Bæjarráð

2603. fundur 21. júlí 2011 kl. 12:00 - 14:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1107133 - Stjórnsýslukæra vegna uppsagnar á þjónustusamningi Kópavogsbæjar og leikskólans Kjarrsins ehf.

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 12/7, óskað umsagnar vegna stjórnsýslukæru vegna uppsagnar á þjónustusamningi við leikskólann Kjarrið.

Vísað til sviðsstjóra menntasviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

2.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Bókun á stjórnarfundi SSH 4/7

Lagt fram.

3.1107003 - Lækjarbotnar, fjárgirðing

Bókun á stjórnarfundi SSH 4/7.

Lagt fram. 

4.1103299 - Samningur um kaup á Digranesvegi 7

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, kaupsamningur milli Íslandspósts og Kópavogsbæjar um kaup á Digranesvegi 7.

Bæjarráð samþykkir samninginn með 3 atkvæðum gegn 2.

5.1107083 - Glaðheimar. Flutningur Gusts frá Glaðheimum á Kjóavelli. Niðurrif hesthúsa í Glaðheimum

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, lagt fram erindi frá Landslögum, dags. 8/7, mótmæli vegna aðgerða bæjarins við niðurrif hesthúsa á Glaðheimasvæðinu, ásamt svari til bréfritara dags. 18/7.

Lagt fram.

6.1107057 - Launalaust leyfi frá störfum

Frá starfsmanni umhverfissviðs, dags. 4/7, óskað eftir launalausu leyfi í eitt ár.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar. 

7.1105161 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

Mál sem frestað var í bæjarráði 30/6 sl., tímatöflur íþróttamannvirkja, sbr. lið 1 í fundargerð ÍTK frá 29/6 sl.

Bæjarráð samþykkir lið 1. í fundargerðinni.

8.1107065 - Skert framlag til námsgagnasjóðs fyrir árið 2011

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 5/7, upplýsingar um úthlutun úr námsgagnasjóði fyrir 2011.

Lagt fram og vísað til sviðsstjóra menntasviðs.

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mótmæla þessum niðurskurði mennta- og menningarmálaráðuneytisins.  Framlag til sjóðsins hefur nú verið lækkað úr 100 millj. króna í 40 millj. króna síðan til hans var stofnað árið 2007.  Ef tekið er tillit til vísitöluhækkunar er þetta um 70% lækkun að raungildi.  Þessi mikli niðurskurður vinnur gegn markmiðum sjóðsins um að styrkja og bæta menntun þjóðarinnar.  

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson""

Hjálmar Hjálmarsson, fulltrúi Næst besta flokks og Rannveig Ásgeirsdóttir, fulltrúi Lista Kópavogsbúa taka undir bókun Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.

Guðríður Arnardóttir  og Guðný Dóra Gestsdóttir óska  bókað að erfiðum tímum fylgja erfiðar ákvarðanir. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka: 

Samanber Harpan.

9.1107168 - Tilkynning um endanlega úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið

Frá innanríkisráðuneytinu, jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 15/7, tilkynning um framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda vegna 2011, kr. 82.010.000.

Lagt fram.

10.1106215 - Boðað verkfall leikskólakennara 22. ágúst nk.

Frá bæjarstjóra, dags. 21/7, tillaga að svari sem óskað var eftir í bæjarráði, við erindi Samleiks, sbr. bókun á stjórnarfundi SSH 4/7.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

11.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 17/7, óskað umsagnar um stjórnsýslukæru húsfélagsins að Kórsölum 5 fyrir 2. ágúst nk.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns.

12.1107046 - Bréf til úrskurðarnefndar í upplýsingamálum

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dag. 6/7, spurningar varðandi afhendingu gagna vegna kvörtunarmáls.

Lagt fram.

13.1107081 - NASDAQ OMX Iceland hf. áminnir Kópavogsbæ

Frá Kauphöll Íslands, dags. 8/7, áminning vegna tafa á birtingu ársreiknings bæjarins fyrir árið 2010.

