2793. fundur
22. október 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Theódóra S Þorsteinsdóttirformaður
Karen Elísabet Halldórsdóttiraðalfulltrúi
Hjördís Ýr Johnsonaðalfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðssonaðalfulltrúi
Birkir Jón Jónssonaðalfulltrúi
Páll Magnússonbæjarritari
Ármann Kristinn Ólafssonbæjarstjóri
Margrét Júlía Rafnsdóttirvarafulltrúi
Fundargerð ritaði:Páll Magnússonbæjarritari
Dagskrá
1.1510006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 8. október 2015.
167. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.
2.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 16. október 2015.
61. fundur svæðisskiuplagsnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.
3.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 2. október 2015.
226. fundar stjórnar Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.
4.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 12. október 2015.
421. fundur stjórnar SSH í 10. liðum.
Lagt fram.
5.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 16. september 2015.
420. fundur stjórnar SSH í 1. lið.
Lagt fram.
6.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 16. október 2015.
355. fundur stjórnar Sorpu í 10. liðum.
Lagt fram.
7.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 16. október 2015.
149. fundur stjórnar Slökkviliðs hbsv. í 5. liðum.
Lagt fram.
8.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. september 2015.
148. fundargerð stjórnar Slökkviliðs hbsv. í 5. liðum.
Lagt fram.
9.1510012 - Skólanefnd, dags. 20. október 2015.
92. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.
10.1510008 - Leikskólanefnd, dags. 15. október 2015.
63. fundur leikskólanefndar í 8. liðum.
Lagt fram.
11.1510013 - Félagsmálaráð, dags. 19. október 2015.
1399. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.
12.1510011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 15. október 2015.
168. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 11. liðum.
Lagt fram.
13.1509919 - Fjárhagsáætlun 2016.
Frá bæjarstjóra, lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2016 og tillaga að þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2016 og tillögu að þriggja ára áætlun 2017-2019 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
14.1510332 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016.
Frá Stígamótum, dags. 7. október, lögð fram styrkbeiðni vegna reksturs Stígamóta árið 2016.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.
15.1510450 - Skólaíþróttir í Lindaskóla.
Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 12. október, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar um sundkennslu í Lindaskóla og hvort hún sé í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.
16.1509109 - Móttaka flóttafólks.
Frá velferðarráðuneyti, dags. 13. október, lagt fram erindi félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi móttöku Kópavogsbæjar á flóttafólki.
Lagt fram.
17.1510454 - Frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál. Beiðni um umsögn.
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. október, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (stjórnarfrumvarp), 225. mál.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.
18.1510331 - Fjárhagsáætlun og niðurstöður ársreiknings 2014. EFS óskar eftir upplýsingum vegna samanburðar.
Frá EFS, dags. 8. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir nánari upplýsingum um samþykkta viðauka við fjárhagsáætlun vegna samanburðar á fjárhagsáætlun 2014 við niðurstöðu ársreiknings 2014.
Bæjarráð vísar málinu til fjármálastjóra til afgreiðslu.
19.1510330 - Beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
Frá Jafnréttisstofu, dags. 13. október, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að fá afhenta jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar til fjögurra ára, ásamt framkvæmdaáætlun.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns og jafnréttis- og mannréttindanefndar til afgreiðslu.
20.1510406 - Sameiginleg ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Frá SSH, dags. 16. október, lagt fram erindi varðandi útreikning á hlutdeild sveitarfélaga í notkun á akstri sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.
Lagt fram.
21.1510449 - Fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2016.
Frá SSH, dags. 16. október, lögð fram fjárhagsáætlun vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2016, ásamt helstu breytingum.
Lagt fram.
22.1503301 - Verkefnisstjórn íþrótta- og félagsaðstöðu GKG.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. október, lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG í samræmi við samstarfssamning þar um á milli Kópavogsbæjar og GKG.
Lagt fram.
23.1510506 - Hamraendi 25. Beiðni um framsal.
Frá bæjarlögmanni, dags. 20. október, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Þórhalls Hauks Reynissonar og Kristínar Jónasdóttur um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð hafnar beiðni um framsal lóðarinnar Hamraenda 25 með fimm atkvæðum. Ber að endurúthluta lóðinni ef lóðarhafar hafa hug á að skila lóð inn.