Atvinnu- og upplýsinganefnd

321. fundur 08. janúar 2010 kl. 18:15 - 19:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1001050 - Atvinnufulltrúi tillaga um samstarf við Vinnumálastofnun

Atvinnu- og upplýsinganefnd Kópavogsbæjar leggur til að gengið verði til samstarfs við Vinnumálastofnun um stuðning við atvinnulausa Kópavogsbúa með eftirfarandi áherslum:

·         Vinnumálastofnun leggur til atvinnuráðgjafa sem starfsstöð hafi hjá Kópavogsbæ og vinni að verkefnum stofnunarinnar hvað varðar atvinnulausa Kópavogsbúa, með áherslu á vinnumiðlun, starfsþjálfun o.s.frv. Laun ráðgjafans greiðast af VMST en Kópavogsbær leggi til aðstöðu.

·         Ráðinn verði starfsmaður til bæjarins til að fara með þessi málefni gagnvart bænum. Viðkomandi yrði ráðinn af atvinnleysisskrá og með honum fylgir framlag frá VMST sem nemur atvinnleysisbótum.

·         Samningur um verkefnið sé til eins árs.

 

2.912414 - Önnur mál

Málþing um málefni atvinnulausra sem frestað var fyrir áramót verður haldið laugardaginn 16. janúar. Flutt verða þrú stutt erindi og vinnuhópar starfa. Málþingið verður öllum opið.

Nefndin leggur áherslu á að bæjarfulltrúar og aðrir kjörnir fulltrúar í nefndakerfi bæjarins mæti til fundarins. Sömuleiðis er þess vænst að embættismenn mæti.

Fundi slitið - kl. 19:15.