Bæjarráð

2828. fundur 24. júní 2016 kl. 15:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar með vísan til ákvæða 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

1.1604031 - Forsetakosningar 2016. Úrskurðir um kjörskrá.

Lagt fram erindi um breytingar á kjörskrá í samræmi við erindi frá Þjóðskrá Íslands þar um. Einnig lögð fram tillaga um breytingu á skipan í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum breytingar á kjörskrá í Kópavogi og breytingar á skipan í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.

Fundi slitið.