Bæjarráð

2635. fundur 22. mars 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar því sem snýr að gjaldtöku til skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

2.1203295 - Skipan starfshóps um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar. Tillaga frá Hafsteini Karlssyni.

Hafsteinn Karlsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sá bragur sem ríkt hefur í bæjarstjórn Kópavogs um langa hríð er til vansæmdar fyrir Kópavog. Oft á tíðum líður málefnaleg umræða á bæjarstjórnarfundum og í fjölmiðlum fyrir persónulegt skítkast, brigslyrði, dylgjur og tilhæfulausar ásakanir. Óeining er um hvernig á að haga afgreiðslu mála og mikill tími fer í þras um slíkt. Þessi ómenning dregur bæði kjark og gleði úr bæjarfulltrúum, en allir vita að  til þess að ná góðum árangri í starfi er ánægjan afar mikilvægur þáttur.  Jafnframt er hún algjörlega á skjön við siðareglur sem bæjarstjórn hefur sjálf sett sér.

Undirritaður leggur því til að að allir bæjarfulltrúar leggi sig fram og komi fram af virðingu hver við annan. Jafnframt að hópur bæjarfulltrúa fái það hlutverk að koma með tillögur um vinnulag og vinnubrögð bæjarstjórnar.

Hafsteinn Karlsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við viljum taka heilshugar undir það að bæta verður brag á fundum bæjarstjórnar og að persónuleg umræða hefur verið til skammar og óþurftar fyrir bæjarbúa Kópavogs. Núverandi bæjarstjóri hefur m.a. farið í pontu á bæjarstjórnarfundi og beðið menn þess sama og hér kemur fram. Fyrsta  skrefið myndi vera að taka til í eigin ranni. Í tíð síðasta meirihluta var samþykkt að endurskoða fundarsköp bæjarstjórnar með þetta sama að markmiði en því miður var enginn fundur haldinn. Niðurlag tillögunnar er í anda þess sem þá var ákveðið.

Rannveig Ásgeirsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögu Hafsteins Karlssonar.

3.1203294 - Bílakostur Kópavogsbæjar. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð  Kópavogs samþykkir að fela  sviðsstjóra umhverfissviðs í samvinnu við fjármála og hagsýslustjóra að gera áætlun um að gera bílakost Kópavogsbæjar umhverfisvænan.

Greinargerð:

Umhverfisvænum kostum í samgöngum hefur fjölgað verulega undanfarin ár og í flestu tilliti er orðið um samkeppnishæf verð að ræða við minna umhverfisvæna bíla.  Eldsneytiskostnaður er einnig umtalsvert lægri.  Gerð verði áætlun um á hve mörgum árum (með eðlilegri endurnýjun) verði raunhæft að skipta út núverandi bílaflota í tvinnbíla, tengiltvinn bíla, metan bíla, rafmagns bíla eða aðra sparneytna bíla. Einnig verði metin möguleg sparnaðaráhrif af því að flýta endurnýjun t.a.m.  um 2, 4 eða 6 ár, m.t.t. eldsneytiskostnaðar og viðhalds.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

4.1203293 - Samningar við Strætó um fyrirtækjakort. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni, Hafsteini Karlssyni og Hj

Ólafur Þór Gunnarsson, Hafsteinn Karlsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð Kópavogs samþykkir að fela starfsmannastjóra og bæjarritara að kanna kostnað vegna þátttöku fyrir hönd starfsmanna bæjarins í fyrirtækjakorti  Strætó, samgöngukorti.

Strætó bs. byrjaði sl. haust að semja við fyrirtæki um ódýrari strætókort, s.k.  samgöngukort. Með kortunum gefst starfsmönnum kostur á að nýta sér strætóferðir á hagstæðara verði en ella. Slíkt hefur sýnt sig hvetja til notkunar almenningssamgangna og 15 fyrirtæki og stofnanir eru þegar þátttakendur.

Ólafur Þór Gunnarsson, Hafsteinn Karlsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.1203199 - Ársskýrsla Bókasafns Kópavogs 2012

Frá Bókasafni Kópavogs, ársskýrsla 2012.

Lagt fram.

6.1201318 - Boð í aldarafmæli Sinfóníuhljómsveitar Norrköping

Frá Norrköping, dags. 12/3, boð á 100 ára afmæli Sinfoníuhljómsveitarinnar þann 28. apríl nk.

Lagt fram.

7.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnar 27/3

I. Fundargerðir nefnda.

II. Kosningar.

8.1203210 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá LIONS, dags. 15/3, óskað eftir niðurfellingu fasteignaskatts af húseign félagsins að Auðbrekku 25-27.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

9.1203244 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir starfsmanni á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Hrauntungu.

