Bæjarráð

2539. fundur 25. febrúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001262 - Sameining þjónustuflokka

Félagsmálastjóri mætti til fundar og gerði grein fyrir tillögu sinni um breytt fyrirkomulag í félagsþjónustunni.

2.1002302 - Tillaga um uppbyggingu við Þríhnúkagíg.

Bæjarráð felur atvinnumálanefnd að koma fram með tillögur um það með hvaða hætti er mögulegt að gera helli Þríhnúkagígs, sem er í landi Kópavogs, aðgengilegan fyrir almenning. Í tillögunum skal gerð grein fyrir samstarfsaðilum og fjármögnunarleiðum.

3.1002301 - Beiðni um upplýsingar.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir yfirliti yfir ráðstafanir sem gerðar hafa verið á félagssviði til sparnaðar eða hagræðingar á árinu 2009 og 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

4.1002197 - Norræn vinabæjaráðstefna. Boðsmiði.

Frá Trondheim, Noregi, dags. 16/2, boðið til norrænnar vinabæjaráðstefnu dagana 14. og 15. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

5.1002246 - Boð á Iðnþing Mótum eigin framtíð: Vilji til vaxtar.

Frá Samtökum iðnaðarins, dags. 22/2, dagskrá fyrirhugaðs iðnþings á Grand Hóteli þann 4/3 nk.

Lagt fram.

6.1002190 - Evrópumót grunnskóla í LEGÓ í Istanbúl. Styrkbeiðni.

Frá Dagbjörtu Kristinsdóttur f.h. nemenda Salaskóla og foreldra þeirra, dags. 17/2, óskað eftir styrk vegna fyrirhugaðrar keppnisferðar til Tyrklands til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti grunnskóla í LEGÓ, sem haldið verður 21. - 25. apríl nk.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

 

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

7.1002243 - Breiðablik, Dalsmára 5.

Frá Breiðabliki, dags. 19/2, óskað eftir styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Dalsmára 5.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

8.1002198 - Umferðarljós og lýsing á Fífuhvammsvegi við Smáralind.

Frá Pétri Valdimarssyni, dags. 18/2, óskað eftir umferðarstýringu á ljósum á Fífuhvammsvegi og betri lýsingu á þeirri götu við Smáralind.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

9.1001145 - Lóðir við Þorrasali 1-3 og 5-7. Framkvæmdir á árinu 2010.

Mál sem frestað var í bæjarráði 11/2 sl., varðandi mögulegt samkomulag við ÁF-hús um greiðslu lóðagjalda.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

10.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 23/2, óskað heimildar bæjarráðs til að auglýsa störfin laus til umsóknar.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

11.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá bæjarlögmanni, dags. 24/2, umsögn, sem óskað var eftir í bæjarráði 18/2, um erindi lóðarhafa Fróðaþings 20, þar sem ekki eru taldar vera forsendur fyrir greiðslu málskostnaðar bréfritara.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir því að bæjarlögmaður mæti til næsta fundar.

12.1002012 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 17/2

323. fundur

13.1002230 - Þór Jónsson segir upp störfum.

Frá bæjarritara, lagt fram uppsagnarbréf Þórs Jónssonar, dags. 17/2.

Bæjarráð þakkar Þór fyrir unnin störf.

14.909416 - Mánaðarskýrslur

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar febrúar 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í janúar 2010.

Lagt fram.

15.906009 - Þjónustusamningur milli Alþjóðahússins ehf. við Kópavogsbæ.

Frá bæjarstjóra, dags. 5/2, tillaga um 6 mánaða þjónustusamning við Alþjóðahúsið.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

16.1002113 - Suðurlandsvegur, framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis vegna breikkunar Suðurlandsvegar með fjórum samhljóða atkvæðum.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Ómar Stefánsson bæjarráðsfulltrúi Framsóknarflokks lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er mitt álit að hagsmunum Kópavogs sé best gætt með því að tryggja að mislæg gatnamót verði inni á framkvæmdasvæðinu sem við munum gefa framkvæmdaleyfi fyrir á Suðurlandsvegi í landi  Kópavogs á vegakaflanum frá Fossvöllum ofan Lögbergsbrekku að sveitarfélagsmörkum Kópavogs og Ölfuss.  Þannig verði umferðaröryggi best tryggt.

Ómar Stefánsson"

Ólafur Þór Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi VG lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í ljósi nýrra upplýsinga og ítarlegri gagna styð ég málið.

Ólafur Þór Gunnarsson"

17.1002015 - Umhverfisráð 22/2

486. fundur

18.1001155 - Fundargerð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 19/2

90. fundur

19.1001154 - Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 3/2

302. fundur

20.1002205 - Bifreiðastæði fatlaðra við Smárann og Fífuna.

Liður 5 í 245. fundargerð ÍTK 22/2, erindi Péturs Valdimarssonar varðandi bifreiðastæði fatlaðra við Smárann og Fífuna. ÍTK óskar eftir að bæjarráð feli sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs úrvinnslu málsins.

Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs úrvinnslu málsins.

21.1002017 - Íþrótta- og tómstundaráð 22/2

245. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.