Atvinnu- og þróunarráð

11. fundur 16. janúar 2013 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Viggó Einar Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Þorsteinn Ingimarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Umræður um væntanlegan stofnfund Markaðsstofu Kópavogs ses., sem stefnt er að um miðjan febrúar. Ráðið mælist til þess að stofnfundurinn verði auglýstur með áberandi hætti í fjölmiðlum og með bréfi til fyrirtækja.

 

Afgreiðsla: Lagt fram.

2.1205470 - Atvinnu- og þróunarráð - önnur mál

Fundarritari gerði grein fyrir upplýsingum um Vinnandi Veg í samræmi við bókun 10. fundar ráðsins.

 

Ráðið óskar eftir upplýsingum um aðkomu Kópavogsbæjar að starfsemi Höfuðborgarstofu og ávinning bæjarins af starfseminni.

Fundi slitið - kl. 18:15.