Frá verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks, dags. 22/3, óskað heimildar til að auglýsa eftir starfsmanni í 50% starf í áfangaheimilinu Hrauntungu.

Bæjarráð samþykkir umbeðna heimild.

10.1111362 - Starfsmannamál

Starfsmannastjóri og sviðsstjóri menntasviðs mættu til fundar og gerðu grein fyrir starfsmannamálum.

 

11.1203289 - Sigurjón Ingvason segir upp störfum

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lagt fram erindi frá skrifstofustjóra sviðsins, sem segir starfi sínu lausu.

Bæjarráð þakkar Sigurjóni vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

12.1006494 - Óskað álits varðandi áheyrnarfulltrúa í starfshópum

Frá bæjarlögmanni, dags. 20/3, drög að bréfi til innanríkisráðuneytisins, þar sem óskað er álits varðandi áheyrnarfulltrúa í starfshópum, skv. bókun í bæjarráði 15/3.

Bæjarráð samþykkir drög að erindi til innanríkisráðuneytisins.

13.1201286 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 16/3

110. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

14.1203006 - Skólanefnd 12/3

40. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

15.1201099 - Bakkasmári 16, breytt deiliskipulag

Bæjarráð samþykkir erindið.

16.1203015 - Félagsmálaráð 20/3

1326. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.1203012 - Skipulagsnefnd 21/3

1207. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

18.1203001 - Skipulagsnefnd 7/3

1206. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.1203056 - Tillaga um breytingu á greiðsluskilmálum lóðagjalda

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, tillaga um breytingu á greiðsluskilmálum lóðagjalda, samþykkt með þeirri viðbót að ef lóðarhafar óska eftir skemmri lánstíma en fimm ár verði bréf með Reibor vöxtum plús 2,2%, sbr. lið 15 í fundargerð framkvæmdaráðs 21/3.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, óskað heimildar til forvals vegna útboðs á byggingu leikskóla á Rjúpnahæð, samþykkt í framkvæmdaráði 21/3, sbr. lið 14 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.1203267 - Starfsmannamál í áhaldahúsi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, starfslýsingar fyrir áhaldahús ásamt tillögu um að auglýsa störfin, samþykkt í framkvæmdaráði 21/3, sbr. lið 12 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

22.1203266 - Húsnæði fyrir AA

Frá deildarstjóra eignadeildar, tillaga um nýtt húsnæði fyrir AA samtökin, samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 21/3, sbr. lið 11 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

23.1203265 - Húsnæði fyrir gagnaveitu í Efstahjalla.

Tillaga um að leigja Gagnaveitunni húsnæði undir fjarskiptabúnað, samþykkt á fundi framkvæmdaráðs 21/3, sbr. lið 10 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

24.1203263 - Garðyrkjumenn. Niðurstaða úr verðkönnun á vinnu.

Frá garðyrkjustjóra, niðurstaða úr verðkönnun á vinnu garðyrkjumanna, sbr. lið 9 í fundargerð framkvæmdaráðs 21/3.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

25.1203262 - Grassláttur. Heimild til útboðs.

Frá garðyrkjustjóra, óskað eftir heimild til útboðs, sbr. lið 8 í fundargerð framkvæmdaráðs 21/3.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

26.1104009 - Öryggismál í safnahúsi.

Frá deildarstjóra eignadeildar, minnisblað um aðgerðir í öryggismálum, sbr. lið 5 í fundargerð framkvæmdaráðs 21/3.

Lagt fram.

27.1203257 - Útboð á fjarvöktun og öryggisgæslu.

Frá deildarstjóra fasteignadeildar, óskað eftir heimild til útboðs, sbr. lið 4 í fundargerð framkvæmdaráðs 21/3.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

28.1203019 - Framkvæmdaráð 21/3

26. fundur

Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.1104299 - Reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk

Frá yfirmanni þjónustudeildar fatlaðra, dags. 14/3, endurskoðaðar reglur um stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk, samþykktar í félagsmálaráði, sbr. lið 12 í fundargerð frá 20/3.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur með fyrirvara um að verkefnið rúmist innan fjárhagsáætlunar.

30.1203205 - Vinnandi vegur

Frá verkefnastjóra á velferðarsviði, dags. 21/3, greinargerð um átaksverkefnið Vinnandi vegur, sbr. lið 1 í fundargerð félagsmálaráðs 20/3.

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri velferðarsviðs afli útreikninga og tölulegra upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu um að Kópavogsbær verði þátttakandi í verkefninu Vinnandi vegur með fyrirvara um nánari útfærslu. Þá er ekki tekin afstaða til ráðninga vegna verkefnisins á þessu stigi.

Fundi slitið - kl. 10:15.