Lagt fram að nýju erindi Vektors ehf., f.h. lóðarhafa dags. 10.12.2014. Í erindi er óskað eftir að byggja 27,1 m2 sólskála á suðurhlið hússins og 38,9 m2 svalir við vestur- og norðurhliðina, sbr. uppdráttum dags. 10.12.2014. Á fundi skipulagsnefndar var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallhólma 10 og 14.
Lagt fram að nýju ásamt samþykki lóðarhafa Vallhólma 12 og 14 fyrir kynntum breytingum dags. 24. og 25.2.2015.
Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa, sveitarfélagsins og þeirra er veita samþykki sitt. Skipulagsnefnd samþykkti því tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.