Bæjarráð

2536. fundur 04. febrúar 2010 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.701168 - Boðaþing. Hjúkrunar- og dvalarheimili Hrafnistu

Frá félags- og tryggingamálaráðuneyti, dags. 27/1, varðandi rekstrarfyrirkomulag á hjúkrunarrýmum við Boðaþing 5 og 7.

Lagt fram.

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 9. febrúar

I. Fundargerðir nefnda

II. Fjárhagsáætlun 2011-2013. Seinni umræða

III. Kosningar

3.1001308 - Þorrasalir 10, lóðarskil.

Frá H. Einari Árnasyni og Önnu G. Maríasdóttur, dags. 29/1, lóðinni að Þorrasölum 10 skilað inn.

Lagt fram.

4.1001194 - Hálsaþing 14. Lóðarumsókn.

Sölvi Þór Sævarsson og Inga Hulda Sigurgeirsdóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Hálsaþingi 14.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

5.1001193 - Hálsaþing 16. Lóðarumsókn.

Árni Jóhannes Valsson og Halldóra Harðardóttir sækja um byggingarrétt á lóðinni að Hálsaþingi 16.

Bæjarráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar.

6.1001298 - Bráðabirgðasamkomulag við Sjúkratryggingar Íslands að renna út.

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, dags. 28/1, varðandi samkomulag við Sjúkratryggingar Íslands um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

7.1001252 - Gjaldfrelsi eldri borgara í sundlaugar Kópavogs

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 26/1, mótmælt er harðlega ákvörðun bæjarstjórnar, um að afnema gjaldfrelsi eldri borgara í sundlaugar bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

8.1002036 - Gullsmári 9, beiðni um niðurfellingu eða lækkun fasteignagjalda.

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 28/1, beiðni um niðurfellingu/lækkun fasteignaskatts vegna Gullsmára 9.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

9.1002033 - Akralind 7, beiðni um lækkun fasteignagjalda.

Frá Kristjáni Jóhannessyni, dags. 19/1, beiðni um lækkun fasteignagjalda af Akralind 7.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

10.1001246 - Grófarsmári 32. Niðurfelling sorphirðuhluta fasteignagjalds

Frá Guðmundi Jónssyni, dags. 26/1, beiðni um niðurfellingu sorphirðuhluta fasteignagjalds, tímabundið eða til loka tilraunatímabils sorphirðu á Nónhæð.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

11.1001301 - 15. Unglingalandsmót UMFÍ 2012.

Frá UMFÍ, dags. 28/1, varðandi auglýsingu eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 15. Unglingalandsmóts, sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2012.

Lagt fram.

12.1002038 - Ferða- og afþreyingariðnaður í Kópavogi

Frá Lárusi Halldórssyni, dags. 25/1, ósk um landsvæði til afnota fyrir starfsemi í ferða- og afþreyingariðnaði.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar.

13.1001243 - Hófgerði 2.

Frá Helgu Gylfadóttur og Hafsteini Guðmundssyni, dags. 25/1, varðandi stöðu framkvæmda á lóð og húsi við Hófgerði 2.

Bæjarráð vísar erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar.

14.802164 - Hrauntunga 51. Aðkoma.

Frá Juralis, dags. 29/1, varðandi umferðarrétt o.fl. við Hrauntungu 51.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

15.1001245 - Akurhvarf 3. Kæra vegna úrskurðar Fasteignaskrár Íslands um fasteignamat.

Frá Yfirfasteignamatsnefnd, afrit af bréfi til Fasteignaskrár Íslands, dags. 25/1, varðandi kæru á úrskurði Fasteignaskrár Íslands frá 12/10 sl. um fasteignamat á Akurhvarfi 3.

Lagt fram.

16.1001022 - Forvarnanefnd 26/1

22. fundur

17.906222 - Háspennulínur til Reykjaness, Landsnet.

Frá umhverfisráðuneyti, dags. 28/1, úrskurður vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar frá 30/10 sl., um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi og öðrum framkvæmdum sem henni eru háðar og/eða eru á sama svæði á grundvelli 2. mgr. 5.gr. laga nr. 106/2000.

Lagt fram.

18.1001278 - Skýrsla byggingarfulltrúa yfir byggingarframkvæmdir í Kópavogi 2009

Frá byggingarfulltrúa, lögð fram skýrsla yfir byggingarframkvæmdir í Kópavogi 2009.

Lagt fram.

19.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, breyting.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits, dags. 28/1, sem skipulagsnefnd Kópavogs óskaði eftir á fundi sínum 3/11 sl., um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram.

20.912660 - Yndisgróður

Frá garðyrkjustjóra, dags. 1/2, minnisblað vegna erindis LBHÍ, dags. 15/12. Lagt er til að þar sem afgreiðsla umhverfisráðs og síðar bæjarráðs nær aðeins til svæðis og vinnu við verkefnið, er hér með óskað eftir að fallist verði á þriðja atriðið í erindinu um að veittur verði styrkur að upphæð kr. 250.000 til verkefnisins á ári í 10 ár, enda rúmist hann innan fjárhagsáætlunar á fjárveitingum til umhverfismála.

Bæjarráð samþykkir að veittur verði styrkur að upphæð kr. 250.000, enda rúmist hann innan fjárhagsáætlunar á fjárveitingum til umhverfismála.

21.1001205 - Nýbýlavegur 80. Beiðni um styrk til kaupa á hljóðvarnargleri.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 2/2, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 28/1, um erindi Viktoríu Jónsdóttur, beiðni um styrk til kaupa á hljóðvarnargleri. Lagt er til að erindinu verði hafnað að svo stöddu, en aðilum verði bent á að afla sér upplýsinga um hvort styrkir verði í boði á næsta ári, þegar fjárhagsáætlun liggur fyrir, sem gera má ráð fyrir að verði í febrúar 2011.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara erindinu.

22.704100 - Fróðaþing 20. Bótakrafa til Kópavogsbæjar vegna tafa við byggingu á lóð Fróðaþings 20

Frá bæjarlögmanni, lagður fram úrskurður Hæstaréttar, dags. 28/1, í máli lóðarhafa Fróðaþings 20 gegn Kópavogsbæ.

Lagt fram.

23.1002051 - Starfsuppsögn

Frá bæjarritara, lagt fram uppsagnarbréf frá Birni Hermannssyni, dags. 5/1 2010.

Bæjarráð þakkar Birni Hermannssyni fyrir unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

24.1001254 - Menningarhátíð Núna(now)

Frá bæjarstjóra, dags. 27/1, tillaga um að Kópavogsbær samþykki að taka þátt í samstarfi við forsvarsmenn listahátíðarinnar Núna (now) frá Kanada um að listahátíðin verði haldin í Kópavogi í ár og að tómstunda- og menningarsviði verði falið að vinna að undirbúningi hátíðarinnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

25.1001020 - Vinabæjanefnd 27/1

97. fundur

26.1002003 - Stjórn tónlistarsafns Íslands 2/2

4. fundur

27.1001196 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 29/1

131. fundur

28.1002001 - Lista- og menningarráð 2/2

350. fundur

29.1001024 - Leikskólanefnd 2/2

2. fundur

Liður 1. nr. 1001273 - Starfsmannamál. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

30.1001150 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 25/1

146. fundur

Fundi slitið - kl. 17:15.