Bæjarráð

2510. fundur 25. júní 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson aldursforseti bæjarfulltrúa stýrði fundi í upphafi.

Kjör formanns. Tillaga var gerð um Ómar Stefánsson.
Ekki komu fleiri tillögur og taldist Ómar Stefánsson því sjálfkjörin.
Tók Ómar Stefánsson þá við stjórn fundarins. Kjör varaformanns. Tillaga var gerð um Gunnstein Sigurðsson.

1.906035 - Tónahvarf 7, lóðaskil.

Frá Tónahvarfi 7 ehf., dags. 2/6, lóðinni að Tónahvarfi 7 skilað inn.

Lagt fram.

2.906166 - Beiðnir starfsmanna um að vinna fram yfir 70 ára

Frá starfsmannastjóra, dags. 16/6, greinargerð um beiðnir starfsmanna um að vinna fram yfir 70 ára aldur.

Bæjarráð staðfestir afstöðu starfsmannastjóra.

3.903156 - Beiðni um niðurfellingu á útsvarssköttum fyrir árin 2004 og 2005.

Frá yfirmanni fjölskyldudeildar, umsögn, dags. 4/6, um erindi íbúa í bænum. Ekki er talið hægt að verða við erindinu á uppgefnum forsendum og málinu vísað til bæjarráðs á ný.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.906244 - Beiðni um árs leyfi frá störfum vegna náms.

Frá Arnari Ævarssyni, forvarnafulltrúa, dags. 19/6, sótt er um námsleyfi til eins árs, frá 15/8 2009 til 15/8 2010, ásamt umsögn skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Bæjarráð óskar eftir umsögn starfsmannastjóra.

5.901391 - Arnarsmári 36, Nónhæð. Óskað eftir að Kópavogsbær leysi til sín lóðarsvæði KS verktaka.

Frá Lögstofunni Ármúla 21 ehf., dags. 18/6, óskað svara við erindi, dags. 22/1 sl.

Vísað til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

6.906189 - Framlög til Reykjanesfólksvangs fyrir árið 2009.

Frá stjórn Reykjanesfóksvangs, dags. 11/6, yfirlit yfir framlög til Reykjanesfólksvangs fyrir árið 2009, ásamt ársreikningi 2008.

Vísað til fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

7.903116 - Kríunes, breytt deiliskipulag

Frá Magnúsi Indriðasyni og Erlingi Bjarnasyni, dags. 12/6, varðandi aukna byggð á landi Kríuness.

Vísað til skipulagsnefndar.

8.903179 - Kópavogsvöllur, vegna greiðslu reiknings.

Frá Starfsgreinasambandi Íslands, Snæ Karlssyni, dags. 16/3 sl., varðandi reikning, sem ósamkomulag er um.

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið. Vísað til íþróttafulltrúa til umsagnar.

9.905298 - Meðferð og afgreiðsla ársreiknings sveitarfélaga.

Frá samgönguráðuneytinu, dags. 18/6, varðandi skil á ársreikningi.

Bæjarráð vekur athygli á því að ráðuneytinu voru kynntar ástæður seinkunar á afgreiðslu ársreiknings með bréfi, dags. 3. júní s.l.

10.906247 - Tilkynning um undirbúning viðbragðsáætlana vegna inflúensufaraldurs.

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 15/6, varðandi undirbúning viðbragðsáætlana vegna inflúensufaraldurs í skólum.

Lagt fram og vísað til fræðslustjóra til úrvinnslu.

11.906240 - Leikskólar - Verktakasamningur um þjónustu talmeinafræðings.

Frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs, lagður fram verktakasamningur, dags. 15/6, við Signýju Einarsdóttur, talmeinafræðing, um þjónustu talmeinafræðings við leikskóla Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

12.906138 - Austurkór 90, lóð skilað

Frá Uppslætti ehf., ódags. lóðinni að Austurkór 90 skilað inn.

Lagt fram.

13.906141 - Álmakór 19, lóð skilað.

Frá Hrannari Má Hallkelssyni og Önnu Lilju Þórisdóttur, dags. 12/6, lóðinni Álmakór 19 skilað inn.

Lagt fram.

14.906248 - Auðnukór 7, lóðaumsókn.

Frá Erlu Björk Steinarsdóttur og Birni Tryggvasyni, ódags., sótt um lóðina Auðnukór 7.

Bæjarráð samþykkir að gefa umsækjendum kost á lóðinni.

15.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 30. júní 2009

1. Fundargerðir nefnda.

2. Skipulagsmál.

3. Kosningar.

16.906202 - Ársskýrsla og ársreikningur fyrir árið 2008.

Frá Samtökum um kvennaathvarf, ársreikningur 2008.

Lagt fram.

17.906216 - Stefnumótunarbæklingur.

Frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, dags. 22/6, stefnumótunarbæklingur.

Lagt fram.

18.906280 - Innkaup sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarritara að fylgja eftir innkaupareglum Kópavogsbæjar og jafnframt að vinna umsögn um opinber innkaup.

19.906281 - Fyrirspurn vegna innkaupa.