Lagt fram.

14.1107167 - Upplýsingar um fasteignamat 2012

Frá Þjóðskrá Íslands, dags. í júní, upplýsingar um endurmat fasteignamats í sveitarfélögum landsins.

Lagt fram.

15.1107066 - Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ

Frá Brunabótafélagi Íslands, dags. 4/7, tilkynning um ákvörðun stjórnar EBÍ að úthlutunarfé styrktarsjóðsins renni til Skaftárhrepps vegna afleiðinga eldgossins í Grímsvötnum. Tilkynnt er einnig um fyrirhugaðan aðalfund fulltrúaráðs EBÍ 12. október nk.

Lagt fram.

16.1106226 - Ósk um reglur um svör við fyrirspurnum

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir til bæjarstjóra:
""a. Ég vil minna á ósvaraðar fyrirpurnir til bæjarstjóra og annarra starfsmanna bæjarins, ekkert bólar á svörum. Þetta minnir á stjórnskipulag sem var við lýði í kommúnístaríkjum Austur-Evrópu hér á árum áður.
b. Hvernig stendur á því að jarðvegstippur Kópavogsbæjar í Bolaöldum er lokaður? Þeir sem grafa fyrir grunnum verða að losa jarðefni í Sorpu með margföldum kostnaði.
c. Hvenær liggur fyrir 6 mánaða uppgjör bæjarsjóðs?
Gunnar I. Birgisson""

17.1106149 - Tillaga varðandi hugsanlega breytingu á nafni Kópavogsbæjar

Ómar Stefánsson spyr:
""Hversu lengi á tillagan er varðar ""Kópavogsborg"" að vera í fresti?
Ómar Stefánsson""

18.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Hjálmar Hjálmarsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

Lagt er til að umhverfis- og samgöngunefnd og starfsmönnum umhverfissviðs verði falið að meta kosti þess að koma upp tjaldsvæði á Kópavogstúni.

Á nýafstöðnu Símamóti buðu mótshaldarar upp á tjaldsvæði á Kópavogstúni sem var vel sótt og almenn ánægja með þá framkvæmd.  Í ljósi þeirrar reynslu verði skoðaðir kostir þess og gallar að starfrækja þar tjaldsvæði allt sumarið.

 

 

Guðríður Arnardóttir bendir á að framkvæmdaráð hefur þegar falið sviðsstjóra umhverfissviðs að kanna möguleika á varanlegum tjaldstæðum í Kópavogi, þar á meðal á Kópavogstúni.

19.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Endurskoðun aðalskipulagsins 2001-2024. Verkefnalýsing skipulags

Frá skipulagsstjóra, dags. 20/7, umsögn um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfismats varðandi endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.

Staðfest.

20.1107005 - Framkvæmdaráð 21/7

13. fundur

Varðandi lið 1, mál 1105294, óskar bæjarráð eftir því að sviðsstjóri umhverfissviðs mæti á fund  bæjarráðs og geri nánari grein fyrir málinu.

21.1104091 - Útboð á rekstri mötuneyta í grunnskólum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Miðvikudaginn 22. júní 2011 kl. 14:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Framleiðsla á mat fyrir grunnskóla í Kópavogi 2011 - 2012"" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Kópavogsbæ dagsett í maí 2011. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Eftirfarandi tilboð bárust (heildarverð):

H og K veitingar ehf. kr. 95.375.300,-
Skólamatur ehf. kr. 102.040.080,-
Sláturfélag suðurl. kr. 58.735.495,- (2 skólar)
Eldhús sælkerans ehf. kr. 107.096.120,-

Lagt er til að leitað verði samninga við Skólamat ehf.

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að taka gjaldskrá á skólamáltíðum fyrir veturinn 2011-2012 til endurskoðunar.

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar, gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Skólamat ehf.   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:

Niðurstaða útboðsins þýðir að forsendur fjárhagsáætlunar ná ekki fram að ganga. 

Bæjarráð felur sviðsstjóra menntasviðs að koma með tillögur að breyttri gjaldskrá á skólamáltíðum fyrir veturinn 2011-2012.

