- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fundi slitið - kl. 19:15.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
1. Nefndin hefur að undanförnu athugað upptöku á opnum hugbúnaði fyrir bæjarkerfið. Seltjarnarnesbær hefur tekið upp opinn hugbúnað og leggur nefndin til að litið verði til reynslu Seltirninga að þessu leyti.
Nefndin beinir því til bæjarritara að hann hlutist til um að afla upplýsinga um reynslu Seltirninga.
2. Nefndin ítrekar beiðni sem hún sendi Bæjarskipulagi 6. okt. s.l. varðandi staðsetningu á tjaldsvæði fyrir Kópavogsbæ.
Nefndin leggur til að nýtt Menningar og þróunarráð taki þetta mál upp.
3. Nefndin hefur kannað undirtektir aðila í verslun og þjónustu, á Hamraborgarsvæðinu, um stofnun miðbæjarsamtaka. Undirtektir hafa verið mjög góðar.
Nefndin beinir því til nýs Menningar- og þróunarráðs að taka þetta mál upp og halda undirbúningi áfram.
4. Nefndin leggur til að næsta sumar verði reynt að virkja unga sumarstarfsmenn í kynningarátak fyrir bæinn.
5. Nefndin lýsir yfir ánægju með störf atvinnufulltrúa og hvetur til áframhaldandi samstarfs við VMST um verkefnið.