Lagt fram að nýju erindi Einars. V. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa varðandi nýbyggingu við Grænatún 20. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var lögð fram ný og breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014 þar sem dregið er úr byggingarmagni og byggingarreitir færðir til á lóð miðað við fyrri tillögu sbr. uppdráttum dags. 20.5.2014 í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja tillögu dags. 20. maí 2014. Á fundi bæjarráðs 5.6.2014 var erindinu vísað aftur til úrvinnslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd samþykkir að boða til samráðsfundar fimmtudaginn 7. ágúst 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, með Lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24, Álfatúns 1 og 3.
Lögð fram fundargerð frá samráðsfundi sem haldinn var 7. ágúst 2014. Í kjölfar athugasemda sem komu fram á samráðsfundinum er nú lögð fram breytt tillaga dags. 18. ágúst 2014 þar sem byggingarreitur er færður fjær götu sem nemur 1,6m, við það minnkar heildarbyggingarmagn um 24,3m2 og svalir á norðurhlið minnka um 4,1m2 og verða 6,9m2 að stærð. Heildarbyggingarmagn verður því 345,4m2 og nýtingarhlutfall 0,38 í stað 369,7m2 og nýtingarhlutfall 0,40 sbr. í kynntri tillögu. Suðurhlið nýbyggingar er óbreytt frá þeirri tillögu sem kynnt var á samráðsfundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 18. ágúst 2014. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.