Guðríður Arnardóttir óskaði eftir upplýsingum um samning Kópavogsbæjar við Krónuna um innkaup. Óskaði hún eftir því að fjármála- og hagsýslustjóri mætti til næsta fundar vegna málsins.

20.902159 - Boðaþing 22 - 26, breytt deiliskipulag.

Liður 20 - Skipulagsnefnd samþykkir erindið, þar sem fyrir liggur samþykki við grenndarkynningu og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

21.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 9/6.

341. fundur.

Varðandi lið 7 þá óskar bæjarráð eftir því að fá sendar útlánstölur Bókasafns Kópavogs og Lindasafns.

22.906020 - Skipulagsnefnd - 1167

23.803127 - Vallargerði 31. Breytt deiliskipulag.

Liður 5 - Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar hafnar skipulagsnefnd erindinu. Skipulagsnefnd samþykkir að kynna erindið í Vallargerði 25, 26, 27, 28, 29, 30, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39 og 40, Kópavogsbraut 64, 66, 68, 70 og 72, sbr. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

24.903148 - Grundarsmári 16, breytt deiliskipulag.

Liður 6 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu, dags. 17. mars 2009. Skipulagsnefnd samþykkir að senda nýja tillögu að deiliskipulagi lóðarinnar, dags. 3. júní 2009 í kynningu til lóðarhafa Grundarsmára 11, 13, 14, 15, 17, 17 og 20. Grófarsmára 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33 og 35. Í tillögunni felst að viðbygging á vesturhlið verði 17,8 m² á efri hæð og 12,8 m² á neðri hæð, alls 30,6 m². Útbyggður gluggi 8,6 m² á norðurhlið og stækkun á svölum 1,2 m til norðurs. Hús er nú um 256,8 m² og verður eftir breytingu 296 m². Viðbyggingar fari yfir 1/3 lengdar viðkomandi hliðar hússins, sbr. skilmála. Heidarstærð hússins verður um 16,8 m² yfir gildandi skilmálum. Skipulagsnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.903133 - Ásaþing 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Liður 7 - Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli umsagnar dags. 23. júní 2009 og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu.

26.904123 - Iðalind 6, breytt deiliskipulag.

Liður 9 - Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

27.904105 - Fossahvarf 1 - 11, breytt deiliskipulag.

Liður 10 - Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

28.808125 - Ósk um staðsetningu biðstöðva fyrir sendibíla.

Liður 15 - Skipulagsnefnd samþykkir umsögn skipulagsstjóra og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

29.906196 - Kjóavellir í lögsögu Garðabæjar, Spennistöð.

Liður 19 - Skipulagsnefnd samþykkir heimild til Garðabæjar að auglýsa tillöguna og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

30.901385 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar 15/6.

140. fundur

31.906009 - Skólanefnd - 12

32.905321 - Liður 2 í fundargerð skólanefndar, 22/6, málefni Skólahljómsveitar Kópavogs.

Tillaga fræðslusviðs um breytingar á skólagjöldum hljómsveitarinnar ásamt greinargerð. Skólanefnd samþykkti tillögu fræðslusviðs fyrir sitt leyti.

Bæjarráðs staðfestir afgreiðslu skólanefndar.

33.906279 - Ósk um launalaust leyfi.

Frá Gunnsteini Sigurðssyni, skólastjóra Lindaskóla, ósk um launalaust leyfi frá 1. júlí nk.

Gunnsteinn Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.  Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu fræðslustjóra.

34.906251 - Vatnsendablettur 72, samkomulag.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, drög að samkomulagi, milli Kópavogsbæjar, kt. 700169-3759 annars vegar og Björns Ólafssonar, kt. 170657-5359, Vatnsendabletti 72, Kópavogi hins vegar, um skaðabætur vegna röskunar og skerðingar á lóðinni Vatnsendablettur 72.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarlögmanni afgreiðslu málsins.

35.903019 - Sumarstörf 2009 (17 ára og eldri)

Frá forstöðumanni vinnuskólans, dags. 24/6, tillaga að ráðningu 15 starfsmanna við áhaladahús og einnig lagt til að lokað verði fyrir frekari umsóknir um sumarstörf.

Samþykkt.

36.906246 - Leikskólar - Verktakasamningur um þjónustu sálfræðings.

Frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs, lagður fram verktakasamningur, dags. 19/6, við Guðlaugu Ásmundsdóttur, sálfræðing um þjónustu sálfræðings við leikskóla Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

37.906245 - Leikskólar - Verktakasamningur um þjónustu sálfræðings.

Frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs, lagður fram verktakasamningur, dags. 19/6, við Svandísi Ásu Sigurjónsdóttur, sálfræðing um þjónustu sálfræðings við leikskóla Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

38.906241 - Leikskólar -Verktakasamningur um þjónustu talmeinafræðings.

Frá framkvæmdastjóra fræðslusviðs, lagður fram verktakasamningur, dags. 19/6, við Brynju Jónsdóttur, talmeinafræðing, um þjónustu talmeinafræðings við leikskóla Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Fundi slitið - kl. 17:15.