Frá skipulagsstjóra, dags. 19. janúar, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að deiliskipulagi fyrir hluta þróunarsvæðis Auðbrekku, svæði 1, 2 og 3. Tillaga er sett fram í skipulagsskilmálum og á deiliskipulagsuppdrætti ásamt greinargerð dags. 10. ágúst 2015 í mkv. 1:1000. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var samþykkt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og málinu vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 22.10.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 23.10.2015. Tillagan var send Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirlti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, Umhverffisstofnun, Isavia ohf. og Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar. Kynningu lauk 7.12.2015. Athugasemd barst frá Vegagerðinni, dags. 13.11.2015; frá félagasamtökum Sukyo Mahikari, Nýbýlavegi 6, dags. 7.12.2015; frá Teiti Má Sveinssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Auðbrekku 7, dags. 7.12.2015. Ennfremur lögð fram umsögn Isavia, dags. 9.12.2015. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 18. janúar 2016. Eftir að athugasemdafresti lauk bárust athugasemdir og ábendingar frá íbúum við Löngubrekku 41, 43, 45, og 47, dags. 17.1.2016; frá Árna Davíðssyni, dags. 15.1.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu með áorðnum breytingum ásamt umsögn um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísar málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Með tilvísan í lið 2.4 í skipulagsskilmálum svæðisins samþykkir skipulagsnefnd jafnframt að unnin verði nánari útfærsla á hönnun bæjarlandsins á deiliskipulagssvæðinu. Lögð verði áhersla á vandaða hönnun og efnisval m.a hvað varðar torg, opin svæði, gróður, lýsingu, göngu- og hjólaleiðir svo og yfirborð gatna.