Bæjarráð

2568. fundur 04. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.903192 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13).

Frá Jóhanni Björgvinssyni og Rut Kristinsdóttur, dags. 31/10, óskað eftir að bæjarráð taki aftur til umfjöllunar beiðni um greiðslu að hluta á lögfræðikostnaði þeirra vegna eignarnáms á Vbl. 102, til samræmis við samning sem gerður var við aðra lóðarhafa á svæðinu. Einnig óskað eftir afstöðu til hæfis eins bæjarfulltrúa til að fjalla um erindið nú.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

2.1011050 - Styrkur til Gerplu

Í tilefni af Evrópumeistaratitli Gerplu samþykkir bæjarráð styrk að upphæð kr. 200.000.

3.1011049 - Yfirlýsing vegna veðbandslausna

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, drög að yfirlýsingu vegna veðbandslausna á fasteigninni Þorrasalir 1-3.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að ganga frá samningi við lóðarhafa með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

4.1011046 - Fundargerðir nefnda

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð óskar eftir því að ritarar nefnda sendi fundargerðir til bæjarfulltrúa um leið og þær liggja fyrir.

Ómar Stefánsson"

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1011018 - Heilsa og lífskjör skólanema, alþjóðleg rannsókn. Skýrsla

Frá Rannsóknasetri forvarna við Háskólann á Akureyri, skýrsla um niðurstöðu rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema.

Lögð fram.

6.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 9. nóvember

I Fundargerðir nefnda

II Kosningar

7.1011008 - Fróðaþing 30. Lóðarumsókn.

Frá Kára Marís Guðmundssyni og Önnu Karen Arnarsdóttur, dags. 2/11, umsókn um lóðina Fróðaþing 30, ásamt umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, þar sem lagt er til að umsóknin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Kára Marís Guðmundssyni, kt. 171076-3749 og Önnu Karen Arnarsdóttur, kt. 161076-3099 lóðinni Fróðaþing 30.

 

 

8.1011003 - Lionsklúbbur Kópavogs

Frá Lionsklúbbi Kópavogs, þakkarbréf fyrir stuðning við unglingaskiptaverkefnið ICE and Fire 2010.

Lagt fram.

9.1011028 - Handknattleiksdeild HK

Frá handknattleiksdeild HK, dags. 2/11, beiðni um styrk til þátttöku á Evrópukeppni bikarhafa.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000.

 

Bæjarráð bendir á að reglur um styrki til íþróttafélaga verða teknar til endurskoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

10.706089 - Mál vegna leigusamninga til reksturs líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 28/10, athugasemdir varðandi útleigu húsnæðis í húsakynnum sundlauganna.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og deildarstjóra ÍTK til umsagnar.

11.1011009 - Beiðni um upplýsingar um ferðaþjónustu fyrir blinda

Frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, ódags., óskað upplýsinga um reglur og notendur ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi vegna fyrirhugaðra málaferla gegn bænum.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til umsagnar.

12.1011015 - Vatnsendablettur 102 (nú Ennishvarf 13), eignarnámsferli. Beiðni um rökstuðning

Frá Jóhanni Björgvinssyni og Rut Kristinsdóttur, dags. 31/10, óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvarðanatökum bæjaryfirvalda varðandi málaflutning fyrir Matsnefnd eignarnámsbóta vegna Vbl. 102.

Bæjarráð vísar erindinu til skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

13.1010032 - Félagsmálaráð 2/11

1294. fundur

14.1010389 - Áskorun frá velferðarvaktinni um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni

Frá velferðarvaktinni, dag 25/10, atriði sem óskað er eftir að verði tekin til greina við fyrirhugaðar hagræðingar í sparnaðarskyni.

Lagt fram.

15.1011006 - Áætlun um úthlutun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2010

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 29/10, áætlun um úthlutun aukaframlags til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram.

16.1010039 - Krafa um að farið verði eftir starfsreglum um dægradvalir

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 12/10, umsögn um erindi SfK varðandi mönnun í Dægradvölum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að svara Starfsmannafélagi Kópavogs á grundvelli framlagðrar umsagnar.

17.1011007 - Dalsmári 9-11, Heilsukot. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 3/11, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 20. október 2010 þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Heilsukots ehf., kt. 410910-0120,um rekstrarleyfi fyrir veitingahús, Heilsukot í Sporthúsinu, Dalsmára 9-11, 201 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segja til um.

18.1001157 - Stjórn Strætó bs. 29/10

148. fundur

19.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 29/4

20.1001152 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 25/2

Bæjarráð óskar eftir því að fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs berist strax að fundi loknum.

21.1010020 - Lista- og menningarráð 1/11

366. fundur

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður leggst gegn styrkveitingum undir liðum 4, 9 og 12 þar sem bæjarsjóður er ekki aflögufær að þessu sinni.

Gunnar Ingi Birgisson"

22.902051 - Sumarleyfi leikskóla Kópavogs

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel sorglegt að taka þetta af því þetta er þjónustuskerðing og kostnaðarauki er aðeins í orði en ekki á borði.

Ómar Stefánsson"

23.1010029 - Leikskólanefnd 2/11

12. fundur

24.1010366 - Yfirlit yfir ferðaþjónustu

Liður 15. Félagsmálaráð vekur athygli bæjarráðs á að æskilegt væri að taka reglur um ferðaþjónustu til endurskoðunar, sérstaklega 6. gr.

Bæjarráð felur félagsmálaráði að endurskoða reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og undirbúa útboð aksturs.

Fundi slitið - kl. 10:30.