22.1102374 - Holræsahreinsun. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Þriðjudaginn 12. júlí 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Hreinsun fráveitukerfis í Kópavogi 2011-2013"" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni EFLU ehf. dags í júní 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:


Kostnaðaráætlun
19.680.000 kr.
Hreinsitækni ehf. 18.833.510 kr.
Hreinsibílar ehf. 19.999.650 kr.

Lagt er til við framkvæmdaráð að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Hreinsitækni ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hreinsitækni ehf.

23.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Miðvikudaginn 29. júní 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Sorphirða í Kópavogsbæ 2011-2016"", samkvæmt útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni EFLU ehf. dags í maí 2011. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (ESS ).
Eftirfarandi tilboð bárust:
Íslenska gámafélagið ehf.
559.268.392
Gámaþjónustan hf.
784.334.364
Kostnaðaráætlun
652.068.040

Lagt er til að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Íslenska Gámafélagið ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Íslenska gámafélagið ehf.

24.1106021 - Skipulagsnefnd 19/7

1192. fundur

25.1103082 - Austurkór 92. Breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.  Gunnar Ingi Birgisson situr hjá við afgreiðslu málsins.

26.1106077 - Ný reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsögn.

Frá skipulagsstjora, dags. 20/7, umsögn skipulagsnefndar um reglugerð um framkvæmdaleyfi, sem óskað var eftir í bæjarráði 9/6 sl.

Staðfest.

27.1104090 - Lausar kennslustofur.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar málinu til nánari umfjöllunar leikskólanefndar.  

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks óska eftir að skoðað verði sérstaklega hvort staðlar varðandi leiksvæði utandyra séu uppfylltir.

28.1107003 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 12/7

17. fundur

29.1107047 - Ný reglugerð um landsskipulagsstefnu. Beiðni um umsögn

Frá skipulagsstjóra, dags. 20/7, umsögn um reglugerð um landsskipulagsstefnu, sem óskað var eftir í bæjarráði 7/7.

Samþykkt.

30.1107101 - Örvasalir 20, deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir erindi lóðarhafa og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

31.1107124 - Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030 (endurskoðun á AS 2002-2024)

Frá skipulagsstjóra, umsögn um endurskoðun Aðalskipulags Mosfellsbæjar 2002-2024,sbr. lið 24 í fundargerð skipulagsnefndar 19/11.

Samþykkt.

32.1101303 - Stjórn SSH 10/6

363. fundur

Varðandi lið 1, mál 1102309, óskar Gunnar Ingi Birgisson eftir upplýsingum um greiðslustöðu Álftaness við Sorpu, Strætó og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. 

33.1102309 - Strætó bs.: Erindi Sveitarfélagsins Álftaness um fjárhagsleg áhrif úrsagnar úr Strætó bs. vísað til

Mál sem frestað var í bæjarráði 7/7, sbr. lið 1 í fundargerð SSH 10/6.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

34.1101303 - Stjórn SSH 4/7

364. fundur

Varðandi lið 2 þá vísar bæjarráð til bókunar sinnar frá 7. júlí s.l.

35.1107172 - Mats- og inntökuteymi SSH vegna þjónustu við fatlaða

Bókun á stjórnarfundi SSH 4/7, lið 1.

Bæjarráð samþykkir lið a fyrir sitt leyti og vísar málinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.   Bæjarráð samþykkir liði b og c.  

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað: 

""Enn og aftur sýnir það sig að yfirfærslan frá ríkinu er mun dýrari fyrir sveitarfélögin en gert hafði verið ráð fyrir.  Varnaðarorð í þá veru eru sífellt að sanna gildi sitt.""  

Guðríður Arnardóttir minnir á endurskoðunarákvæði samningsins, þar sem ríkið mun bæta sveitarfélögum þann umfram kostnað sem yfirfærsla málefna fatlaðra mun hafa í för með sér. 

Fundi slitið - kl. 14:00.