- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Lagt fram.
Tillaga Guðríðar Arnardóttur
Undirrituð óskar eftir að málinu verði vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fellt með 3 atkvæðum gegn 1 atkvæði og 1 hjásetu.
Bæjarráð samþykkir að endurnýja umsókn um Bláfána fyrir árið 2014 í samræmi við framlögð gögn með 4 atkvæðum og einu mótatkvæði.
Bókun Guðríðar Arnardóttur:
Undirrituð hefur ávallt stutt bláfánaverkefnið og gerir einnig í þetta skiptið en hefði viljað fá umræðu um það í bæjarstjórn þar sem fleiri bæjarfulltrúar sitja.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar:
Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að málið sé rætt í bæjarstjórn. Hér er einungis ákveðið að halda bláfánaverkefninu áfram og hagræði fyrir embættismenn að fá ákvörðun í dag.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu.
Lagt fram.
Bæjarráð hafnar beiðni bréfritara með vísan til umsagnar lögfræðideildar.
Rannveig Ásgeirsdóttir bókar:
Undirrituð óskar skýringa á því hvers vegna ekki liggur fyrir staðfesting á skilum Y lista þar sem öllum gögnum hefur verið skilað inn. Svar liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Undirrituð óskar skýringar á því hvenær gögnum var skilað.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til framsals lóðarréttinda í samræmi við erindi bréfritara.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir erindi bréfritara um skil á lóðinni Vesturvör 50.
Bæjarráð samþykkir að senda framlagt svar fjármálastjóra og bæjarlögmanns við erindinu með þremur atkvæðum og tveimur hjásetum.
Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
Í bréfi Kauphallarinnar sem liggur fyrir fundinum er velt upp þeim möguleika að Kópavogsbær hafi brotið reglur með því að flagga ekki strax ákvörðun um að kaupa félagslegar íbúðir og stuðla að byggingu leiguíbúða. Bæjarstjórn Kópavogs er lýðræðislegur vettvangur opinna funda þ.s. almenningur á fullan rétt á að vita um hvað er rætt og hvernig ákvarðanir eru teknar. Sá réttur almennings er alveg jafn merkilegur og réttur Kauphallarinnar til að vita um ákvarðanir. Bæjarfulltrúar og bæjarstjórn geta ekki með nokkru móti haft stjórn á því hver setur eitthvað á netsíðu eða hver bloggar um tiltekið atriði. Ef það er skilyrði til þátttöku í Kauphöllinni að umræða verði ekki opinber eða fundir lokaðir þarf að endurskoða reglur Kauphallarinnar hvað varðar þátttöku opinberra aðila.
Hótanir Kauphallarinnar um sektir geta ekki orðið grundvöllur þess að bæjarstjórn eða bæjarfulltrúar hætti þátttöku í opinberri umræðu né til þess að bæjarfulltrúar hætti að fylgja sannfæringu sinni á fundum. Bæjarfulltrúar munu eftir sem áður áskilja sér allan rétt til að flytja tillögur og taka þátt í umræðum um þær og afgreiðslu þeirra.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Undirrituð situr hjá við afgreiðslu á svari bæjarins til Kauphallarinnar enda ekki sammála innihaldinu.
Hlutverk bæjarstjóra er að framfylgja ákvörðunum bæjarstjórnar og hafi ákvörðun bæjarstjórnar verið tilkynningaskyld til Kauphallar bar bæjarstjóra að sjá um slíka tilkynningu um leið og ákvörðun bæjarstjórnar lá fyrir. Hér sést glöggt hversu vinnubrögð bæjarstjóra í málinu og ferlinu öllu hafa verið óábyrg og nú staðfest að útreikningar bæjarstjóra um þriggja milljarða útgjaldaauka og hækkun skuldbindinga um 7-9% hafi verið án aðkomu fjármálastjóra bæjarins enda úr lausu lofti gripnar. Eðlilegra hefði verið að bæjarstjóri hefði nálgast málið af yfirvegun og sparað stóru yfirlýsingarnar sem hafa unnið málinu ógagn.
Hjálmar Hjálmarsson bókar:
Undirritaður tekur undir bókun Ólafs Þórs Gunnarssonar og bókanir Guðríðar Arnardóttur.
Ármann Kr. Ólafsson bókar.
Þetta hefði aldrei orðið neitt vandamál ef fulltrúi Samfylkingarinnar hefði ekki sent út fréttatilkynningu strax að loknum bæjarstjórnarfundi. Ég hef ekki staðfest það að fjármálastjóri hafi ekki komið að málum eins og Guðríður Arnardóttir fullyrðir og eru einungis getgátur af hennar hálfu.
Fundarhlé kl. 9:43. Fundi fram haldið kl. 9:46.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Bæjarstjórnarfundir eru sendir út í beinni útsendingu í útvarpi og á netinu. Hver sem er getur hlýtt á það sem þar fer fram, fjölmiðlar sem aðrir. Að loknum fundi var send út fréttatilkynning þar sem fram kom samþykkt bæjarstjórnar og ekkert umfram það. Ekki er hægt að ætlast til þess að einstaka bæjarfulltrúar hafi samband við Kauphöll enda hlutverk bæjarstjóra að sjá um slíkt.
Bæjarráð Kópavogs leggur ríka áherslu á að þeirri óvissu sem er uppi um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu sé eytt. Bæjarráð telur jafnframt að samrekstur sjúkraflutninga og slökkviliðs sé skynsamlegasti kosturinn i stöðunni.
Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir að leitað verði sjónarmiða FEBK við endurskoðun þjónustu málefna eldri borgara á Boðanum.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Undirrituð fagnar þessu frumkvæði félags eldri borgara í Kópavogi.
Fundarhlé 10.:20. Fundi fram haldið kl. 10:23.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fjármálastjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs.
Breytingartillaga frá Rannveigu Ásgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að bæjarstjóra í samvinnu við framkvæmdastjóra Markaðsstofu verði falið að ræða við framkvæmdastjórn RIFF kvikmyndahátíðar og skoða möguleika þess að hýsa hátíðina. Niðurstöður þessarar athugunar verði sendar lista- og menningarráði til umsagnar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum gegn einu.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur RIFF ekki verið úthýst úr Reykjavíkurborg sem hefur aftur á móti styrkt hátíðina um 10 milljónir og er einn fjölmargra styrktaraðila hátíðarinnar. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur fór að tillögu faghóps Bandalags íslenskra listamanna um styrkveitingar á árinu 2014 og var RIFF ekki á þeim lista.
Guðríður Arnardóttir gerir svohljóðandi tillögu:
Undirrituð telur eðlilegt að hugsanlegur stuðningur Kópavogsbæjar verði vísað til umfjöllunar lista- og menningarráðs en það ráð hefur fjallað faglega um styrki til menningar- og listatengdrar starfsemi í Kópavogi.
Tillagan kemur ekki til atkvæða þar sem fyrri tillagan innifelur þá seinni.
Guðríður Arnardóttir bókar:
Takist formanni bæjarráðs að lenda Reykjavík International Film Festival innan hreppamarka Kópavogs án þess að því fylgi kostnaður fyrir bæinn er lagt til að nafni hátíðarinnar verði breytt í
a) KRON Film festival (Kópavogur, Reykjavík og nágrenni Film festival)
b) FilmKó (Filmfestival Kópavogs)
c) KviKó (Kvikmyndahátið Kópavogs)
d) ReyKó film festival (Reykjavík/Kópavogur film festival)
- - - :)
Bókun Guðríðar Arnardóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Hjálmars Hjálmarssonar: Í bæjarstjórn þann 14. janúar var eftirfarandi samþykkt: "Vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði samþykkir bæjarstjórn að kaupa nú þegar 30-40 íbúðir víðsvegar í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda í húsnæðismálum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum. Þar verði hagkvæmar íbúðir til leigu bæði á hinum almenna markaði og hinum félagslega. Gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar á árinu 2015" Til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar er starfsmönnum bæjarins falið að kaupa félagslegar íbúðir á árinu og hefja nú þegar undirbúningsvinnu við byggingu tveggja fjölbýlishúsa í bænum. Það má gera ráð fyrir að á árinu 2014 falli til kostnaður umfram fjárhagsáætlun ársins sem nemur allt að 750 milljónum. Tillaga Guðríðar Arnardóttur, Ólafs Þórs Gunnarssonar og Hjálmars Hjálmarssonar: Gerð er tilllaga til bæjarstjórnar um að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2014. Hér er um að ræða færslur innan efnahagsreiknings samstæðu og þannig eru heildaráhrif á efnahag samstæðu óveruleg. Greinargerð með tillögu: Ekki verður séð af lögum né reglugerðum um fjármál sveitarfélaga að viðauki kalli á endurskoðaða áætlun en hér er um að ræða kreditfærslu á 32-500-1102 og debetfærslu á 58-101-11600. Til móts við aukin útgjöld skal gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu á árinu 2014 kr. 750 milljónir en ekki er gert ráð fyrir slíkum tekjum á áætlun ársins 2014, þótt alltaf hafi þess verið að vænta að tekjur af lóðasölu á árinu yrðu umtalsverðar.
Ármann Kr. Ólafsson óskar frestunar tillögunar og er orðið við því.
Fundarhlé 11:00. Fundi fram haldið kl. 11:05.
Bókun Ármanns Kr. Ólafssonar, Rannveigar Ásgeirsdóttur og Unu Maríu Óskarsdóttur:
Eins og fram hefur komið þá er nú þegar verið að festa kaup á félagslegu húsnæði í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun og því hefur frestun engin áhrif á þau kaup. Hins vegar gengur þessi tillaga út á algera stefnubreytingu hvað varðar fjármál bæjarins og þau fyrirheit sem bæjarstjórn hefur gefið undanfarin ár varðandi það að allar tekjur á lóðasölu skuli fara í að greiða niður skuldir. Þeirri stefnu hefur verið fylgt í sátt allra bæjarfulltrúa allt kjörtímabilið. Það er því nauðsynlegt að sérfræðingar innan bæjarkerfisins og utan meti áhrif þessarar tillögu.
Fundarhlé 11:05. Fundi fram haldið 11:10.
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að meta í samvinnu við vallarstjóra íþróttavalla (þ.m.t. golfvalla) með hvaða hætti megi flýta niðurbroti klaka (t.a.m. með s.k. götun) af götum og skólalóðum bæjarins.
Lagt fram.
Lagt fram.
Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti.
Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs, sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur fyrir sitt leyti.
Lagt fram.
Umræður um lið 1 í fundargerð. Afgreiðslu liðarins er frestað þangað til samantekt leikskólafulltrúa liggur fyrir.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Lagt fram.
Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
Undirritaður fagnar ákvörðun skólanefndar um samræmt dagatal leik- og grunnskóla.
Lagt fram
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Lagt fram
Ólafur Þór Gunnarsson bókar:
Undirritaður þakkar svarið.