Bæjarráð

2767. fundur 19. mars 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1502349 - Vatnsendaskóli - Íþróttahús.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að útfærslu deiliskipulags við Vatnsendaskóla hvað varðar íþróttahús, fyrirkomulag bílastæða, leiksvæða og staðsetningu færanlegra kennslustofa. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:250 dags. 5.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1210126 - Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram breytt tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi Breiðahvarfs 4 og Funahvarfs 3, dags. 16.3.2015. Á fundi skipulagsnefndar 19.1.2015 var málinu frestað.
Lagður fram uppfærður deiliskipulagsuppdráttur fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3, sbr. ofangreint.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með áorðnum breytingum ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1403171 - Fornahvarf 3, settjörn.

Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var erindi um breytta staðsetningu settjarna við Fornahvarf samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Erindið sem kemur til móts við innsendar athugasemdir lóðarhafa Fornahvarfs 3, er lagt fram að nýju til samþykktar ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014, samkomulagi milli lóðarhafa Fornahvarfs 3 og bæjaryfirvalda dags. 15.12.2014, minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits dags. 3. mars 2015 um flóðahættu, umsögn Fiskistofu dags. 3.3.2015 og breyttum deiliskipulagsuppdrætti "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. lagfærðum uppdrætti dags. 16.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu "Vatnsendi -Settjörn við Elliðavatsstíflu" ásamt fylgigögnum og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014 og deiliskipulaguppdráttinn "Vatnsendi - breytt deiliskipulag" dags. 19.5.1994 m.s.br. dags. 16.3.2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1502353 - Landspítalinn Kópavogstúni, húsnúmer.

Lögð fram tillaga skipulags- og bygggingardeildar að nýjum húsnúmerum fyrir Landspítala á Kópavogstúni.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að húsnúmerum Landspítalans á Kópavogstúni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

5.1503359 - Lundur. Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu holræsislagnar.

Lagt fram erindi Konráðs Jóns Sigurðssonar tæknifræðings, f.h. Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf., dags. 10.3.2015 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja framkvæmd við lagningu skólplagnar undir Hafnarfjarðarveg, sbr. uppdráttum dags. 2.10.2014.
Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

6.1502167 - Rjúpnahæð: opin svæði, stígar og sparkvöllur.

Lögð fram og kynnt tillaga umhverfissviðs að stígakerfi og staðsetningu leiksvæða í Rjúpnahæð dags. 16.1.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.1410344 - Smalaholt, leiksvæði.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu leiksvæðis í Smalaholti. Í gildandi deiliskipulagi er leiksvæði staðsett milli Örvasala 28 og Öldusala 8. Í tillögu er gert ráð fyrir að leiksvæði verði í skóglendi suðvestanmegin við byggðina. Göngustígur verður milli Örvasala 4 og 6, sbr. teikningum dags. 6.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1501305 - Vallakór gatnagerð 2015.

Óskað eftir að heimild skipulagsnefndar fyrir gatnagerð við Vallakór. Samþykkt af skipulagsnefnd og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

9.1501297 - Vallhólmi 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Vektors ehf., f.h. lóðarhafa dags. 10.12.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 27,1 m2 sólskála á suðurhlið hússins og 38,9 m2 svalir við vestur- og norðurhliðina, sbr. uppdráttum dags. 10.12.2014. Á fundi skipulagsnefndar var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallhólma 10 og 14.
Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa Vallhólma 12 og 14 fyrir kynntum breytingum dags. 24. og 25.2.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra er veita samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkti því tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

10.1306637 - Borgarholt, bílastæði.

Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK 2015, dags. 10. mars 2015.

11. fundur skólanefndar MK í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv. 2015, dags. 3. mars 2015.

343. fundur samstarfsnefndar skíðasvæða hbsv. í 6. liðum.
Lagt fram.

13.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH 2015, dags. 9. febrúar 2015.

411. fundur stjórnar SSH í 6 liðum.
Lagt fram.

14.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH 2015, dags. 2. mars 2015.

412. fundur stjórnar SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

15.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH 2015, dags. 6. mars 2015.

