Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. nóvember, lögð fram til samþykktar gjaldskrá fyrir slökkviliðið.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
3.1511632 - Sótt um leyfi fyrir flugeldasölu við Nýbýlaveg 10, Versali 5 og Vallarkór 4.
Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 23. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir leyfi fyrir flugeldasölu á þremur stöðum í bænum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.
4.1511359 - Beiðni um styrk fyrir jólin.
Frá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, lögð fram beiðni þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemina vegna úthlutunar um jólin.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarritari til afgreiðslu.
5.1511385 - Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál. Beiðni
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. nóvember, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 263. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.
6.1511498 - Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338.
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. nóvember, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára (stjórnarfrumvarp), 338. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.
7.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar. Niðurstaða útboðs.
Frá forstöðumanni UT-deildar og verkefnastjóra spjaldtölvuinnleiðingar, dags. 25. nóvember, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir grunnskóla Kópavogs.
Bæjarráð hafnar tilboðinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2016.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
8.1511016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 19. nóvember 2015.
173. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.
9.1511004 - Íþróttaráð, dags. 19. nóvember 2015.
52. fundur íþróttaráðs í 35. liðum.
Lagt fram.
10.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 20. nóvember 2015.
150. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 5. liðum.
Lagt fram.
11.1511013 - Leikskólanefnd, dags. 19. nóvember 2015.
64. fundur leikskólanefndar í 12. liðum.
Lagt fram.
12.1511017 - Lista- og menningarráð, dags. 19. nóvember 2015.
51. fundur lista- og menningarráðs í 7. liðum.
Lagt fram.
13.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 13. nóvember 2015.
230. fundur stjórnar Strætó í 3. liðum.
Lagt fram.
14.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 16. nóvember 2015.