Atvinnu- og upplýsinganefnd

329. fundur 18. nóvember 2010 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

A) Sæmundur Valdimarsson, deildarstjóri UT deildar, fór yfir fjármál UT deildar með tilliti til mögulegs sparnaðar. Undanfarin misseri hefur verið unnið hörðum höndum að sparnaði í rekstri tölvukerfa bæjarins. Í öllu bæjarkerfinu eru um 1500 notendavélar. Tölvurnar eru keyptar á kaupleigu og hafa tölvur verið endurnýjaðar á fjögurra ára fresti. Á árinu 2011 renna út leigusamningar um ca 460 vélar. Deildarstjóri telur að einhver tækifæri séu til sparnaðar með því að framlengja samninga um þessar vélar um eitt ár. Beðið er eftir upplýsingum frá birgjum svo hægt sé að bera kostnað nákvæmlega saman.

 

B) Nefndin felur deildarstjóra UT deildar að kanna hvað mundi sparast ef 6 nemendur værum um hverja tölvu í skólum í stað 5 nú.

 

C) Deildarstjóri nefnir einning að tvö dýr hugbúnaðarkerfi eru í notkun hjá skólum, Mentor og Skólavefur. Samtals greiðir Kópavogsbær yfir 8,7 milljónir króna fyrir þessi tvo forrit árlega. Nefndin tlur að gera verði kröfu um að þessi gjöld lækki en ella verði leitað annarra leiða. 

2.1010058 - Opinn hugbúnaður

A) Áður hefur verið fjallað í nefndinni um opinn hugbúnað. Deildarstjóri UT deildar telur að 4 - 500 þúsund krónur kosti að gera tækni- og kostnaðarúttekt um upptöku opins hugbúnað svo að hægt sé að meta hagkvæmni slíkra breytinga. Nefndin telur ekki rétt að leggja út í þann kostnað að sinni.

 

C) Fjöldi þjónustusamninga um hugbúnaðarkerfi eru virkir og stöðugt unnið að því að ná þeim kostnaði niður.

3.912414 - Önnur mál

A) Í gildi er samningur um markaðssamstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og greiðir Kópavogsbær 1 milljón króna árlega vegna þess samnings.

Nefndin leggur til að samstarfinu verði slegið á frest í eitt til tvö ár.

 

B) Nefndin leggur til að settar verði reglur um atvinnuskapandi verkefni þannig að liðurinn (13-015-9989) verði innan fjárheimilda á næsta ári.

 

C) Nefndin telur að lækka megi útgjöld til kynningarmál um helming.

Fundi slitið - kl. 19:15.