413. fundur stjórnar SSH í 3. liðum.
Lagt fram.

16.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015, dags. 13. mars 2015.

214. fundur stjórnar Strætó bs. í 9. liðum.
Lagt fram.

17.1503490 - Engihjalli 8, Riddarinn. Áskorun um endurskoðun vínveitingaleyfis og opnunartíma.

Frá húsfélaginu Engihjalla 9, dags. 11. mars, lagt fram bréf þar sem skorað er á Kópavogsbæ að endurskoða vínveitingaleyfi og opnunartíma á ölstofunni Riddaranum við Engihjalla 8, með vísan til ónæðis sem stafar af rekstrinum fyrir íbúa í næsta nágreni.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

18.1503489 - Aðalfundur SSH 2014, dags. 24. október 2014.

38. aðalfundur SSH í 10. liðum.
Lagt fram.

19.1502385 - Fífuhvammur 25. Ítrekuð umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu ofan á bílskúr.

Frá lögfræðideild, dags. 27. febrúar, lagt fram minnisblað fulltrúa lögfræðideildar vegna beiðni Gylfa Geirssonar, eiganda Fífuhvamms 25, um að umsókn hans um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við bílskúr verði afgreidd án grenndarkynningar.
Lagt fram.

20.1502302 - Frumvarp til laga um stjórn vatnamála, 511. mál, gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu. Beiðni um umsögn.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. mars, tillaga að umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um stjórn vatnamála, 511. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.

21.1503400 - Lokað hundagerði. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. mars, svar við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni á fundi bæjarráðs 12. mars 2015.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson þakkar framlagt svar.

22.1503500 - Málefni fatlaðra í Kópavogi.

Málefni fatlaðs fólks í Kópavogi í kjölfar umræðu um hvort sveitarfélög verði hugsanlega að skila málaflokki fatlaðs fólks að nýju til ríkisins.
Sviðsstjóri velferðarsviðs og fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.

23.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.

Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir janúar 2015.
Lagt fram.

Fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

24.1503419 - Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2014.

Frá framkvæmdastjóra Sorpu bs., dags. 11. mars, lagður fram ársreikningur Sorpu árið 2014, samþykktur af stjórn byggðasamlagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra til úrvinnslu.

25.1503356 - Endurgreiðsluhlutfall Kópavogsbæjar 2015 vegna lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópav

Frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, dags. 26. febrúar, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er um að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hafi samþykkt tillögu um að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2015 verði lækkað niður í 57%. Máli vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við grein 23.1 í samþykktum sjóðsins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

26.1503474 - Tillaga til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 101. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 16. mars, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 101. mál.
Lagt fram.

27.1503348 - Dalaþing 7. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16. mars, lögð fram umsókn Skollakopps ehf., kt. 421211-0940 um lóðina Dalaþing 7. Lagt til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Dalaþing 7 verði úthlutað til umsækjanda og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

28.1503010 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 12. mars 2015.

147. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 10. liðum.
Lagt fram.

29.1503011 - Félagsmálaráð, dags. 16. mars 2015.

1388. fundur félagsmálaráðs í 7. liðum.
Lagt fram.

30.1503004 - Leikskólanefnd, dags. 12. mars 2015.

56. fundur leikskólanefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

31.1503009 - Lista- og menningarráð, dags. 12. mars 2015.

39. fundur lista- og menningarráðs í 36. liðum.
Lagt fram.

32.1503002 - Skipulagsnefnd, dags. 16. mars 2015.

1255. fundur skipulagsnefndar í 27. liðum.
Lagt fram.

33.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Lagt fram erindi Fjarskipta hf,. Skútuvogi 2, 104 Reykjavík dags. 26.2.2015 þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Jafnfram lagt fram erindi Víglundar Þorsteinssonar, fh. húsfélags Austurkórs 63, dags. 3.2.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

34.1412225 - Austurkór 89. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Steinars Jónssonar dags. 9.12.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 89. Á fundi skipulagsnefndar 16.2.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 16.3.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna ásamt umsögn dags. 16.3.2015 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Fundi slitið.