Atvinnu- og þróunarráð

7. fundur 17. október 2012 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurjón Jónsson aðalfulltrúi
  • Garðar Heimir Guðjónsson aðalfulltrúi
  • Sigurður Björnsson starfsmaður nefndar
  • Lárus Axel Sigurjónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Björnsson skrifstofustjóri
Dagskrá

1.1205367 - Samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana

Fyrir liggur bréf bæjarstjóra til fyrirtækja og stofnana í Kópavogi varðandi samstarf í atvinnumálum.

Ráðið ræddi bréfið. Minniháttar breyting gerð, en bréfið samþykkt samhljóða.

Ráðið óskar eftir því að á fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir 7 milljóna króna fjárveitingu til verkefnisins.

2.1205550 - Upplýsingar um atvinnuleysi í Kópavogi

Fyrir liggja sundurliðaðar upplýsingar um atvinnuleysi í Kópavogi í september 2012

Ráðið lýsir ánægju sinni með þá miklu minnkun atvinnuleysis sem orðið hefur í Kópavogi á síðustu 12 mánuðum. Áhyggjuefni er þó að sambærileg minnkun hefur ekki orðið meðal erlendra ríkisborgara. Ráðið óskar eftir því að aflað verði upplýsinga frá VMST um ráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna þessa hóps.

Fundi slitið - kl. 18:15.