016.

66. fundur leikskólanefndar í 10. liðum.
Lagt fram.

8.1601018 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 21. janúar 2016.

178. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 4. liðum.
Lagt fram.

9.1511359 - Beiðni um styrk fyrir jólin.

Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, lagt fram þakkarbréf til Kópavogsbæjar fyrir stuðning við starfsemina á árinu 2015.
Lagt fram.

10.16011360 - Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykja

Frá Orkustofnun, dags. 22. janúar, lagt fram bréf í tilefni af umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum á Reykjanesskaga, þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að veita umsögn vegna málsins.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

11.16011363 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á byggingarreglugerð.

Frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags. 22. janúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um drög að breytingum á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Umsagnir skulu berast eigi síðar en 10. febrúar nk.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

12.15082010 - Beiðni um launað námsleyfi.

Frá starfsmannadeild, dags. 25. janúar, lögð fram umsögn um umsókn Jófríðar Hönnu Sigfúsdóttur um launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2016 þar sem lagt er til að bæjarráð synji umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði 9. gr. reglna um launuð námsleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að synja Jófríði Hönnu Sigfúsdóttur um launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2016 þar sem umsókn hennar uppfyllir ekki skilyrði 9. gr. reglna Kópavogsbæjar um launuð námsleyfi. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

13.1509303 - Náttúrufræðistofa Kópavogs. Hugmyndahönnun/samningur.

Kynning á Gagarín, sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á gagnvirkum lausnum og stafrænu efni fyrir söfn og sýningar.
Lagt fram.

Forstöðumaður Listhúss Kópavogs og sérfræðingar Gagarín sátu fundinn undir þessum lið.

14.1308275 - Vatnsendahlíð, kæra vegna deiliskipulag.

Frá lögfræðideild, dags. 25. janúar, lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 78/2013.
Lagt fram.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

15.15082892 - Skógarlind 2. Sjálfsafgreiðslustöð / fjölorkustöð.

Frá lögfræðideild, dags. 21. janúar, lögð fram umsögn vegna erindis Festis hf. í tilefni af synjun skipulagsnefndar á að heimila félaginu að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti, rafmagnshleðslu eða aðra umhverfisvæna orkugjafa á lóð félagsins að Skógarlind 2.
Bæjarráð felur lögfræðideild að svara erindi Festis hf. á grundvelli framlagðrar umsagnar.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

16.16011117 - Hamraborg 11 - Krafa um bætur vegna tafa á málsmeðferð við veitingu byggingarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 21. janúar, lagt fram minnisblað vegna bótakröfu Sólkötlu ehf. vegna tafa á málsmeðferð við veitingu byggingarleyfis að Hamraborg 11.
Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum bótakröfu Sólkötlu ehf.

Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

17.16011090 - Hagasmári 1, Serrano. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis.

Frá lögfræðideild, dags. 19. janúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 19. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Serrano Ísland ehf., kt. 411002-2840, um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki II, á staðnum Serrano, að Hagasmára 1, Smáralind, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.

18.16011266 - Vátryggingaviðskipti Kópavogsbæjar 2016, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði vátryggingarviðskipti Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út í opnu útboði vátryggingarviðskipti Kópavogsbæjar.

19.16011364 - Yfirborðsmerkingar gatna 2016, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði yfirborðsmerkingar gatna í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út í opnu útboði yfirborðsmerkingar gatna í Kópavogi.

20.16011362 - Rammasamningar, vinna verktaka fyrir umhverfissvið, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði rammasamninga um vinnu verktaka fyrir umhverfissviðs.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út í opnu útboði rammasamninga um vinnu verktaka fyrir umhverfissvið.

21.16011365 - Kársnesskóli, færanlegar kennslustofur, útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði tvær færanlegar kennslustofur við Kársnesskóla.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út í opnu útboði tvær færanlegar kennslustofur við Kársnesskóla.

22.16011361 - Endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar, útboð.

Frá fjármálastjóra og deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 25. janúar, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að bjóða út í opnu útboði endurskoðun reikninga Kópavogsbæjar.

23.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Ráðgjafar frá Capacent gerðu grein fyrir niðurstöðu rýnivinnu íbúa.
Lagt fram

Fundi slitið.