2814. fundur
23. mars 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Theódóra S Þorsteinsdóttirformaður
Karen Elísabet Halldórsdóttiraðalfulltrúi
Hjördís Ýr Johnsonaðalfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðssonaðalfulltrúi
Ólafur Þór Gunnarssonáheyrnarfulltrúi
Páll Magnússonbæjarritari
Ármann Kristinn Ólafssonbæjarstjóri
Kristinn D Gissurarson
Fundargerð ritaði:Páll Magnússonbæjarritari
Dagskrá
1.1504501 - Innri endurskoðun Kópavogsbæjar
Frá fjármálastjóra, dags. 18. mars 2016, svar við fyrirspurn frá 25. febrúar 2016 varðandi innleiðingu innri endurskoðunar hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.
2.16031117 - Hlíðasmári 5-7, framsal.
Frá fjármálastjóra, dags. 18. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hlíðasmára 5-7, Smárakirkju og Krossgatna, um heimild til að framselja fasteignina.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 16. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs vegna yfirborðsmerkinga gatna í Kópavogi 2016-2018. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Vegamálun ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Vegamálun ehf. um yfirborðsmerkingar gatna í Kópavogi 2016-2018.
4.1603001 - Öryggiskerfi, prófun, viðhald og vöktun. Útboð.
Frá deildarstjóra eignadeildar umhverfissviðs, dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði " Öryggiskerfi, prófun, viðhald og vöktun"
Bæjarráð frestar afgreiðslu í ljósi nýrrar stöðu í húsnæðismálum.
5.1510046 - Beiðni um viðræður um úthlutun lóðar á Kársnesi fyrir höfuðstöðvar WOW air
Frá skipulagsstjóra, dags. 21. mars 2016, varðandi erindi WOW air, dags. 17. febrúar, þar sem óskað var efit viðræðum um úthlutun lóðar við Kársnes fyrir höfuðstöðvar WOW air. Lagt er til að lóðunum nr. 38a og b við Vesturvör verði úthlutað til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar. Jafnframt er lagt til að teknar verði upp frekari viðræður við félagið um nánari útfærslu hugmynda þess um staðsetningu hótelbyggingar vestast á Kársnesi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að úthluta lóðunum Vesturvör 38a og b til WOW air undir nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins.
6.16031171 - Vesturvör 40 og 42-48. Framsal lóðarréttinda
Lagt fram bréf frá OK fasteignum ehf. dags. 21. mars 2016, þar sem óskað er eftir að tekin verði afstaða til kauptilboðs, þar sem seljandi er OK fastseignir ehf., en tilboðið er með fyrirvara um samþykki Kópavogsbæjar um framsal lóðaréttinda lóðanna Vesturvör 40 og 42-48.
Bæjarráð hafnar beiðni um framsal með fimm atkvæðum.
7.1603008 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 16. mars 2016.
45. fundur jafnréttis- og mannréttindaráð í 2. liðum.
Lagt fram.
8.1603010 - Leikskólanefnd, dags. 17. mars 2016.
68. fundur leikskólanefndar í 10. liðum.
Lagt fram.
9.1512173 - Skemmtilegri leikskólalóðir.
Frá deildarstjóra leikskóladeildar, dags. 21. mars, lögð fram bókun leikskólanefndar frá fundi leikskólanefndar, 17. mars. "Leikskólanefnd mælir með við bæjarráð að fjárveiting í fjárhagsáætlun 2016 til endurgerðar leikskólalóða samkvæmt verkefninu "skemmtilegri skólalóðir", sem kynnt var á síðasta fundi leikskólanefndar, verði varið til leikskólalóða leikskólanna Dals og Grænatúns."
Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólanefndar með fimm atkvæðum.